Dónakallar og reiðar konur til vandræða Guðný Hrönn skrifar 28. mars 2017 09:30 Margrét Erla Maack hefur oft orðið fyrir áreitni í vinnunni. Vísir/Eyþór Að verða fyrir áreitni af ýmsu tagi er ömurlegur partur af starfi skemmtikrafta að sögn Margrétar Erlu Maack. Salka Sól sagði frá áreitni á Twitter um helgina og Margrét Erla hefur lent í svipuðu. Söngkonan Salka Sól Eyfeld var á laugardagskvöldið áreitt af gesti á árshátíð Icelandair sem fram fór í Laugardalshöll. Salka greindi frá áreitninni á Twitter og viðbrögðin létu ekki á sér standa enda virðast margir skemmtikraftar og fólk almennt hafa lent í álíka atvikum. Plötusnúðurinn og skemmtikrafturinn Margrét Erla Maack er ein þeirra. Margrét hefur starfað sem plötusnúður og skemmtikraftur í rúman áratug og snemma á ferlinum áttaði hún sig á að áreitni af ýmsum toga af hálfu drukkinna einstaklinga væri partur af starfinu. „Þetta er alveg helmingur af þeim giggum sem ég tek, þá lendi ég í einhvers konar káfi, áreitni eða óviðeigandi athugasemdum,“ segir Margrét.Kostar meira ef dónakall abbast upp á hana „Í langan tíma tók ég ekki plötusnúðagigg ein, ég fór sem sagt alltaf í fylgd með karlkyns plötusnúð,“ útskýrir Margrét. Hún segir það hafa verið bölvað vesen. „Já, það er vesen. Og maður fær auðvitað minna borgað því það þurfa tveir að deila laununum. En núna þegar ég er ráðin þá segi ég oft í gríni: „Ég kosta þetta en ef það kemur dónakall þá er það 30.000 krónur auka.“ Þá eru allir meðvitaðir um hver staðan er.“ Margrét segir algeng viðbrögð fólks við „dónaköllum“ eins og hún kýs að kalla þá að fólk reyni að þagga umræðuna niður. „Maður hefur oft lent í því að fólk segir: „Æi, hann er bara alltaf svona. Það vita það allir.“ Þannig að má hann þetta bara? Af því að allir vita það?“ spyr Margrét. Hún segir líklegast að um einhverja meðvirkni sé að ræða, þegar fólk bregst svona við. „Ég hef verið á samkomu þar sem hópur af stelpum var búinn að sammælast um að taka fimm mínútur af dónakallinum. Þannig að ef hann mætti þá myndu þær hjálpast að við að hafa ofan af honum, svo hann væri ekki að éta einhverja eina alveg upp. Í staðinn fyrir að stoppa hann bara alveg af og mögulega banna honum að mæta.“ Þess má geta að fyrir um tíu árum var Margrét Erla ráðin sem plötusnúður á árshátíð Icelandair og lenti þá í svipuðu atviki og Salka Sól um síðustu helgi. Það sem kom Margréti helst á óvart voru viðbrögð talsmanna fyrirtækisins þegar hún bloggaði um atvikið, án þess þó að nafngreina manninn sem áreitti hana. „Ég skrifaði á bloggið mitt eitthvað álíka: „Var að taka ógeðslega skemmtilegt gigg, allir í rosa stuði, en eins og gengur og gerist var einn dónakall sem var ógeðslega leiðinlegur og skemmdi fyrir öllum hinum.“ Þá fékk ég símtal frá Icelandair og mér var sagt að manneskja sem væri ráðin af fyrirtækinu ætti ekki að haga sér svona o.s.frv. Ég hélt náttúrulega að það væri verið að tala um hann. En svo áttaði ég á mig að það var verið að tala um mig. Mér var sagt að taka bloggfærsluna út og mér var hótað að ég yrði aldrei ráðin aftur. Ég vona heitt og innilega að Salka Sól fái afsökunarbeiðni, að hún fái ekki sama skít og ég fékk á sínum tíma.“Reiðar miðaldra konur líka vandamál Margrét Erla skrifaði á sínum tíma pistil um áreitni sem hún hefur orðið fyrir, m.a. í vinnunni sem skemmtikraftur. Margt fólk í svipaðri vinnu brást við og hafði svipaða sögu að segja. „Til dæmis, þegar maður er að dj-a, þá ertu fastur á bak við borð og kemst ekkert í burtu. Þú getur ekkert hlaupið í burtu og ákveðið að fara heim, því þú ert bara ráðin til klukkan eitthvað x,“ segir Margrét sem hefur orðið vör við að karlkyns skemmtikraftar verði líka fyrir áreitni í vinnunni.Reiðar konur verða oft á vegi Atla Viðars í starfi hans sem plötusnúður.Plötusnúðurinn Atli Viðar Þorsteinsson, gjarnan kallaður Atli Kanill, kannast við það. „Ég lendi sjaldnast í einhverju kynferðislegu, fyrir utan eina konu á Thorvaldsen sem kleif yfir pottaplöntu og upp á pall til að geta klipið í rassinn á mér,“ útskýrir Atli sem verður oftar fyrir barðinu á reiðum konum í vinnunni. „Á árshátíðum og fínni skemmtistöðum leynist oftar en ekki ein virkilega reið kona um fertugt. Þær eru fínt klæddar og þær krefjast þess að þú spilir öll lögin sem þær biðja um. Ef þú gerir það ekki þá verða þær reiðar, alveg svakalega reiðar og láta jafnvel fingur renna yfir háls eins og þær séu að fremja sjálfsmorð úr leiðindum. Ég var með um 250 manns dansandi um daginn, fullur salur, fyrir utan eina konu um fertugt sem öskraði á mig að spila eitthvað „mainstream“ sem allir fíla því það væri enginn að dansa. Lagið sem ég var að spila á þeim tímapunkti var 9 to 5 með Dolly Parton. Önnur sturlaðist af reiði þegar hún heyrði í Aron Can. Það komu tár.“ „Konurnar virðast frekar leyfa sér að verða reiðar við okkur karlkyns plötusnúðana, karlmennirnir láta sjaldnast á sér bera og þetta gerist aldrei á skemmtistöðum og samkomum yngra fólksins. Ég tek fram að langflestir gestir eru komnir til að skemmta sér og gera það af krafti, en það virðist alltaf leynast þessi eina reiða, fulla frænka í hópnum og þá er plötusnúðurinn hentugasta skotmarkið,“ segir Atli. Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Að verða fyrir áreitni af ýmsu tagi er ömurlegur partur af starfi skemmtikrafta að sögn Margrétar Erlu Maack. Salka Sól sagði frá áreitni á Twitter um helgina og Margrét Erla hefur lent í svipuðu. Söngkonan Salka Sól Eyfeld var á laugardagskvöldið áreitt af gesti á árshátíð Icelandair sem fram fór í Laugardalshöll. Salka greindi frá áreitninni á Twitter og viðbrögðin létu ekki á sér standa enda virðast margir skemmtikraftar og fólk almennt hafa lent í álíka atvikum. Plötusnúðurinn og skemmtikrafturinn Margrét Erla Maack er ein þeirra. Margrét hefur starfað sem plötusnúður og skemmtikraftur í rúman áratug og snemma á ferlinum áttaði hún sig á að áreitni af ýmsum toga af hálfu drukkinna einstaklinga væri partur af starfinu. „Þetta er alveg helmingur af þeim giggum sem ég tek, þá lendi ég í einhvers konar káfi, áreitni eða óviðeigandi athugasemdum,“ segir Margrét.Kostar meira ef dónakall abbast upp á hana „Í langan tíma tók ég ekki plötusnúðagigg ein, ég fór sem sagt alltaf í fylgd með karlkyns plötusnúð,“ útskýrir Margrét. Hún segir það hafa verið bölvað vesen. „Já, það er vesen. Og maður fær auðvitað minna borgað því það þurfa tveir að deila laununum. En núna þegar ég er ráðin þá segi ég oft í gríni: „Ég kosta þetta en ef það kemur dónakall þá er það 30.000 krónur auka.“ Þá eru allir meðvitaðir um hver staðan er.“ Margrét segir algeng viðbrögð fólks við „dónaköllum“ eins og hún kýs að kalla þá að fólk reyni að þagga umræðuna niður. „Maður hefur oft lent í því að fólk segir: „Æi, hann er bara alltaf svona. Það vita það allir.“ Þannig að má hann þetta bara? Af því að allir vita það?“ spyr Margrét. Hún segir líklegast að um einhverja meðvirkni sé að ræða, þegar fólk bregst svona við. „Ég hef verið á samkomu þar sem hópur af stelpum var búinn að sammælast um að taka fimm mínútur af dónakallinum. Þannig að ef hann mætti þá myndu þær hjálpast að við að hafa ofan af honum, svo hann væri ekki að éta einhverja eina alveg upp. Í staðinn fyrir að stoppa hann bara alveg af og mögulega banna honum að mæta.“ Þess má geta að fyrir um tíu árum var Margrét Erla ráðin sem plötusnúður á árshátíð Icelandair og lenti þá í svipuðu atviki og Salka Sól um síðustu helgi. Það sem kom Margréti helst á óvart voru viðbrögð talsmanna fyrirtækisins þegar hún bloggaði um atvikið, án þess þó að nafngreina manninn sem áreitti hana. „Ég skrifaði á bloggið mitt eitthvað álíka: „Var að taka ógeðslega skemmtilegt gigg, allir í rosa stuði, en eins og gengur og gerist var einn dónakall sem var ógeðslega leiðinlegur og skemmdi fyrir öllum hinum.“ Þá fékk ég símtal frá Icelandair og mér var sagt að manneskja sem væri ráðin af fyrirtækinu ætti ekki að haga sér svona o.s.frv. Ég hélt náttúrulega að það væri verið að tala um hann. En svo áttaði ég á mig að það var verið að tala um mig. Mér var sagt að taka bloggfærsluna út og mér var hótað að ég yrði aldrei ráðin aftur. Ég vona heitt og innilega að Salka Sól fái afsökunarbeiðni, að hún fái ekki sama skít og ég fékk á sínum tíma.“Reiðar miðaldra konur líka vandamál Margrét Erla skrifaði á sínum tíma pistil um áreitni sem hún hefur orðið fyrir, m.a. í vinnunni sem skemmtikraftur. Margt fólk í svipaðri vinnu brást við og hafði svipaða sögu að segja. „Til dæmis, þegar maður er að dj-a, þá ertu fastur á bak við borð og kemst ekkert í burtu. Þú getur ekkert hlaupið í burtu og ákveðið að fara heim, því þú ert bara ráðin til klukkan eitthvað x,“ segir Margrét sem hefur orðið vör við að karlkyns skemmtikraftar verði líka fyrir áreitni í vinnunni.Reiðar konur verða oft á vegi Atla Viðars í starfi hans sem plötusnúður.Plötusnúðurinn Atli Viðar Þorsteinsson, gjarnan kallaður Atli Kanill, kannast við það. „Ég lendi sjaldnast í einhverju kynferðislegu, fyrir utan eina konu á Thorvaldsen sem kleif yfir pottaplöntu og upp á pall til að geta klipið í rassinn á mér,“ útskýrir Atli sem verður oftar fyrir barðinu á reiðum konum í vinnunni. „Á árshátíðum og fínni skemmtistöðum leynist oftar en ekki ein virkilega reið kona um fertugt. Þær eru fínt klæddar og þær krefjast þess að þú spilir öll lögin sem þær biðja um. Ef þú gerir það ekki þá verða þær reiðar, alveg svakalega reiðar og láta jafnvel fingur renna yfir háls eins og þær séu að fremja sjálfsmorð úr leiðindum. Ég var með um 250 manns dansandi um daginn, fullur salur, fyrir utan eina konu um fertugt sem öskraði á mig að spila eitthvað „mainstream“ sem allir fíla því það væri enginn að dansa. Lagið sem ég var að spila á þeim tímapunkti var 9 to 5 með Dolly Parton. Önnur sturlaðist af reiði þegar hún heyrði í Aron Can. Það komu tár.“ „Konurnar virðast frekar leyfa sér að verða reiðar við okkur karlkyns plötusnúðana, karlmennirnir láta sjaldnast á sér bera og þetta gerist aldrei á skemmtistöðum og samkomum yngra fólksins. Ég tek fram að langflestir gestir eru komnir til að skemmta sér og gera það af krafti, en það virðist alltaf leynast þessi eina reiða, fulla frænka í hópnum og þá er plötusnúðurinn hentugasta skotmarkið,“ segir Atli.
Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira