Mesta seinkunin nam fjórum klukkutímum en allt tiltækt starfsfólk Keflavíkurflugvallar var kallað til, þar að auki þeir sem voru á frívakt, til að aðstoða við að rýma Flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar málið uppgötvaðist, en senda þurfti þrjú þúsund farþega í gegnum vopnaleit. Þegar mest var voru rúmlega 300 starfsmenn sem tóku þátt í þessari aðgerð.
Thousands of us stranded at @kefairport due to a security breach. Not going to make the connection! #Thissucks pic.twitter.com/4NLAdFOFbk
— Rick Crandall (@rc1430) March 29, 2017
Farþegarnir frá Grænlandi voru í Dash 8 Q200 flugvél frá Bombardier, sem tekur 37 farþega, sem hafði flogið með þá frá Nuuk til Keflavíkur. Vélin lenti um þrjú leytið í gær en um 45 mínútum síðar uppgötvaðist að farþegunum hafði verið ekið að röngu landgönguhliði, sem þýddi að þeir fóru ekki í gegnum vopnaleit líkt og til stóð. Farþegarnir dreifðust þar með um flugstöðina en þegar mistökin voru ljós þurfti að hafa samráð við öll flugfélögin á vellinum og önnur fyrirtæki sem eru með starfsemi þar til að ákveða næstu skref.
Still waiting @kefairport poorly organized. Glad there was no danger it would not have been good. pic.twitter.com/3m53i8m4mJ
— Tony Cronin (@TonyJCronin) March 29, 2017
Airport security doing their best to move passengers @kefairport pic.twitter.com/JBtoNXdyUh
— Thinh Nguyen (@ThinhNguyen007) March 29, 2017
Ferlið allt saman tók um fjóra klukkutíma, sem þýðir að vopnaleitinni var lokið um klukkan átta í gærkvöldi, en fyrsta vélin fór frá Keflavíkurflugvelli um þremur tímum eftir að flugstöðin var rýmd.
I would never make a news correspondent. But while I'm here, here's a pic of the very well mannered crowd @kefairport @crossingculture pic.twitter.com/fsX4OqFMv0
— Rachel Yates (@expatlifeline) March 29, 2017
Guðni segir Isavia ætla að læra af þessum mistökum og skoða hvernig er hægt að bæta verklagið þegar kemur að rýmingu flugstöðvarinnar.
Very bad situation @kefairport pic.twitter.com/tOpwHpsThI
— Retno Suprabasasi (@retna_nunung) March 29, 2017
Guðni staðfestir að margar kvartanir hafi borist vegna þessa og að Isavia muni fara í það að bæta kallkerfið í innritunarsal. Starfsfólk hafi þurft að standa í tröppum og öskra yfir farþegahópinn til að koma upplýsingum til skila.
Fun at @kefairport apparently their PA system is not working as they have staff running around the airport yelling out flights. Wow. pic.twitter.com/f0Dt8kuOBY
— Tony Cronin (@TonyJCronin) March 29, 2017
@kefairport you need to work on getting better at this. pic.twitter.com/GAlYUfNoVx
— (@twong328) March 29, 2017
Brjáluð stemmning @kefairport Tek minn ofan fyrir starfsfólki @isavia og farþegum. Allir rólegir pic.twitter.com/B98RVpWRqa
— Felix Bergsson (@FelixBergsson) March 29, 2017