Hafnaði boði Frosta í Harmageddon: "Nenni ekki að heyra hann hrútskýra fyrir mér hvernig upplifun mín sé röng“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. mars 2017 11:21 Hildur og Frosti Logason. Vísir/Stefán Hildur Kristín Stefánsdóttir söngkona segist hafa afþakkað boð Frosta Logasonar útvarpsmanns, um að vera gestur þáttarins í morgun. „Hef ekkert við Frosta að segja umfram pistilinn, nenni ekki að heyra hann hrútskýra fyrir mér hvernig upplifun mín sé röng né gefa þeim himinháar hlustunartölur,“ segir Hildur á Twitter síðu sinni. „Eina sem ég hefði áhuga á er ef hann hefði boðið mér afsökunarbeiðni í beinni útsendingu, þá hefði ég mætt.“Sjá einnig: Hildur vill afsökunarbeiðni frá Frosta: „Ég læt þetta bara alls ekki viðgangast þegar mitt nafn, kyn og vinna kemur í hlut“ Lag Hildar, I'll Walk With You, var valið popplag ársins á Íslensku tónlistarverðlaunum í vikunni og í þakkarræðu sinni brýndi Hildur íslenskar tónlistarkonur til dáða. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Hildur að hún hafi verið niðurlægð eftir að hafa heyrt Frosta tjá sig um lagið og konur í tónlist í útvarpsþættinum Harmageddon, daginn eftir að Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent. Mikið hefur verið fjallað um málið í íslenskum miðlum um helgina. Frosti sagði til að mynda: „Lyktin af þessu er sú að Hildur hafi unnið þetta af því að hún er kona,“ og vitnaði meðal annars til þess að lag Aron Can, Enginn mórall, væri með töluvert betri hlustunartölur en lag Hildar. Tók Frosti fram að lag Hildar væri „ágætt lag“ þó að líklega hefði strákur hjálpað Hildi við lagasmíðina. Benti þá Þorkell Máni Pétursson, annar þáttastjórnenda Harmageddon að það hefði verið dómnefnd sem hefði ráðið úrslitum um hvaða lag hefði verið valið popplag ársins.Eitt hérna og getum við svo farið að tala um eitthvað skemmtilegt? pic.twitter.com/xhgI7yt1Kc— Hildur (@hihildur) March 6, 2017 Íslensku tónlistarverðlaunin Tengdar fréttir KÍTÓN gefur frá sér yfirlýsingu um ummæli Frosta: Hildur hvött áfram af Páli Óskari og Helgu Brögu KÍTÓN, félag kvenna í tónlist, hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi ummæli Frosta Logasonar, útvarpsmanns um tónlistarkonuna Hildi og konur í tónlist. 4. mars 2017 17:31 Bein útsending: Harmageddon-bræður ræða atburði helgarinnar Tónlistarkonan Hildur hefur krafið Frosta Logason, útvarpsmann á X-inu um afsökunarbeiðni vegna ummæla sem hann lét falla um lag Hildar og konur í tónlist í útvarpsþættinum Harmageddon á X-977 á föstudaginn. 6. mars 2017 08:30 Hildur vill afsökunarbeiðni frá Frosta: "Ég læt þetta bara alls ekki viðgangast þegar mitt nafn, kyn og vinna kemur í hlut“ Sakar Frosta Logason um karlrembu, gamaldags hugsunarhátt og opinbera smánun 4. mars 2017 12:16 Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Sjá meira
Hildur Kristín Stefánsdóttir söngkona segist hafa afþakkað boð Frosta Logasonar útvarpsmanns, um að vera gestur þáttarins í morgun. „Hef ekkert við Frosta að segja umfram pistilinn, nenni ekki að heyra hann hrútskýra fyrir mér hvernig upplifun mín sé röng né gefa þeim himinháar hlustunartölur,“ segir Hildur á Twitter síðu sinni. „Eina sem ég hefði áhuga á er ef hann hefði boðið mér afsökunarbeiðni í beinni útsendingu, þá hefði ég mætt.“Sjá einnig: Hildur vill afsökunarbeiðni frá Frosta: „Ég læt þetta bara alls ekki viðgangast þegar mitt nafn, kyn og vinna kemur í hlut“ Lag Hildar, I'll Walk With You, var valið popplag ársins á Íslensku tónlistarverðlaunum í vikunni og í þakkarræðu sinni brýndi Hildur íslenskar tónlistarkonur til dáða. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Hildur að hún hafi verið niðurlægð eftir að hafa heyrt Frosta tjá sig um lagið og konur í tónlist í útvarpsþættinum Harmageddon, daginn eftir að Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent. Mikið hefur verið fjallað um málið í íslenskum miðlum um helgina. Frosti sagði til að mynda: „Lyktin af þessu er sú að Hildur hafi unnið þetta af því að hún er kona,“ og vitnaði meðal annars til þess að lag Aron Can, Enginn mórall, væri með töluvert betri hlustunartölur en lag Hildar. Tók Frosti fram að lag Hildar væri „ágætt lag“ þó að líklega hefði strákur hjálpað Hildi við lagasmíðina. Benti þá Þorkell Máni Pétursson, annar þáttastjórnenda Harmageddon að það hefði verið dómnefnd sem hefði ráðið úrslitum um hvaða lag hefði verið valið popplag ársins.Eitt hérna og getum við svo farið að tala um eitthvað skemmtilegt? pic.twitter.com/xhgI7yt1Kc— Hildur (@hihildur) March 6, 2017
Íslensku tónlistarverðlaunin Tengdar fréttir KÍTÓN gefur frá sér yfirlýsingu um ummæli Frosta: Hildur hvött áfram af Páli Óskari og Helgu Brögu KÍTÓN, félag kvenna í tónlist, hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi ummæli Frosta Logasonar, útvarpsmanns um tónlistarkonuna Hildi og konur í tónlist. 4. mars 2017 17:31 Bein útsending: Harmageddon-bræður ræða atburði helgarinnar Tónlistarkonan Hildur hefur krafið Frosta Logason, útvarpsmann á X-inu um afsökunarbeiðni vegna ummæla sem hann lét falla um lag Hildar og konur í tónlist í útvarpsþættinum Harmageddon á X-977 á föstudaginn. 6. mars 2017 08:30 Hildur vill afsökunarbeiðni frá Frosta: "Ég læt þetta bara alls ekki viðgangast þegar mitt nafn, kyn og vinna kemur í hlut“ Sakar Frosta Logason um karlrembu, gamaldags hugsunarhátt og opinbera smánun 4. mars 2017 12:16 Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Sjá meira
KÍTÓN gefur frá sér yfirlýsingu um ummæli Frosta: Hildur hvött áfram af Páli Óskari og Helgu Brögu KÍTÓN, félag kvenna í tónlist, hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi ummæli Frosta Logasonar, útvarpsmanns um tónlistarkonuna Hildi og konur í tónlist. 4. mars 2017 17:31
Bein útsending: Harmageddon-bræður ræða atburði helgarinnar Tónlistarkonan Hildur hefur krafið Frosta Logason, útvarpsmann á X-inu um afsökunarbeiðni vegna ummæla sem hann lét falla um lag Hildar og konur í tónlist í útvarpsþættinum Harmageddon á X-977 á föstudaginn. 6. mars 2017 08:30
Hildur vill afsökunarbeiðni frá Frosta: "Ég læt þetta bara alls ekki viðgangast þegar mitt nafn, kyn og vinna kemur í hlut“ Sakar Frosta Logason um karlrembu, gamaldags hugsunarhátt og opinbera smánun 4. mars 2017 12:16