Mannætusagan Ögmundur Jónasson skrifar 2. mars 2017 07:00 Nýlega var efnt til fundar í Iðnó í Reykjavík um hættuna sem stafar af innflutningi á hráum matvælum. Færustu sérfræðingar kortlögðu á skýran hátt í máli og myndum hver hættan væri. Málflutningurinn var hófsamur og öfgalaus. Það verður hins vegar ekki sagt um niðurstöðurnar, staðreyndirnar sem sérfræðingarnir bentu á, þær voru hrollvekjandi og martraðarkenndar. Og martröðin er veruleiki, ekki draumur: Notkun sýklalyfja í dýrum til manneldis fer ört vaxandi og það sem verra er, þessu tengt er að bakteríur, sem eru ónæmar fyrir lyfjum, eru að verða mjög alvarleg ógn á sjúkrahúsum. Þessar bakteríur berast með dýraafurðum.Sumir tala um heimóttarskap, aðrir um auðlind Þennan blákalda veruleika eru menn nú að vakna upp við. Jafnframt sjá sífellt fleiri Íslendingar sóknarfærin í því að verja þá auðlind sem sjúkdómafríir bústofnar eru, og þar af leiðandi sú heilnæma matvara sem íslenskur landbúnaður framleiðir. Þeir eru engu að síður margir sem telja allt þetta vera rugl og vitleysu og að það sé fáránlegur heimóttarskapur að galopna ekki fyrir flæði hrávöru inn í landið. Ég hef mikið velt því fyrir mér hvað valdi þessu, og komist að þeirri niðurstöðu að margir borgarbúar hafi fjarlægst matvælaframleiðsluna eftir að við hættum að vera bænda- og sjómannasamfélag að uppistöðu til. Þegar sú var raunin var þorri landsmanna tengdari matvælaframleiðslunni en nú er. Á móti kemur – hélt ég – meiri vitund um mikilvægi hvers kyns heilnæmis í fæðu og lífsháttum.Bara vigt og verð? Ráðherra landbúnaðarmála segist ætla að láta stjórnast af hagsmunum neytenda. Láti gott á vita, það er að segja ef ráðherrann er að tala um heilnæmi vörunnar, gæðin. Í augum margra neytenda er matvara fyrst og síðast málefni buddunnar. Kjöt er þannig rauður biti á hvítum plastbakka sem hefur vigt og verð. Með öðrum orðum, kjöt er bara kjöt. En er það svo? Er kjöt bara kjöt? Ég bar þetta undir tvo menn. Annar er kúabóndi í mjólkur- og kjötframleiðslu, hinn neytandi af þeirri tegund sem telur sig vera heimsborgara og blæs á allt verndartal, eða kjaftæði, eins og hann myndi kalla það.Svör úr tveimur áttum Kúabóndinn sagðist geta svarað með dæmi úr eigin reynsluheimi. „Ég er með heilbrigðan og góðan kúastofn sem sjúkdómar hafa almennt ekki plagað,“ sagði hann. „Það breytir því ekki að einstaklingarnir eru missterkir og heilbrigðir frá náttúrunnar hendi. Þegar ég læt slátra fyrir mig til heimaneyslu, ofan í börnin mín, þá neita ég því ekki að ég leyfi mér að velja gripi sem hafa alla tíð verið heilbrigðir. Svarar þetta spurningu þinni?“ Heimsborgarinn sagði að vissulega væri kjöt misjafnt að gæðum, það hefði hann reynt á veitingahúsum stórborganna, „en þá er bara að finna þá veitingastaði sem eru traustir“. Um sjúkdóma og sýklalyf vildi hann ekki ræða og sagði það ekki koma málinu við enda væri kjöt fyrst og fremst kjöt, þótt bitarnir væru að sönnu misgóðir og færi það eftir hvernig framreitt væri, skorið og matbúið.Svarafátt Ég var mát og ákvað því að láta mannætusöguna vaða. „Ef þú værir mannæta,“ spurði ég, „og þér væri boðið til matar, en þér jafnframt sagt að viðkomandi hefði verið berklaveikur og því þurft að innbyrða talsvert af lyfjum um dagana, og enn kynni að eima eftir af sjúkdómnum, hvort hefðirðu þá pantað léttsteikt og rautt eða gegnumsteikt, well done?