Sjötíu stig Booker dugðu Phoenix ekki til í Boston | Úrslit kvöldsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. mars 2017 11:15 Booker átti stórleik í nótt. Vísir/Getty Þrátt fyrir að hafa fengið sjötíu stig frá ungstirninu Devin Booker þurfti Phoenix Suns að sætta sig við tíu stiga tap 130-120 gegn Boston Celtics í TD Garden í nótt. Booker sem er aðeins tuttugu ára gamall bætti með því félagsmet Phoenix Suns og varð um leið sjötti leikmaðurinn sem nær þessum áfanga. Er hann því í flokki með mönnum á borð við Wilt Chamberlain, Kobe Bryant, Elgin Baylor, David Robinson og David Thompson. Lék hann 44 mínútur í gær og tók 40 skot í leiknum ásamt því að gefa sex stoðsendingar en þrátt fyrir það leiddi Boston frá upphafi til enda í leik sem áhorfendur fengu nóg fyrir peninginn. Í liði Boston dreifðist stigaskorunin vel en bakvörðurinn knái Isaiah Thomas var stigahæstur í liði heimamanna með 34 stig. Fyrr um kvöldið var LeBron James aðeins einu frákasti frá elleftu þreföldu tvennu tímabilsins í sjö stiga sigri á New Orleans Pelicans en Cleveland-menn svöruðu heldur betur fyrir eina verstu varnarframmistöðu liðsins í langan tíma gegn Denver Nuggets í leiknum þar á undan. Cleveland náði forskotinu í upphafi annars leikhluta og með góðu framlagi frá meðreiðasveinum James náðu gestirnir frá Cleveland að innbyrða sigurinn og halda í toppsæti Austurdeildarinnar þegar skammt er eftir af tímabilinu. Þá vann Los Angeles Lakers sjaldséðan sigur er liðið tók á móti Minnesota Timberwolves í Staples Center en heimamenn í Lakers náðu að knýja fram framlengingu með góðum lokasprett og voru með töluverða yfirburði í framlengingunni.Úrslit gærkvöldsins: Washington Wizards 129-108 Brooklyn Nets Charlotte Hornets 105-112 Cleveland Cavaliers Orlando Magic 115-87 Detroit Pistons Indiana Pacers 117-125 Denver Nuggets Boston Celtics 130-120 Phoenix Suns Chicago Bulls 107-117 Philadelphia 76ers Milwaukee Bucks 100-97 Atlanta Hawks Houston Rockets 117-107 New Orleans Pelicans Los Angeles Lakers 130-119 Minnesota Timberwolves Golden State Warriors 114-100 Sacramento KingsHelstu tilþrif kvöldsins: Stórkostleg frammistaða Booker: Clarkson var flottur í sigri Lakers NBA Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Mætast strax aftur eftir skiptingu „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa fengið sjötíu stig frá ungstirninu Devin Booker þurfti Phoenix Suns að sætta sig við tíu stiga tap 130-120 gegn Boston Celtics í TD Garden í nótt. Booker sem er aðeins tuttugu ára gamall bætti með því félagsmet Phoenix Suns og varð um leið sjötti leikmaðurinn sem nær þessum áfanga. Er hann því í flokki með mönnum á borð við Wilt Chamberlain, Kobe Bryant, Elgin Baylor, David Robinson og David Thompson. Lék hann 44 mínútur í gær og tók 40 skot í leiknum ásamt því að gefa sex stoðsendingar en þrátt fyrir það leiddi Boston frá upphafi til enda í leik sem áhorfendur fengu nóg fyrir peninginn. Í liði Boston dreifðist stigaskorunin vel en bakvörðurinn knái Isaiah Thomas var stigahæstur í liði heimamanna með 34 stig. Fyrr um kvöldið var LeBron James aðeins einu frákasti frá elleftu þreföldu tvennu tímabilsins í sjö stiga sigri á New Orleans Pelicans en Cleveland-menn svöruðu heldur betur fyrir eina verstu varnarframmistöðu liðsins í langan tíma gegn Denver Nuggets í leiknum þar á undan. Cleveland náði forskotinu í upphafi annars leikhluta og með góðu framlagi frá meðreiðasveinum James náðu gestirnir frá Cleveland að innbyrða sigurinn og halda í toppsæti Austurdeildarinnar þegar skammt er eftir af tímabilinu. Þá vann Los Angeles Lakers sjaldséðan sigur er liðið tók á móti Minnesota Timberwolves í Staples Center en heimamenn í Lakers náðu að knýja fram framlengingu með góðum lokasprett og voru með töluverða yfirburði í framlengingunni.Úrslit gærkvöldsins: Washington Wizards 129-108 Brooklyn Nets Charlotte Hornets 105-112 Cleveland Cavaliers Orlando Magic 115-87 Detroit Pistons Indiana Pacers 117-125 Denver Nuggets Boston Celtics 130-120 Phoenix Suns Chicago Bulls 107-117 Philadelphia 76ers Milwaukee Bucks 100-97 Atlanta Hawks Houston Rockets 117-107 New Orleans Pelicans Los Angeles Lakers 130-119 Minnesota Timberwolves Golden State Warriors 114-100 Sacramento KingsHelstu tilþrif kvöldsins: Stórkostleg frammistaða Booker: Clarkson var flottur í sigri Lakers
NBA Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Mætast strax aftur eftir skiptingu „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Sjá meira