Sérfræðingar segja gengissveiflur ólíklegar eftir afnám hafta Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. mars 2017 06:00 Að mati sérfræðinga er ólíklegt að afnám hafta muni hafa mikil áhrif á gengi krónunnar eða næstu vaxtaákvörðun Seðlabankans. Bankinn tilkynnir ákvörðun sína næstkomandi miðvikudag. Í dag mun Seðlabanki Íslands setja nýjar reglur sem slaka á gjaldeyrishöftum. Almennt öðlast lög og reglur gildi degi eftir birtingu. Reglurnar aflétta öllum gjaldeyrishöftum sem hægt er að létta án lagabreytinga. Tilkynnt var um aðgerðirnar á blaðamannafundi seðlabankastjóra og forsætis- og fjármálaráðherra í gær. Undanfarnar vikur hefur krónan verið í miklum styrkingarham þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi keypt gjaldeyri fyrir að meðaltali þrjá milljarða á dag. Forðinn er nú rúmlega 800 milljarðar króna og er að stærstum hluta óskuldsettur forði.„Ég hef aldrei viljað spá fyrir um gengi krónunnar,“ segir Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor við Háskólann í Reykjavík. „Ég sé ekki neina ástæðu til að það verði miklar sviptingar í gengi krónunnar á næstunni. Seðlabankinn hefur það nokkuð í hendi sér að vinna á móti sviptingum.“ Friðrik telur ólíklegt að afnám hafta muni hafa áhrif á ákvörðun peningastefnunefndar. „Það er ekki gott að segja til um hvort þetta auki eða minnki líkur á lægri stýrivöxtum. Ég geri ráð fyrir að nefndin taki sína ákvörðun á þriðjudag og þá er í raun of stuttur tími liðinn til að taka þetta með í reikninginn. Það er frekar að þetta hafi áhrif í næstu ákvörðun nefndarinnar,“ segir Friðrik Már. Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, tekur í sama streng. „Við gáfum út okkar spá fyrir helgi. Það stendur að óbreyttir vextir séu líklegastir.“ Að mati Daníels eru gleðitíðindi að höftin hverfi frá og með morgundeginum enda hafi þess lengi verið beðið. Stærsta skrefið hafi verið stigið um síðustu áramót. „Ég vildi óska að ég gæti sagt til um hvaða áhrif þetta hefur á gengið,“ segir Daníel. „Lífeyrissjóðirnir hafa ekki nýtt sér heimildirnar að fullu sem þeir hafa og ekki útlit fyrir að þeir muni rjúka út við þessi tíðindi. Ef það verða einhverjar sveiflur þá verða þær sennilega minniháttar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Kaupa 90 milljarða aflandskróna Tilkynnt hefur verið um samkomulag á milli Seðlabankans og eigenda aflandskróna í tengslum við afnám gjaldeyrishafta. 12. mars 2017 14:20 Gjaldeyrishöft afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum. 12. mars 2017 14:07 „Kjöraðstæður til þess að afnema höftin“ Gjaldeyrishöftum verður aflétt á þriðjudaginn næstkomandi. 12. mars 2017 20:16 Mest lesið Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Að mati sérfræðinga er ólíklegt að afnám hafta muni hafa mikil áhrif á gengi krónunnar eða næstu vaxtaákvörðun Seðlabankans. Bankinn tilkynnir ákvörðun sína næstkomandi miðvikudag. Í dag mun Seðlabanki Íslands setja nýjar reglur sem slaka á gjaldeyrishöftum. Almennt öðlast lög og reglur gildi degi eftir birtingu. Reglurnar aflétta öllum gjaldeyrishöftum sem hægt er að létta án lagabreytinga. Tilkynnt var um aðgerðirnar á blaðamannafundi seðlabankastjóra og forsætis- og fjármálaráðherra í gær. Undanfarnar vikur hefur krónan verið í miklum styrkingarham þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi keypt gjaldeyri fyrir að meðaltali þrjá milljarða á dag. Forðinn er nú rúmlega 800 milljarðar króna og er að stærstum hluta óskuldsettur forði.„Ég hef aldrei viljað spá fyrir um gengi krónunnar,“ segir Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor við Háskólann í Reykjavík. „Ég sé ekki neina ástæðu til að það verði miklar sviptingar í gengi krónunnar á næstunni. Seðlabankinn hefur það nokkuð í hendi sér að vinna á móti sviptingum.“ Friðrik telur ólíklegt að afnám hafta muni hafa áhrif á ákvörðun peningastefnunefndar. „Það er ekki gott að segja til um hvort þetta auki eða minnki líkur á lægri stýrivöxtum. Ég geri ráð fyrir að nefndin taki sína ákvörðun á þriðjudag og þá er í raun of stuttur tími liðinn til að taka þetta með í reikninginn. Það er frekar að þetta hafi áhrif í næstu ákvörðun nefndarinnar,“ segir Friðrik Már. Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, tekur í sama streng. „Við gáfum út okkar spá fyrir helgi. Það stendur að óbreyttir vextir séu líklegastir.“ Að mati Daníels eru gleðitíðindi að höftin hverfi frá og með morgundeginum enda hafi þess lengi verið beðið. Stærsta skrefið hafi verið stigið um síðustu áramót. „Ég vildi óska að ég gæti sagt til um hvaða áhrif þetta hefur á gengið,“ segir Daníel. „Lífeyrissjóðirnir hafa ekki nýtt sér heimildirnar að fullu sem þeir hafa og ekki útlit fyrir að þeir muni rjúka út við þessi tíðindi. Ef það verða einhverjar sveiflur þá verða þær sennilega minniháttar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Kaupa 90 milljarða aflandskróna Tilkynnt hefur verið um samkomulag á milli Seðlabankans og eigenda aflandskróna í tengslum við afnám gjaldeyrishafta. 12. mars 2017 14:20 Gjaldeyrishöft afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum. 12. mars 2017 14:07 „Kjöraðstæður til þess að afnema höftin“ Gjaldeyrishöftum verður aflétt á þriðjudaginn næstkomandi. 12. mars 2017 20:16 Mest lesið Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Kaupa 90 milljarða aflandskróna Tilkynnt hefur verið um samkomulag á milli Seðlabankans og eigenda aflandskróna í tengslum við afnám gjaldeyrishafta. 12. mars 2017 14:20
Gjaldeyrishöft afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum. 12. mars 2017 14:07
„Kjöraðstæður til þess að afnema höftin“ Gjaldeyrishöftum verður aflétt á þriðjudaginn næstkomandi. 12. mars 2017 20:16