“ Heimsborgaranum vafðist tunga um tönn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Nýlega var efnt til fundar í Iðnó í Reykjavík um hættuna sem stafar af innflutningi á hráum matvælum. Færustu sérfræðingar kortlögðu á skýran hátt í máli og myndum hver hættan væri. Málflutningurinn var hófsamur og öfgalaus. Það verður hins vegar ekki sagt um niðurstöðurnar, staðreyndirnar sem sérfræðingarnir bentu á, þær voru hrollvekjandi og martraðarkenndar. Og martröðin er veruleiki, ekki draumur: Notkun sýklalyfja í dýrum til manneldis fer ört vaxandi og það sem verra er, þessu tengt er að bakteríur, sem eru ónæmar fyrir lyfjum, eru að verða mjög alvarleg ógn á sjúkrahúsum. Þessar bakteríur berast með dýraafurðum.Sumir tala um heimóttarskap, aðrir um auðlind Þennan blákalda veruleika eru menn nú að vakna upp við. Jafnframt sjá sífellt fleiri Íslendingar sóknarfærin í því að verja þá auðlind sem sjúkdómafríir bústofnar eru, og þar af leiðandi sú heilnæma matvara sem íslenskur landbúnaður framleiðir. Þeir eru engu að síður margir sem telja allt þetta vera rugl og vitleysu og að það sé fáránlegur heimóttarskapur að galopna ekki fyrir flæði hrávöru inn í landið. Ég hef mikið velt því fyrir mér hvað valdi þessu, og komist að þeirri niðurstöðu að margir borgarbúar hafi fjarlægst matvælaframleiðsluna eftir að við hættum að vera bænda- og sjómannasamfélag að uppistöðu til. Þegar sú var raunin var þorri landsmanna tengdari matvælaframleiðslunni en nú er. Á móti kemur – hélt ég – meiri vitund um mikilvægi hvers kyns heilnæmis í fæðu og lífsháttum.Bara vigt og verð? Ráðherra landbúnaðarmála segist ætla að láta stjórnast af hagsmunum neytenda. Láti gott á vita, það er að segja ef ráðherrann er að tala um heilnæmi vörunnar, gæðin. Í augum margra neytenda er matvara fyrst og síðast málefni buddunnar. Kjöt er þannig rauður biti á hvítum plastbakka sem hefur vigt og verð. Með öðrum orðum, kjöt er bara kjöt. En er það svo? Er kjöt bara kjöt? Ég bar þetta undir tvo menn. Annar er kúabóndi í mjólkur- og kjötframleiðslu, hinn neytandi af þeirri tegund sem telur sig vera heimsborgara og blæs á allt verndartal, eða kjaftæði, eins og hann myndi kalla það.Svör úr tveimur áttum Kúabóndinn sagðist geta svarað með dæmi úr eigin reynsluheimi. „Ég er með heilbrigðan og góðan kúastofn sem sjúkdómar hafa almennt ekki plagað,“ sagði hann. „Það breytir því ekki að einstaklingarnir eru missterkir og heilbrigðir frá náttúrunnar hendi. Þegar ég læt slátra fyrir mig til heimaneyslu, ofan í börnin mín, þá neita ég því ekki að ég leyfi mér að velja gripi sem hafa alla tíð verið heilbrigðir. Svarar þetta spurningu þinni?“ Heimsborgarinn sagði að vissulega væri kjöt misjafnt að gæðum, það hefði hann reynt á veitingahúsum stórborganna, „en þá er bara að finna þá veitingastaði sem eru traustir“. Um sjúkdóma og sýklalyf vildi hann ekki ræða og sagði það ekki koma málinu við enda væri kjöt fyrst og fremst kjöt, þótt bitarnir væru að sönnu misgóðir og færi það eftir hvernig framreitt væri, skorið og matbúið.Svarafátt Ég var mát og ákvað því að láta mannætusöguna vaða. „Ef þú værir mannæta,“ spurði ég, „og þér væri boðið til matar, en þér jafnframt sagt að viðkomandi hefði verið berklaveikur og því þurft að innbyrða talsvert af lyfjum um dagana, og enn kynni að eima eftir af sjúkdómnum, hvort hefðirðu þá pantað léttsteikt og rautt eða gegnumsteikt, well done?“ Heimsborgaranum vafðist tunga um tönn.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun