Urðu að aflýsa keppninni af því að hjólreiðafólkið fór að fjúka aftur á bak | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2017 07:00 Það var ekkert grín fyrir keppendur í Cape Town City Cycle Tour að komast áfram með hjólin sín. Vísir/EPA Það tókst ekki að krýna sigurvegara í heimsþekktri hjólreiðakeppni í Suður-Afríku um helgina og ástæðan var að keppendur voru hættir að komast eitthvað áfram vegna aðstæðnanna í Höfðaborg. Mótshaldarar tóku þá ákvörðun að flauta keppnina af þegar vindurinn var orðinn svo mikill að hjólreiðafólkið var hætt að komast áfram. Þeir hefðu kannski betur tekið þessa ákvörðun fyrr því án efa settu þeir keppendur í mikla hættu. Þetta var í fertugasta skiptið sem „Cape Town City Cycle Tour“ keppnin er haldin og mótshaldarar þrjóskuðust við að fresta keppninni þrátt fyrir slæma spá. „Cape Town City Cycle Tour“ er fjölmennasta einstaklingshjólreiðakeppni í heimi og það voru því margir erlendir hjólreiðakappar mættir til leiks í Höfðaborg. Alls ætluðu 35 þúsund hjólreiðakappar að taka þátt en aðeins 700 þeirra voru komnir af stað þegar ljóst var að keppnisaðstæðurnar voru orðnar stórhættulegar. Fyrstu menn voru ræstir hálf sjö um morguninn að staðartíma. Því var tekin sú ákvörðun að aflýsa keppninni og kannski sem betur fer. Forráðamenn „Cape Town City Cycle Tour“ keppninnar hafa í framhaldinu gefið það út að þeir eru núna alveg hættir við keppnina í ár og allir sem voru mættir til Höfðaborg komu því í fýluferð. Hjólreiðafólkið fær hvorki aðra keppni né þátttökugjöldin sín endurgreidd. Margir tóku upp vandræði hjólreiðamannanna og það leynir sér ekkert á þeim myndböndum, sem mörg hver má sjá hér fyrir neðan, að það var alvöru rok í Höfðaborginni þennan sunnudag. Watse wind? #capetowncycletour A post shared by ??? (@burgerstorm) on Mar 11, 2017 at 10:30pm PST Aðrar íþróttir Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Körfubolti Fleiri fréttir Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Sjá meira
Það tókst ekki að krýna sigurvegara í heimsþekktri hjólreiðakeppni í Suður-Afríku um helgina og ástæðan var að keppendur voru hættir að komast eitthvað áfram vegna aðstæðnanna í Höfðaborg. Mótshaldarar tóku þá ákvörðun að flauta keppnina af þegar vindurinn var orðinn svo mikill að hjólreiðafólkið var hætt að komast áfram. Þeir hefðu kannski betur tekið þessa ákvörðun fyrr því án efa settu þeir keppendur í mikla hættu. Þetta var í fertugasta skiptið sem „Cape Town City Cycle Tour“ keppnin er haldin og mótshaldarar þrjóskuðust við að fresta keppninni þrátt fyrir slæma spá. „Cape Town City Cycle Tour“ er fjölmennasta einstaklingshjólreiðakeppni í heimi og það voru því margir erlendir hjólreiðakappar mættir til leiks í Höfðaborg. Alls ætluðu 35 þúsund hjólreiðakappar að taka þátt en aðeins 700 þeirra voru komnir af stað þegar ljóst var að keppnisaðstæðurnar voru orðnar stórhættulegar. Fyrstu menn voru ræstir hálf sjö um morguninn að staðartíma. Því var tekin sú ákvörðun að aflýsa keppninni og kannski sem betur fer. Forráðamenn „Cape Town City Cycle Tour“ keppninnar hafa í framhaldinu gefið það út að þeir eru núna alveg hættir við keppnina í ár og allir sem voru mættir til Höfðaborg komu því í fýluferð. Hjólreiðafólkið fær hvorki aðra keppni né þátttökugjöldin sín endurgreidd. Margir tóku upp vandræði hjólreiðamannanna og það leynir sér ekkert á þeim myndböndum, sem mörg hver má sjá hér fyrir neðan, að það var alvöru rok í Höfðaborginni þennan sunnudag. Watse wind? #capetowncycletour A post shared by ??? (@burgerstorm) on Mar 11, 2017 at 10:30pm PST
Aðrar íþróttir Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Körfubolti Fleiri fréttir Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Sjá meira