Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - Keflavík 59-74 | Keflavík jafnaði eftir frábæran sigur í Fjósinu Anton Ingi Leifsson í Borgarnesi skrifar 2. apríl 2017 21:30 Keflavíkurkonur voru frábærar í Borgarnesi í kvöld. Vísir/Andri Marinó Bikarmeistarar Keflavíkur eru búnar að jafna metin á móti Skallagrími í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna í körfubolta eftir frábæran fimmtán stiga sigur í Fjósinu í Borgarnesi í kvöld, 74-59. Keflavík var sterkari aðilinn í Fjósinu í kvöld og Keflavíkurstelpurnar ætluðu ekki að lenda 2-0 undir. Staðan í hálfleik var 35-30. Nú er Keflavík komið aftur með heimavallarréttinn í einvíginu. Liðin mætast aftur í Keflavík á fimmtudag, en það er ljóst að þau munu þurfa að koma aftur og spila hér í Fjósinu. Thelma Dís Ágústsdóttir átti frábæran fyrir Keflavík leik og skoraði 20 stig í kvöld. Hún fór á kostum í seinni hálfleiknum. Ariana Moorer var með þrennu með 16 stig, 18 fráköst og 11 stoðsendingar. Fyrsti leikhlutinn var afar jafn og bæði lið voru að gera klaufaleg mistök; hitta ekki auðveldum skotum undir körfunni, slakar sendingar og einfaldlega missa boltann útaf. Það er spurning hvort að það hafi verið eitthvað stress í leikmönnum, en staðan eftir fyrsta leikhlutann var jöfn 15-15. Ariana Moorer var komin með fleiri stig eftir ellefu mínútur og átta sekúndur í þessum leik heldur en í öllum síðasta leik. Hún dró vagninn og sér í lagi þegar Keflavík breytti stöðunni úr 19-18 í 19-29. Þá héldu einhverjir að gestirnir myndu stinga af, en Borgnesingar voru ekki af baki dottnir og náðu að minnka muninn í fimm stig fyrir hlé, 35-30. Keflavík tók aftur góðan sprett um miðjan þriðja leikhluta og jók muninn í tólf stig, 32-44, með algjörlega frábærri vörn og gífurlegri baráttu. Sóknarleikurinn var ekki ýkja fagur, en Keflavík leiddi með ellefu stigum þegar þriðja leikhluta var lokið, 41-52. Í síðasta leikhlutanum náði Skallagrímur smá áhlaupi en díselvéin, þetta kraftmikla Keflavíkurlið, steig bara enn meira á gjöfina með Sverri vel lifandi á bekknum. Þær sigldu nokkuð þægilegum sigri í höfn að endanum en unnu svo sannarlega fyrir þessu. Lokatölur 59-74.Afhverju vann Keflavík? Algjör liðssigur hjá Keflavík. Sex leikmenn skoruðu sex stig eða meira og þar af fór hin unga og efnilega Thelma Dís Ágústsdóttir á kostum en hún skoraði 20 stig. Keflavík tók einnig 22 sóknarfráköst og það munar heldur betur um það í svona jöfnum leik eins og þessi var framan af. Það vantaði fleiri í lið Skallagríms sem voru að leggja eitthvað í púkkinn eins og Keflavík gerði í kvöld. Tavelyn skoraði 29 stig, en næsta kom með níu. Það er ekki nægilega öflugt og svo þarf Skallagrímur að verða betri í frákastabaráttunni.Bestu menn vallarins Thelma Dís Ágústsdóttir var algjörlega geggjuð í liði Keflavíkur. Hún setti niður sjö skot innan vítateigs og tvo mikilvæga þrista þegar mikið á reyndi. Hún og Ariana Moorer voru fremstar í jöfnu liði Keflavíkur, en Ariana endaði með 34 framlagspunkta; átján fráköst, ellefu stoðsendingar og 16 stig. Hjá heimastúlkum var það aðallega Tavelyn Tillman sem reyndist vera klár í bátana með einhverju móti, en hún skoraði 29 stig. Hún var hins vegar ekki með nema 40% hittni úr teignum, en af og til reyndi hún einfaldlega of mikið í stað að gefa á félagana eins og Moorer gerði í kvöld.Tölfræðin sem vakti athygli Keflavík tók 22 sóknarfráköst, eins og kom fram fyrr í umfjölluninni, en Skallagrímur tók einungis 12 sóknarfráköst. Frákastabaráttan féll Skallagrím í vil í þessum leik, en einnig að Skallagrímur hafi einungis hitt úr tveimur af sautján þriggja stiga skotum sínum vekur óneitanlega athygli.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Skallagríms hefur oft verið betri. Það var lítið flæði í sóknarleiknum og Tillman reyndi of mikið að þjösnast í gegnum ein í staðin fyrir að láta boltann ganga betur og finna opnara færi. Skallagrím gekk einnig illa á að stöðva Keflavík þegar þær komust á skrið og létu dómarana fara of mikið í taugarnar á sér á tímapunkti. Heimastúlkur þurfa að mæta grimmari í leikinn á fimmtudag þegar liðin mætast aftur í Keflavík, en liðin hafa skipst á að vinna frákastabaráttuna; Skallagrímur vann hana í Keflavík og nú vinnur Keflavík hana í Fjósinu. Það lið sem virðist vinna þessa baráttu er í ansi góðum málum ef marka má þessa fyrstu tvo leiki í einvíginu.Skallagrímur-Keflavík 59-74 (15-15, 15-20, 11-17, 18-22)Skallagrímur: Tavelyn Tillman 29/7 fráköst, Fanney Lind Thomas 9, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 9/8 fráköst/6 stoðsendingar, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 6, Gunnhildur Lind Hansdóttir 2, Kristrún Sigurjónsdóttir 2/6 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 2/5 fráköst.Keflavík: Thelma Dís Ágústsdóttir 20/6 fráköst, Ariana Moorer 16/18 fráköst/11 stoðsendingar, Erna Hákonardóttir 11, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 9, Þóranna Kika Hodge-Carr 7, Birna Valgerður Benónýsdóttir 6, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 3/9 fráköst, Elsa Albertsdóttir 2.Sverrir Þór: Hún á að vera svona góð „Baráttan var til fyrirmyndar. Við fráköstuðum vel og við vorum virkilega flottar í sókninni. Við vorum að taka af skarið og skila góðum körfum,” sagði ánægður Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, í samtali við íþróttadeild 365 í leikslok. „Þetta var flott, en nú er staðan bara 1-1 og þetta er úrslitakeppnin. Nú þurfum við að fara huga að næsta leik og gera okkur klárar í hann. Við þurfum að gera allt upp á nýtt þá,” en Sverrir var sammála blaðamanni að um liðssigur hafi verið að ræða í kvöld: „Ég var virkilega mjög ánægður með þær sem komu við sögu hérna í kvöld, en þetta verður barningur. Við erum að mæta hörkuliði Skallagríms og þetta er bara rétt að byrja.” Ariana Moorer skoraði einungis átta stig í fyrsta leiknum, en í kvöld steig hún heldur betur upp og átti frábæran leik. „Hún á að vera svona góð, en hún á ekki að gera allt. Hún á að stjórna sókninni, taka af skarið og halda hinum leikmönnunum opnum. Hún er virkilega góður leikmaður,” sagði Sverrir og hélt áfram að hrósa Moorer: „Hún var ekki þannig í síðasta leik, en það geta alar átt slæman dag. Hún var virkilega góð í kvöld og við þurfum á henni að halda í þessum gír,” sagði Sverrir sem er ánægður að þurfa koma aftur í Borgarnes: „Það er gaman að spila í Borgarnesi. Það er stemning hérna og það er hörkuáhorfendur hér eins og í Keflavík. Þær eru með hörkulið og þetta er bara gaman. Við eigum pottþétt eftir að mætast tvisvar,” sagði Sverrir að lokum.Manuel: Eigum leik eftir hér fyrir framan okkar stuðningsmenn „Ég vissi að þetta yrði mjög erfiður leikur og þessi sería verður