Löngufjörur skópu þörf fyrir reiðhöll Kristján Már Unnarsson skrifar 31. mars 2017 12:30 Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. Frétt Stöðvar 2 um reiðhöllina, með viðtali við Agnar Gestsson, bónda á Lýsuhóli, má sjá hér að ofan. Hestaleigan Snæhestar hefur verið rekin á Lýsuhóli í Staðarsveit í yfir þrjátíu ár. Hjónin Jóhanna Ásgeirsdóttir og Agnar Gestsson hafa undanfarinn aldarfjórðung lifað á ferðamennsku í kringum hestinn. Síðastliðið sumar réðust þau í það stórvirki að reisa reiðhöll, en gólfflötur salarins er 20 sinnum 45 metrar. „Það vantaði náttúrlega bara betri inniaðstöðu,“ segir Agnar. „Við erum bæði með hestaleigu og hestaferðir og það er mjög gott að geta byrjað oft hér innim – kennt fólki og leiðbeint, og ríða svo bara beint út í kjölfarið.“ Á efri hæð verður veitingasalur þaðan sem gestir geta fylgst með sýningum. Þau fá rútur í heimsókn í hádegissnarl og geta þá notað höllina til að sýna og fræða um hestinn. „Það er alltaf vinsælt. Það kemur mikið af fólki inn sem vill bara fá að sjá hestinn og fá að klappa.“ Þau bjóða jafnframt upp á gistingu í níu sumarhúsum og reiðleiðirnar eru ekki langt undan: „Það eru Löngufjörur, sem eru náttúrlega vinsælasta reiðleið á Íslandi, held ég. Við lifum á því sko, meira og minna,“ segir Agnar.Bóndasonurinn Þórarinn Helgi Agnarsson ríður einum af um sextíu hestum sem þjóna gestum Lýsuhóls.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Sonur þeirra og dóttir koma einnig að rekstrinum en til viðbótar við fjölskylduna býst Agnar við að hafa fjóra starfsmenn í sumar og síðan tvo næsta vetur. -Er alltaf sami áhuginn á íslenska hestinum? „Ég held að hann sé bara að aukast. Það er bara þannig. Enda er þetta besti hesturinn,“ svarar Agnar og segir hestinn vel kynntan erlendis. Nánar verður fjallað um ferðaþjónustuna undir Jökli í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 á mánudagskvöld. Hér má sjá myndskeið úr þættinum. Hestar Snæfellsbær Um land allt Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. Frétt Stöðvar 2 um reiðhöllina, með viðtali við Agnar Gestsson, bónda á Lýsuhóli, má sjá hér að ofan. Hestaleigan Snæhestar hefur verið rekin á Lýsuhóli í Staðarsveit í yfir þrjátíu ár. Hjónin Jóhanna Ásgeirsdóttir og Agnar Gestsson hafa undanfarinn aldarfjórðung lifað á ferðamennsku í kringum hestinn. Síðastliðið sumar réðust þau í það stórvirki að reisa reiðhöll, en gólfflötur salarins er 20 sinnum 45 metrar. „Það vantaði náttúrlega bara betri inniaðstöðu,“ segir Agnar. „Við erum bæði með hestaleigu og hestaferðir og það er mjög gott að geta byrjað oft hér innim – kennt fólki og leiðbeint, og ríða svo bara beint út í kjölfarið.“ Á efri hæð verður veitingasalur þaðan sem gestir geta fylgst með sýningum. Þau fá rútur í heimsókn í hádegissnarl og geta þá notað höllina til að sýna og fræða um hestinn. „Það er alltaf vinsælt. Það kemur mikið af fólki inn sem vill bara fá að sjá hestinn og fá að klappa.“ Þau bjóða jafnframt upp á gistingu í níu sumarhúsum og reiðleiðirnar eru ekki langt undan: „Það eru Löngufjörur, sem eru náttúrlega vinsælasta reiðleið á Íslandi, held ég. Við lifum á því sko, meira og minna,“ segir Agnar.Bóndasonurinn Þórarinn Helgi Agnarsson ríður einum af um sextíu hestum sem þjóna gestum Lýsuhóls.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Sonur þeirra og dóttir koma einnig að rekstrinum en til viðbótar við fjölskylduna býst Agnar við að hafa fjóra starfsmenn í sumar og síðan tvo næsta vetur. -Er alltaf sami áhuginn á íslenska hestinum? „Ég held að hann sé bara að aukast. Það er bara þannig. Enda er þetta besti hesturinn,“ svarar Agnar og segir hestinn vel kynntan erlendis. Nánar verður fjallað um ferðaþjónustuna undir Jökli í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 á mánudagskvöld. Hér má sjá myndskeið úr þættinum.
Hestar Snæfellsbær Um land allt Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira