Kveður Iðnó eftir sextán ár og er "gjörsamlega slegin“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. mars 2017 13:02 Margrét Rósa Einarsdóttir hefur undanfarin 16 ár haft umsjón með starfsemi Iðnó. Mynd/Aðsend/GVA Margrét Rósa Einarsdóttir hefur undanfarin 16 ár haft umsjón með starfsemi Iðnó. Breyting verður á í haust þegar nýir leigjendur taka við húsinu. Þeir Þórir Bergsson og René Boonkemap munu þá taka við rekstrinum og var það mat þriggja manna matsnefndar sem menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkur samþykkti á fundi á mánudag. Í samtali við Vísi segist Margrét Rósa vera „gjörsamlega slegin.“ „Skýringin sem ég fæ, þetta fer í útboð. Borgin vill meina að allir geti komið að Iðnó og það var meiningin að sá sem myndi bjóða betur, ekki bara peningalega heldur menningarlega, að sá aðili fær húsið. Það verður þriggja manna matsnefnd sem eru ungur maður hjá borginni og tvær konur hjá borginni, sem leggur til hvaða umsókn á að velja,“ segir Margrét. „Þeim líst svona vel á þessa ungu menn sem eru með allt á hreinu hvað þeir ætla að gera. Mér skilst að ég hafi ekki verið nógu vandvirk við að útskýra hvað ég er að gera, eða ætli að gera í Iðnó, ég hafi verið hálf klaufaleg við það. Ég hélt kannski að menn vissu hvað ég hefði staðið fyrir í þessu 16 ár sem ég er búin að vera.“Á allt innvolsið Margrét Rósa hefur haft umsjón með Iðnó frá árínu 2001. „2001 seldi ég Caruso, veitingastað sem ég átti uppi í Bankastræti og keypti mig inn í Iðnó, í veitingareksturinn þar. Síðan verður Leikfélag Íslands gjaldþrota og þá keypti ég af slitastjóra þrotabúið þannig að ég hef keypt mig þarna, borgað mikinn pening fyrir allt sem er þarna inni. Þegar ég fer þá fer allt út sem er inni í húsinu því það er allt í minni eigu,“ segir hún. „Ég bað um að fá útlistanir á þessu og svörin sem ég fæ eru að þeir hafi litið betur út.“ Margrét Rósa greindi vinum og vandamönnum frá niðurstöðunni á mánudag. Þar segist hún vera í sjokki. „Vægast sagt er ég mjög ósátt og skil ekki hvernig hægt er að vísa mér út án þess að gefa mér tækifæri á að verjast. Í Iðnó hefur verið öflugt menningarlíf síðustu 16 ár ásamt því að með mínu fagfólki boðið fyrsta flokks veisluþjónustu,“ skrifar Margrét Rósa. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Elsa Yeoman, formaður menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar, að aldrei hafi verið óánægja með störf Margrétar Rósu. „Ég vil taka það skýrt fram að það var og hefur aldrei verið óánægja með störf Margréta Rósu hún hefur staðið sig einstaklega vel við það að reka Iðnó í þágu mennigar. Við förum eftir settum reglum borgarinna með það að bjóða út reksturinn og allir eiga jafnan aðgang að sækja um. Þetta var hinsvegar tillaga matsnefnar og var samþykkt samhljóma á ráðsfundi Mennigar og ferðamálaráðs.“Facebook færslu Margrétar Rósu má sjá hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Reginn fasteignafélag vildi kaupa Iðnó Þeir Þórir Bergsson og René Boonekamp munu taka við umsjón Iðnó í haust. 15. mars 2017 11:08 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Margrét Rósa Einarsdóttir hefur undanfarin 16 ár haft umsjón með starfsemi Iðnó. Breyting verður á í haust þegar nýir leigjendur taka við húsinu. Þeir Þórir Bergsson og René Boonkemap munu þá taka við rekstrinum og var það mat þriggja manna matsnefndar sem menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkur samþykkti á fundi á mánudag. Í samtali við Vísi segist Margrét Rósa vera „gjörsamlega slegin.“ „Skýringin sem ég fæ, þetta fer í útboð. Borgin vill meina að allir geti komið að Iðnó og það var meiningin að sá sem myndi bjóða betur, ekki bara peningalega heldur menningarlega, að sá aðili fær húsið. Það verður þriggja manna matsnefnd sem eru ungur maður hjá borginni og tvær konur hjá borginni, sem leggur til hvaða umsókn á að velja,“ segir Margrét. „Þeim líst svona vel á þessa ungu menn sem eru með allt á hreinu hvað þeir ætla að gera. Mér skilst að ég hafi ekki verið nógu vandvirk við að útskýra hvað ég er að gera, eða ætli að gera í Iðnó, ég hafi verið hálf klaufaleg við það. Ég hélt kannski að menn vissu hvað ég hefði staðið fyrir í þessu 16 ár sem ég er búin að vera.“Á allt innvolsið Margrét Rósa hefur haft umsjón með Iðnó frá árínu 2001. „2001 seldi ég Caruso, veitingastað sem ég átti uppi í Bankastræti og keypti mig inn í Iðnó, í veitingareksturinn þar. Síðan verður Leikfélag Íslands gjaldþrota og þá keypti ég af slitastjóra þrotabúið þannig að ég hef keypt mig þarna, borgað mikinn pening fyrir allt sem er þarna inni. Þegar ég fer þá fer allt út sem er inni í húsinu því það er allt í minni eigu,“ segir hún. „Ég bað um að fá útlistanir á þessu og svörin sem ég fæ eru að þeir hafi litið betur út.“ Margrét Rósa greindi vinum og vandamönnum frá niðurstöðunni á mánudag. Þar segist hún vera í sjokki. „Vægast sagt er ég mjög ósátt og skil ekki hvernig hægt er að vísa mér út án þess að gefa mér tækifæri á að verjast. Í Iðnó hefur verið öflugt menningarlíf síðustu 16 ár ásamt því að með mínu fagfólki boðið fyrsta flokks veisluþjónustu,“ skrifar Margrét Rósa. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Elsa Yeoman, formaður menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar, að aldrei hafi verið óánægja með störf Margrétar Rósu. „Ég vil taka það skýrt fram að það var og hefur aldrei verið óánægja með störf Margréta Rósu hún hefur staðið sig einstaklega vel við það að reka Iðnó í þágu mennigar. Við förum eftir settum reglum borgarinna með það að bjóða út reksturinn og allir eiga jafnan aðgang að sækja um. Þetta var hinsvegar tillaga matsnefnar og var samþykkt samhljóma á ráðsfundi Mennigar og ferðamálaráðs.“Facebook færslu Margrétar Rósu má sjá hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Reginn fasteignafélag vildi kaupa Iðnó Þeir Þórir Bergsson og René Boonekamp munu taka við umsjón Iðnó í haust. 15. mars 2017 11:08 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Reginn fasteignafélag vildi kaupa Iðnó Þeir Þórir Bergsson og René Boonekamp munu taka við umsjón Iðnó í haust. 15. mars 2017 11:08
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent