Á vegum úti Magnús Guðmundsson skrifar 6. mars 2017 07:00 Það efast eflaust enginn um að ástand þjóðvega á Íslandi er langt frá því að vera með viðunandi hætti og reyndar dugar að skoða þjóðveg eitt til þess að sjá að þetta er einfaldlega ekki í lagi. Ástandið er vissulega misslæmt um landið en í Berufirði er það svo dapurlegt að þar hafa stjórnvöld ekki einu sinni getað komið því í verk að leggja bundið slitlag á átta kílómetra kafla. Álagið á hringveginn er mikið og eykst stöðugt með auknum ferðamannastraumi og því fylgir slysahætta. Vondir vegir valda slysum. Ekki síst í ljósi þess að fjölmargir þeirra ferðamanna sem streyma til Íslands þessi dægrin og setjast undir stýrið á bílaleigubílum, án þess að gera sér grein fyrir því hvað bíður þeirra, hafa aldrei keyrt á malarvegi áður. Vegarkaflar á borð við kílómetrana átta við Berufjörð eru því með þeim hætti að þar er lífi og limum vegfarenda stefnt í voða í nafni sparnaðar. Sparnaðar á kostnað öryggis umræddra ferðamanna jafnt sem allra vegfarenda og þá ekki síst íbúa svæðisins sem mest þurfa á því að halda að hafa veginn í lagi. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum sem mætti tiltaka víða um land og þetta er auðvitað ekki í lagi. Þann 12. október síðastliðinn var samþykkt á Alþingi ný samgönguáætlun sem fól í sér að fara í umtalsverðar umbætur. Á meðal þeirra sem samþykktu þessa ágætu áætlun var Jón Gunnarsson, sem nú, nokkrum mánuðum síðar, gegnir embætti ráðherra samgöngumála, en Jón samþykkti hins vegar líka um tveimur mánuðum síðar ný fjárlög sem urðu til þess að hin nýja samgönguáætlun er marklaust plagg. Jón hefur því væntanlega verið á því að það hafi verið farið offari um tíu milljarða þann 12. október og því ákveðið að samþykkja fjárlögin með þessum róttæka niðurskurði til samgöngumála. En auðvitað á maður ekki að gera Jóni upp skoðanir eða gefa sér neitt um það hvað veldur þessum tvískinnungi. En það verður þó að segjast að það er furðulegt að sjá flokk sitja í ríkisstjórn tvö kjörtímabil í röð og gera sér ekki skýrari grein fyrir stöðu ríkissjóðs en þetta. Ferðamannaiðnaðurinn hefur á örfáaum árum farið upp úr öllu valdi á Íslandi. Aukning erlendra ferðamanna er gríðarleg frá ári og til árs og í raun sjáum við ekki fyrir endann á þessum mikla vexti. En á sama tíma og þessi sami ferðamannaiðnaður skilar gríðarlegum tekjum í ríkiskassann þá virðist ríkisvaldinu vera með öllu fyrirmunað að byggja upp þá innviði sem þarf til þess að standa að þessari atvinnugrein með sómasamlegum hætti. En auðvitað snýst þetta ekki aðeins um alla þessa ferðamenn sem bruna um íslenska vegi en hafa kannski aldrei áður ekið eftir malarvegi eða yfir einbreiðar brýr. Þetta snýst auðvitað um rétt okkar til þess að ferðast með öruggum hætti um landið og þetta snýst um aðgengi hinna dreifðari byggða að stjórnsýslu og þjónustu þéttbýliskjarna. Fólkið í þessum byggðum á betra skilið en það sem þeim er boðið upp á í dag. Þetta vita stjórnvöld og þeim ber að gera á þessu bót ekki seinna en strax.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Það efast eflaust enginn um að ástand þjóðvega á Íslandi er langt frá því að vera með viðunandi hætti og reyndar dugar að skoða þjóðveg eitt til þess að sjá að þetta er einfaldlega ekki í lagi. Ástandið er vissulega misslæmt um landið en í Berufirði er það svo dapurlegt að þar hafa stjórnvöld ekki einu sinni getað komið því í verk að leggja bundið slitlag á átta kílómetra kafla. Álagið á hringveginn er mikið og eykst stöðugt með auknum ferðamannastraumi og því fylgir slysahætta. Vondir vegir valda slysum. Ekki síst í ljósi þess að fjölmargir þeirra ferðamanna sem streyma til Íslands þessi dægrin og setjast undir stýrið á bílaleigubílum, án þess að gera sér grein fyrir því hvað bíður þeirra, hafa aldrei keyrt á malarvegi áður. Vegarkaflar á borð við kílómetrana átta við Berufjörð eru því með þeim hætti að þar er lífi og limum vegfarenda stefnt í voða í nafni sparnaðar. Sparnaðar á kostnað öryggis umræddra ferðamanna jafnt sem allra vegfarenda og þá ekki síst íbúa svæðisins sem mest þurfa á því að halda að hafa veginn í lagi. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum sem mætti tiltaka víða um land og þetta er auðvitað ekki í lagi. Þann 12. október síðastliðinn var samþykkt á Alþingi ný samgönguáætlun sem fól í sér að fara í umtalsverðar umbætur. Á meðal þeirra sem samþykktu þessa ágætu áætlun var Jón Gunnarsson, sem nú, nokkrum mánuðum síðar, gegnir embætti ráðherra samgöngumála, en Jón samþykkti hins vegar líka um tveimur mánuðum síðar ný fjárlög sem urðu til þess að hin nýja samgönguáætlun er marklaust plagg. Jón hefur því væntanlega verið á því að það hafi verið farið offari um tíu milljarða þann 12. október og því ákveðið að samþykkja fjárlögin með þessum róttæka niðurskurði til samgöngumála. En auðvitað á maður ekki að gera Jóni upp skoðanir eða gefa sér neitt um það hvað veldur þessum tvískinnungi. En það verður þó að segjast að það er furðulegt að sjá flokk sitja í ríkisstjórn tvö kjörtímabil í röð og gera sér ekki skýrari grein fyrir stöðu ríkissjóðs en þetta. Ferðamannaiðnaðurinn hefur á örfáaum árum farið upp úr öllu valdi á Íslandi. Aukning erlendra ferðamanna er gríðarleg frá ári og til árs og í raun sjáum við ekki fyrir endann á þessum mikla vexti. En á sama tíma og þessi sami ferðamannaiðnaður skilar gríðarlegum tekjum í ríkiskassann þá virðist ríkisvaldinu vera með öllu fyrirmunað að byggja upp þá innviði sem þarf til þess að standa að þessari atvinnugrein með sómasamlegum hætti. En auðvitað snýst þetta ekki aðeins um alla þessa ferðamenn sem bruna um íslenska vegi en hafa kannski aldrei áður ekið eftir malarvegi eða yfir einbreiðar brýr. Þetta snýst auðvitað um rétt okkar til þess að ferðast með öruggum hætti um landið og þetta snýst um aðgengi hinna dreifðari byggða að stjórnsýslu og þjónustu þéttbýliskjarna. Fólkið í þessum byggðum á betra skilið en það sem þeim er boðið upp á í dag. Þetta vita stjórnvöld og þeim ber að gera á þessu bót ekki seinna en strax.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun