Hætta á að fyrirtæki flytji úr landi vegna styrkingar krónunnar Birgir Olgeirsson skrifar 18. mars 2017 13:42 „Það eru sannarlega blikur á lofti,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Anton Brink Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir mikið áhyggjuefni að styrking krónunnar sé að verða til þess að ferðamenn séu farnir að afbóka ferðir til Íslands. Þungt hljóð sé í mörgum ferðaþjónustufyrirtækjum vegna óstöðugleika og hætta á að þau flytji úr landi með sína starfsemi. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því um helmingur þeirra ferða sem ferðaheildsala í Noregi hefur bókað til Íslands í sumar hefur verið afbókaður. Ástæðan er einföld – Ísland er of dýrt. Eigandi fyrirtækisins óttast að þetta sé aðeins byrjunin og segir að meiri áhersla verði nú lögð á aðra áfangastaði í Skandinavíu. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þróun gengis krónunnar síðustu misseri væri áhyggjuefni.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir„Það eru sannarlega blikur á lofti, það er í það minnsta mjög þungt hljóð í mörgum, sérstaklega erlendum ferðaþjónustuheildsölum og einkum þeim sem eru að vinna á viðkvæmum mörkuðum eins og Asíu og Mið-Evrópu. Eitthvað hefur verið að berast af afbókunum en ég átta mig ekki alveg á umfangi þess í stóra samhenginu. Eins og staðan er í dag en sannarlega eru blikur á lofti. Eitt er sterk staða íslensku krónunnar eins og hún er í dag. Hitt er gengisþróunin og þessar miklu sveiflur sem hafa orðið í þróun gengisins síðustu misseri.“ Helga benti á að slíkur óstöðugleiki geri ferðaþjónustunni gríðarlega erfitt fyrir hvað varðar bókanir fram í tímann. „Það er sannarlega þungt hljóð í ferðaheildsölunum, við eigum eftir að sjá hvernig þróunin verður til framtíðar litið. Það væri gott ef það væri ein einföld lausn en við höfum talað fyrir því að það sé með afdrifaríkari hætti gengið í að lækka stýrivextina og aðra þætti. Það er engin ein einföld lausn, hins vegar er auðvitað afskaplega mikilvægt að ná ákveðnum stöðugleika, jafnvægis gengis, fyrir útflutningsgreinarnar. Ef það er ekki jafnvægi og þessar ofboðslega miklu sveiflur er einfaldlega hætta á að fyrirtæki ferðaþjónustunni eins og í öðrum útflutningsgreinum, flytji hreinlega úr landi,“ sagði Helga. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Helmingur ferða til Íslands afbókaður vegna verðlags Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa mörg hver lýst yfir áhyggjum af styrkingu krónunnar og ferðamenn á sama tíma kvartað yfir háu verðlagi hér á landi. 17. mars 2017 18:54 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir mikið áhyggjuefni að styrking krónunnar sé að verða til þess að ferðamenn séu farnir að afbóka ferðir til Íslands. Þungt hljóð sé í mörgum ferðaþjónustufyrirtækjum vegna óstöðugleika og hætta á að þau flytji úr landi með sína starfsemi. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því um helmingur þeirra ferða sem ferðaheildsala í Noregi hefur bókað til Íslands í sumar hefur verið afbókaður. Ástæðan er einföld – Ísland er of dýrt. Eigandi fyrirtækisins óttast að þetta sé aðeins byrjunin og segir að meiri áhersla verði nú lögð á aðra áfangastaði í Skandinavíu. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þróun gengis krónunnar síðustu misseri væri áhyggjuefni.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir„Það eru sannarlega blikur á lofti, það er í það minnsta mjög þungt hljóð í mörgum, sérstaklega erlendum ferðaþjónustuheildsölum og einkum þeim sem eru að vinna á viðkvæmum mörkuðum eins og Asíu og Mið-Evrópu. Eitthvað hefur verið að berast af afbókunum en ég átta mig ekki alveg á umfangi þess í stóra samhenginu. Eins og staðan er í dag en sannarlega eru blikur á lofti. Eitt er sterk staða íslensku krónunnar eins og hún er í dag. Hitt er gengisþróunin og þessar miklu sveiflur sem hafa orðið í þróun gengisins síðustu misseri.“ Helga benti á að slíkur óstöðugleiki geri ferðaþjónustunni gríðarlega erfitt fyrir hvað varðar bókanir fram í tímann. „Það er sannarlega þungt hljóð í ferðaheildsölunum, við eigum eftir að sjá hvernig þróunin verður til framtíðar litið. Það væri gott ef það væri ein einföld lausn en við höfum talað fyrir því að það sé með afdrifaríkari hætti gengið í að lækka stýrivextina og aðra þætti. Það er engin ein einföld lausn, hins vegar er auðvitað afskaplega mikilvægt að ná ákveðnum stöðugleika, jafnvægis gengis, fyrir útflutningsgreinarnar. Ef það er ekki jafnvægi og þessar ofboðslega miklu sveiflur er einfaldlega hætta á að fyrirtæki ferðaþjónustunni eins og í öðrum útflutningsgreinum, flytji hreinlega úr landi,“ sagði Helga.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Helmingur ferða til Íslands afbókaður vegna verðlags Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa mörg hver lýst yfir áhyggjum af styrkingu krónunnar og ferðamenn á sama tíma kvartað yfir háu verðlagi hér á landi. 17. mars 2017 18:54 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Helmingur ferða til Íslands afbókaður vegna verðlags Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa mörg hver lýst yfir áhyggjum af styrkingu krónunnar og ferðamenn á sama tíma kvartað yfir háu verðlagi hér á landi. 17. mars 2017 18:54