Lindex á Íslandi hefur ákveðið að lækka verð í verslunum sínum um allt að 24 prósent vegna styrkingar krónunnar en verðlækkunin nemur 11 prósentum að meðaltali.
Í tilkynningu frá Lindex segir að íslenska krónan hafi undanfarið styrkst gagnvart flestum erlendum gjaldmiðlum ásamt því að nokkur stöðugleiki sé kominn með tilkomu fljótandi gengisviðskipta með íslensku krónuna.
„Undanfarnar vikur hefur verið skoðað sérstaklega áhrif þess að krónan var sett á flot í fyrsta sinn í tæp tíu ár. Í ljósi þessara breytinga er sérlega skemmtilegt að geta skilað þessari búbót til okkar viðskiptavina. Við munum nú, sem endranær, kappkosta að bjóða okkar vörur á sem hagkvæmasta verði og leitum stöðugt leiða til að ná því fram,“ er haft eftir Lóu Dagbjört Kristjánsdóttur, umboðsaðila Lindex á Íslandi í tilkynningu.
Lindex lækkar verð vegna styrkingar krónunnar
Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar

Mest lesið


Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung
Viðskipti innlent

Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli
Viðskipti erlent


Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni
Viðskipti innlent

Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn
Viðskipti erlent

Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur
Viðskipti erlent


Fátt rökrétt við lækkanirnar
Viðskipti innlent

Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða
Viðskipti erlent