Snæfellsbær

Fréttamynd

Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda

Rúta valt út af veginum á Fróðárheiði á Snæfellsnesi og voru tveir farþegar fluttir með þyrlu á Landspítalann en restin fóru með rútu inn í Ólafsvík þar sem búið er að opna fjöldahjálparmiðstöð. Á sama tíma var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna veikinda við Seljalandsfoss. 

Innlent
Fréttamynd

Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna rútuslyss á Fróðárheiði á Snæfellsnesi. Lögregla, sjúkralið og björgunarsveitir hafa verið kallaðar á vettvang. 

Innlent
Fréttamynd

Rukka fyrir stæðin í þjóð­garðinum

Sérstök bílastæðagjöld verða tekin upp í Snæfellsjökulsþjóðgarði næsta sumar. Tekjurnar eru sögð munu breyta rekstrarumhverfi þjóðgarðsins og nýtast til að standa kostnað af þjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Skrúfan ó­virk eftir að hafa siglt á rekald

Áhöfn björgunarskipsins Bjargar á Snæfellsnesi var kölluð út um 20:30 í gærkvöldi vegna lítils fiskibáts sem var í vandræðum. Báturinn hafi siglt á rekald í sjónum með þeim afleiðingum að skrúfan varð óvirk þó að vélin sjálf gengi.

Innlent
Fréttamynd

Myndir: Dýrðar­dagur á Snæ­fells­nesi

Tvö skemmtiferðaskip komu við í Grundarfirði í gær og iðaði bærinn af lífi. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis var á Snæfellsnesi í gær með myndavélina á lofti og festi mannlífið á filmu. 

Lífið
Fréttamynd

Ís­klumpur féll á ferða­mann

Maður lenti undir ísklumpi við Rauðfeldsgjá í morgun. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út en henni hefur nú verið snúið við. Betur fór en á horfðist í fyrstu.

Innlent
Fréttamynd

Sinubruni í Staðarsveit á Snæ­fells­nesi

Eldur kviknaði í sinu í nágrenni eyðibýlisins Haga í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Slökkviliðsmenn frá Snæfellsbæ og Grundafirði eru komnir á vettvang og slökkvilið Stykkishólms er á leiðinni.

Innlent
Fréttamynd

Snurvoðarbátur lenti í vanda við Melrakkaey

Upp úr klukkan hálf níu í morgun var áhöfn björgunaskipsins Björg á Rifi kölluð út vegna snurvoðarbáts sem hafði misst vélarafl. Báturinn var þá vestur af Melrakkaey fyrir utan Grundarfjörð. Einnig var áhöfn á björgunarbátnum Reyni frá Grundarfirði kölluð út.

Innlent
Fréttamynd

Fjöl­breytt verk­efni hjá björgunar­sveitum í dag

Björgunarsveitarfólk hafði í nógu að snúast í dag og þurfti að fara í margskonar útköll. Koma þurfti áhöfn smábáts til aðstoðar undan ströndum Snæfellsness og þar að auki þurfti að koma göngumanni til aðstoðar við gönguleiðina upp að Glym. Þá barst einnig tilkynning um slys á vélsleða við Háskerðing, norðan Mýrdalsjökuls.

Innlent
Fréttamynd

Ferða­manni bjargað af flæði­skeri

Björgunarsveitarmenn frá Lífsbjörg í Snæfellsbæ björguðu undir kvöld ferðamanni af flæðiskeri á sunnaverðu Snæfellsnesi. Maðurinn var fastur á skeri undan ströndum Ytri Tungu og var honum bjargað á síðustu stundu.

Innlent
Fréttamynd

Tvær ferðamannarútur fuku út af veginum

Tvær litlar ferðamannarútur, með tuttugu farþega innanborðs, fuku af Útnesvegi utarlega á Snæfellsnesi í kvöld. Björgunarsveitir höfðu nóg að gera í kuldanum í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Máli Jóns Páls gegn Víkingi Ólafs­vík vísað frá

Landsréttur hefur úrskurðað að vísa máli knattspyrnuþjálfarans Jóns Páls Pálmasonar gegn Knattspyrnudeild Víkings Ólafsvíkur frá héraðsdómi. Héraðsdómur hafði áður sýknað deildina af kröfu Jóns Páls, en hann hafði krafið félagið um 26 milljónir króna auk dráttarvaxta.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gamla fjárréttin í Ólafs­vík hefur verið endurhlaðin

Guðrún Tryggvadóttir í Ólafsvík lætur ekki deigan síga þegar kemur að endurhleðslu fjárréttanna á staðnum því hún hefur stýrt þar átaksverkefni við að gera réttina upp með því að endurhlaða hana úr grjóti. Guðrún hvetur bæjarbúa að taka að sér einn og einn dilk í réttinni til að sjá um þannig að sómi verði af.

Innlent
Fréttamynd

Vatnshellir á Snæ­fells­nesi nýtur mikilla vin­sælda

Ferðir í Vatnshelli á Snæfellsnesi með ferðamenn hafa heldur betur slegið í gegn því það eru farnar sextán ferðir á dag þegar mest er að gera. Um er að ræða tvö hundruð metra langan hraunhelli þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja.

Innlent
Fréttamynd

Cross­fitæði á Snæ­fells­nesi

Crossfitæði hefur gripið um sig í Snæfellsbæ en ungar konur á staðnum setti upp stöð á Rifi, sem hefur algjörlega slegið í gegn. Vinsælast er þegar æfingarnar fara fram við bryggju staðarins með bátana og sjóinn við hlið líkamsræktartækjanna.

Lífið
Fréttamynd

Íbúum Snæfellsbæjar fjölgar smátt og smátt

Íbúum Snæfellsbæjar er smátt og smátt að fjölga en vandamálið þar eins og svo víða í öðrum sveitarfélögum úti á landi er vöntun á húsnæði fyrir nýja íbúa. Þá hefur fjöldi ferðamanna í Snæfellsbæ sjaldan eða aldrei verið eins mikill og í sumar og haust.

Innlent
Fréttamynd

Kvóti frá Reykja­nes­bæ til Ólafs­víkur

Út­gerðar­fé­lagið Steinunn ehf. hefur lagt grunn að auknum um­svifum sínum í Ólafs­vík með kaupum á fisk­veiði­heimildum sem nema ríf­lega hundrað þorsk­í­gildis­tonnum af Salt­veri ehf. í Reykja­nes­bæ fyrir um 300 milljónir króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Magnaður listamaður í Ólafsvík

Þrátt fyrir að Vagn Ingólfsson í Ólafsvík sé alveg ólærður þegar kemur að því að skapa listaverk úr tré þá hefur hann náð ótrúlegri færni í listsköpun sinni.

Lífið