Sá litli nálgast risana Michael Jordan og Kobe Bryant Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2017 23:00 Isaiah Thomas. Vísir/Getty Isaiah Thomas hefur farið á kostum með liði Boston Celtics í NBA-deildinni á þessu tímabili og svo vel að hann nálgast nú tvo af mestu og stöðugust skorurum deildarinnar í gegnum tíðina. Isaiah Thomas hefur skorað 30,8 stig að meðaltali með Boston Celtics liðinu og er á góðri leið með að bæta met Larry Bird yfir flest stig að meðaltali hjá Boston Celtics á einu tímabili. Enginn leikmaður Boston hefur verið með yfir 30 stig að meðaltali í leik. Það er þó önnur tölfræði sem hefur komið Isaiah Thomas í hóp með stöðugustu skorunum sem NBA-deildin hefur séð síðan NBA og ABA deildirnar sameinuðust á áttunda áratugnum. Isaiah Thomas var stigahæstur í 117-104 sigri Boston á Minnesota Timberwolves í nótt en hann skoraði þá 27 stig eða sjö stigum meira en næsti maður. Þetta var 32. leikurinn í röð sem Isaiah Thomas er stigahæstur hjá Boston-liðinu og aðeins Michael Jordan og Kobe Bryant hafa verið stigahæstir hjá sínu liði í fleiri leikjum í röð. Isaiah Thomas er stutt frá því að ná að komast yfir Kobe Bryant og inn á topp tvö listann með sjálfum Michael Jordan. Jordan er reyndar í í nokkrum sér flokki enda með tvo spretti í efstu tveimur sætunum. Jordan var stigahæstur hjá Chicago Bulls í 66 leikjum í röð 1987-88 tímabilið og í 41 leik í röð tímabilið á undan. Isaiah Thomas þarf að vera stigahæstur í tveimur leikjum í röð til að jafna Kobe Bryant í þriðja sætinu. Bryant var stigahæstur í 34 leikjum í röð hjá Los Angeles Lakers tímabilið 2005-06. Það var margt á móti Isaiah Thomas, hann er aðeins 175 sentímetrar á hæð og var valinn sextugasti í nýliðavalinu 2011. Síðan hefur hann unnið sig upp í að vera einn af bestu leikmönnum deildarinnar. Lykilatriðið var að komast til Boston Celtics en þar hefur strákurinn sprungið út og er nú á góðri leið með að slá stigamet Larry Bird. Hann hefur þegar tekið önnur met hjá félaginu og þetta tímabil hjá Isaiah Thomas því löngu orðið sögulegt í Boston Garden. Isaiah Thomas had 27 Pts tonight to lead the Celtics in outright scoring for the 32nd straight game. He's in elite company, via @EliasSports pic.twitter.com/wmfBBqGoBG— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 16, 2017 NBA Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Sjá meira
Isaiah Thomas hefur farið á kostum með liði Boston Celtics í NBA-deildinni á þessu tímabili og svo vel að hann nálgast nú tvo af mestu og stöðugust skorurum deildarinnar í gegnum tíðina. Isaiah Thomas hefur skorað 30,8 stig að meðaltali með Boston Celtics liðinu og er á góðri leið með að bæta met Larry Bird yfir flest stig að meðaltali hjá Boston Celtics á einu tímabili. Enginn leikmaður Boston hefur verið með yfir 30 stig að meðaltali í leik. Það er þó önnur tölfræði sem hefur komið Isaiah Thomas í hóp með stöðugustu skorunum sem NBA-deildin hefur séð síðan NBA og ABA deildirnar sameinuðust á áttunda áratugnum. Isaiah Thomas var stigahæstur í 117-104 sigri Boston á Minnesota Timberwolves í nótt en hann skoraði þá 27 stig eða sjö stigum meira en næsti maður. Þetta var 32. leikurinn í röð sem Isaiah Thomas er stigahæstur hjá Boston-liðinu og aðeins Michael Jordan og Kobe Bryant hafa verið stigahæstir hjá sínu liði í fleiri leikjum í röð. Isaiah Thomas er stutt frá því að ná að komast yfir Kobe Bryant og inn á topp tvö listann með sjálfum Michael Jordan. Jordan er reyndar í í nokkrum sér flokki enda með tvo spretti í efstu tveimur sætunum. Jordan var stigahæstur hjá Chicago Bulls í 66 leikjum í röð 1987-88 tímabilið og í 41 leik í röð tímabilið á undan. Isaiah Thomas þarf að vera stigahæstur í tveimur leikjum í röð til að jafna Kobe Bryant í þriðja sætinu. Bryant var stigahæstur í 34 leikjum í röð hjá Los Angeles Lakers tímabilið 2005-06. Það var margt á móti Isaiah Thomas, hann er aðeins 175 sentímetrar á hæð og var valinn sextugasti í nýliðavalinu 2011. Síðan hefur hann unnið sig upp í að vera einn af bestu leikmönnum deildarinnar. Lykilatriðið var að komast til Boston Celtics en þar hefur strákurinn sprungið út og er nú á góðri leið með að slá stigamet Larry Bird. Hann hefur þegar tekið önnur met hjá félaginu og þetta tímabil hjá Isaiah Thomas því löngu orðið sögulegt í Boston Garden. Isaiah Thomas had 27 Pts tonight to lead the Celtics in outright scoring for the 32nd straight game. He's in elite company, via @EliasSports pic.twitter.com/wmfBBqGoBG— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 16, 2017
NBA Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Sjá meira