erfið því Keflavík er mjög gott lið,” sagði Manuel Angel Rodriguez, þjálfari Skallagríms, svekktur í samtali við Vísi í leikslok. „Keflavík tók 22 sóknarfráköst og það er mjög erfitt að vinna leiki þegar þetta er þannig.2 Manuel var ekki viss um að það væri eitthvað stress í sínum stelpum, en þær voru oft á tíðum að gera ansi klaufaleg mistök í sínum sóknarleik. „Ég veit ekki. Keflavík er öflugt lið. Í fyrsta leiknum vorum við að taka fráköstin og hitta, en ekki í kvöld. Einungis Tavelyn skoraði meira en tíu stig, Fanney og Sigrún voru með níu og aðrir minna.” Manuel segir að það jákvæða sé að liðin munu aftur mætast í Borgarnesi, en fyrst mætast liðin í Keflavík á fimmtudag. „Þegar við unnum í Keflavík var ljóst að við myndum spila tvo leiki í Borgarnesi. Það er áfram þannig og við förum í Keflavík, en eigum einn leik eftir hér fyrir framan okkar stuðningsmenn,” sagði Manuel að lokum.Erna: Til hamingju með daginn „Við sýndum hvað við getum hérna í kvöld. Við löguðum hlutina sem við gerðum illa í fyrsta leiknum og gerðum þá vel í kvöld,” sagði Erna Hákonardóttir, fyrirliði Keflavíkur, í samtali við Vísi í leikslok. „Hún stjórnar leiknum frá A til Ö og þegar hún spilar vel þá spilar liðið vel,” sagði Erna aðspurð út í frammistöðu Ariana Moorer í kvöld, en Ariana var frábær og stjórnaði liði Keflavíkur eins og herforingi. „Hérna sýndum við allar okkar bestu hliðar og við munum mæta tilbúnar í næsta leik.” „Það er gaman að spila í Borgarnesi. Það er alltaf góð stemning hérna,” sagði Erna áður en hún fékk að kasta inn kveðju undir lok viðtalsins: „Mig langaði að kasta kveðju á tengdapabba minn sem er fimmtugur í dag. Til hamingju með daginn!” sagði sigurreif Erna að lokum.Tweets by @Visirkarfa3 Dominos-deild kvenna Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira
Bikarmeistarar Keflavíkur eru búnar að jafna metin á móti Skallagrími í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna í körfubolta eftir frábæran fimmtán stiga sigur í Fjósinu í Borgarnesi í kvöld, 74-59. Keflavík var sterkari aðilinn í Fjósinu í kvöld og Keflavíkurstelpurnar ætluðu ekki að lenda 2-0 undir. Staðan í hálfleik var 35-30. Nú er Keflavík komið aftur með heimavallarréttinn í einvíginu. Liðin mætast aftur í Keflavík á fimmtudag, en það er ljóst að þau munu þurfa að koma aftur og spila hér í Fjósinu. Thelma Dís Ágústsdóttir átti frábæran fyrir Keflavík leik og skoraði 20 stig í kvöld. Hún fór á kostum í seinni hálfleiknum. Ariana Moorer var með þrennu með 16 stig, 18 fráköst og 11 stoðsendingar. Fyrsti leikhlutinn var afar jafn og bæði lið voru að gera klaufaleg mistök; hitta ekki auðveldum skotum undir körfunni, slakar sendingar og einfaldlega missa boltann útaf. Það er spurning hvort að það hafi verið eitthvað stress í leikmönnum, en staðan eftir fyrsta leikhlutann var jöfn 15-15. Ariana Moorer var komin með fleiri stig eftir ellefu mínútur og átta sekúndur í þessum leik heldur en í öllum síðasta leik. Hún dró vagninn og sér í lagi þegar Keflavík breytti stöðunni úr 19-18 í 19-29. Þá héldu einhverjir að gestirnir myndu stinga af, en Borgnesingar voru ekki af baki dottnir og náðu að minnka muninn í fimm stig fyrir hlé, 35-30. Keflavík tók aftur góðan sprett um miðjan þriðja leikhluta og jók muninn í tólf stig, 32-44, með algjörlega frábærri vörn og gífurlegri baráttu. Sóknarleikurinn var ekki ýkja fagur, en Keflavík leiddi með ellefu stigum þegar þriðja leikhluta var lokið, 41-52. Í síðasta leikhlutanum náði Skallagrímur smá áhlaupi en díselvéin, þetta kraftmikla Keflavíkurlið, steig bara enn meira á gjöfina með Sverri vel lifandi á bekknum. Þær sigldu nokkuð þægilegum sigri í höfn að endanum en unnu svo sannarlega fyrir þessu. Lokatölur 59-74.Afhverju vann Keflavík? Algjör liðssigur hjá Keflavík. Sex leikmenn skoruðu sex stig eða meira og þar af fór hin unga og efnilega Thelma Dís Ágústsdóttir á kostum en hún skoraði 20 stig. Keflavík tók einnig 22 sóknarfráköst og það munar heldur betur um það í svona jöfnum leik eins og þessi var framan af. Það vantaði fleiri í lið Skallagríms sem voru að leggja eitthvað í púkkinn eins og Keflavík gerði í kvöld. Tavelyn skoraði 29 stig, en næsta kom með níu. Það er ekki nægilega öflugt og svo þarf Skallagrímur að verða betri í frákastabaráttunni.Bestu menn vallarins Thelma Dís Ágústsdóttir var algjörlega geggjuð í liði Keflavíkur. Hún setti niður sjö skot innan vítateigs og tvo mikilvæga þrista þegar mikið á reyndi. Hún og Ariana Moorer voru fremstar í jöfnu liði Keflavíkur, en Ariana endaði með 34 framlagspunkta; átján fráköst, ellefu stoðsendingar og 16 stig. Hjá heimastúlkum var það aðallega Tavelyn Tillman sem reyndist vera klár í bátana með einhverju móti, en hún skoraði 29 stig. Hún var hins vegar ekki með nema 40% hittni úr teignum, en af og til reyndi hún einfaldlega of mikið í stað að gefa á félagana eins og Moorer gerði í kvöld.Tölfræðin sem vakti athygli Keflavík tók 22 sóknarfráköst, eins og kom fram fyrr í umfjölluninni, en Skallagrímur tók einungis 12 sóknarfráköst. Frákastabaráttan féll Skallagrím í vil í þessum leik, en einnig að Skallagrímur hafi einungis hitt úr tveimur af sautján þriggja stiga skotum sínum vekur óneitanlega athygli.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Skallagríms hefur oft verið betri. Það var lítið flæði í sóknarleiknum og Tillman reyndi of mikið að þjösnast í gegnum ein í staðin fyrir að láta boltann ganga betur og finna opnara færi. Skallagrím gekk einnig illa á að stöðva Keflavík þegar þær komust á skrið og létu dómarana fara of mikið í taugarnar á sér á tímapunkti. Heimastúlkur þurfa að mæta grimmari í leikinn á fimmtudag þegar liðin mætast aftur í Keflavík, en liðin hafa skipst á að vinna frákastabaráttuna; Skallagrímur vann hana í Keflavík og nú vinnur Keflavík hana í Fjósinu. Það lið sem virðist vinna þessa baráttu er í ansi góðum málum ef marka má þessa fyrstu tvo leiki í einvíginu.Skallagrímur-Keflavík 59-74 (15-15, 15-20, 11-17, 18-22)Skallagrímur: Tavelyn Tillman 29/7 fráköst, Fanney Lind Thomas 9, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 9/8 fráköst/6 stoðsendingar, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 6, Gunnhildur Lind Hansdóttir 2, Kristrún Sigurjónsdóttir 2/6 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 2/5 fráköst.Keflavík: Thelma Dís Ágústsdóttir 20/6 fráköst, Ariana Moorer 16/18 fráköst/11 stoðsendingar, Erna Hákonardóttir 11, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 9, Þóranna Kika Hodge-Carr 7, Birna Valgerður Benónýsdóttir 6, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 3/9 fráköst, Elsa Albertsdóttir 2.Sverrir Þór: Hún á að vera svona góð „Baráttan var til fyrirmyndar. Við fráköstuðum vel og við vorum virkilega flottar í sókninni. Við vorum að taka af skarið og skila góðum körfum,” sagði ánægður Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, í samtali við íþróttadeild 365 í leikslok. „Þetta var flott, en nú er staðan bara 1-1 og þetta er úrslitakeppnin. Nú þurfum við að fara huga að næsta leik og gera okkur klárar í hann. Við þurfum að gera allt upp á nýtt þá,” en Sverrir var sammála blaðamanni að um liðssigur hafi verið að ræða í kvöld: „Ég var virkilega mjög ánægður með þær sem komu við sögu hérna í kvöld, en þetta verður barningur. Við erum að mæta hörkuliði Skallagríms og þetta er bara rétt að byrja.” Ariana Moorer skoraði einungis átta stig í fyrsta leiknum, en í kvöld steig hún heldur betur upp og átti frábæran leik. „Hún á að vera svona góð, en hún á ekki að gera allt. Hún á að stjórna sókninni, taka af skarið og halda hinum leikmönnunum opnum. Hún er virkilega góður leikmaður,” sagði Sverrir og hélt áfram að hrósa Moorer: „Hún var ekki þannig í síðasta leik, en það geta alar átt slæman dag. Hún var virkilega góð í kvöld og við þurfum á henni að halda í þessum gír,” sagði Sverrir sem er ánægður að þurfa koma aftur í Borgarnes: „Það er gaman að spila í Borgarnesi. Það er stemning hérna og það er hörkuáhorfendur hér eins og í Keflavík. Þær eru með hörkulið og þetta er bara gaman. Við eigum pottþétt eftir að mætast tvisvar,” sagði Sverrir að lokum.Manuel: Eigum leik eftir hér fyrir framan okkar stuðningsmenn „Ég vissi að þetta yrði mjög erfiður leikur og þessi sería verður erfið því Keflavík er mjög gott lið,” sagði Manuel Angel Rodriguez, þjálfari Skallagríms, svekktur í samtali við Vísi í leikslok. „Keflavík tók 22 sóknarfráköst og það er mjög erfitt að vinna leiki þegar þetta er þannig.2 Manuel var ekki viss um að það væri eitthvað stress í sínum stelpum, en þær voru oft á tíðum að gera ansi klaufaleg mistök í sínum sóknarleik. „Ég veit ekki. Keflavík er öflugt lið. Í fyrsta leiknum vorum við að taka fráköstin og hitta, en ekki í kvöld. Einungis Tavelyn skoraði meira en tíu stig, Fanney og Sigrún voru með níu og aðrir minna.” Manuel segir að það jákvæða sé að liðin munu aftur mætast í Borgarnesi, en fyrst mætast liðin í Keflavík á fimmtudag. „Þegar við unnum í Keflavík var ljóst að við myndum spila tvo leiki í Borgarnesi. Það er áfram þannig og við förum í Keflavík, en eigum einn leik eftir hér fyrir framan okkar stuðningsmenn,” sagði Manuel að lokum.Erna: Til hamingju með daginn „Við sýndum hvað við getum hérna í kvöld. Við löguðum hlutina sem við gerðum illa í fyrsta leiknum og gerðum þá vel í kvöld,” sagði Erna Hákonardóttir, fyrirliði Keflavíkur, í samtali við Vísi í leikslok. „Hún stjórnar leiknum frá A til Ö og þegar hún spilar vel þá spilar liðið vel,” sagði Erna aðspurð út í frammistöðu Ariana Moorer í kvöld, en Ariana var frábær og stjórnaði liði Keflavíkur eins og herforingi. „Hérna sýndum við allar okkar bestu hliðar og við munum mæta tilbúnar í næsta leik.” „Það er gaman að spila í Borgarnesi. Það er alltaf góð stemning hérna,” sagði Erna áður en hún fékk að kasta inn kveðju undir lok viðtalsins: „Mig langaði að kasta kveðju á tengdapabba minn sem er fimmtugur í dag. Til hamingju með daginn!” sagði sigurreif Erna að lokum.Tweets by @Visirkarfa3
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira