Sif Atla: Shooter er heitasti sjónvarpsþátturinn hjá íslensku stelpunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2017 13:00 Sif Atladóttir. Mynd/Fésbókarsíða KSÍ Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur vináttuleik gegn Slóvakíu í dag. Leikurinn fer fram í Senec í Slóvakíu og hefst klukkan 15.00 að íslenskum tíma. Óskar Örn Guðbrandsson, fjölmiðlafulltrúi íslenska liðsins, tók Sif Atladóttur í viðtal fyrir leikinn. Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari leggur upp með að setja kraft í sóknarleikinn í dag en slóvenska liðið er mjög öflugt í skyndisóknum og þar reynir á Sif og stelpurnar í íslensku vörninni. „Við erum búnar að eiga tvær mjög góðar æfingar og erum búnar að fara mikið yfir sóknarleikinn. Það er mikil áhersla á hann í leiknum,“ sagði Sif Atladóttir í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands. „Þetta er mikið til upprifjun og Freyr kemur svo inn með áhersluatriði inn í liðið. Við erum að reyna að bæta okkur frá leik til leiks og frá æfingu til æfingu. Þetta er því mikið til endurtekningar en maður verður betri eftir því sem maður kemst betur inn í svona hluti,“ sagði Sif en hvað vita íslensku stelpurnar um slóvakíska liðið? „Við vitum að þær eru góðar í skyndisóknum og mjög sterkar í föstum leikatriðrum. Það verður mjög spennandi að takast á við föst leikatriði og skyndisóknirnar,“ sagði Sif. Óskar Örn spurði Sif um hvað væri í gangi hjá liðinu á bak við tjöldin þegar liðið er ekki á æfingum eða í leikjum. „Það er svolítið gott og blandað. Við ræðum mikið þætti og hverjir séu heitustu þættirnir. Núna er það Shooter. Ég hef ekki horft á hann sjálf og er því spennt fyrir honum. Ég ætla að láta það bíða af því að ég tilheyi lærdómshópnum. Við erum ansi margar sem erum að læra eða að undirbúa okkur fyrir háskólanám. Við söfnum okkur saman á þessum fallegu dögunum til að mótivera okkur til að læra. Það eru lokapróf framundan,“ sagði Sif. Það eru tíu ár síðan að Sif Atladóttir spilaði sinn fyrsta landsleik og næsti landsleikur verður númer sextíu. „Það er mjög spennandi. 60 landsleikir er þvílíkt afrek og er ógeðslega stolt af því. Það er mikið búið að gerast og breytast á þessum tíu árum. Mér finnst æðislegt að fá að vera hér ennþá og sýnir það hvað er geðveikt að spila fyrir Ísland,“ sagði Sif. Hverjar eru stærstu breytingarnar á þessum tíma? „Þetta verður alltaf meiri og meiri fagmennska. Við verðum alltaf stærri og stærri, það verður stærri umgjörð og meiri fagmennska í skipulaginu. Því meiri sem þetta þróast í þá átt því betur getum við sinnt okkar starfi inn á vellinum og gert þjóðina stoltari og okkur sjálfar stoltar,“ sagði Sif. Það styttist í Evrópumótið í Hollandi og Sif lýst vel á stöðu mála í undirbúningnum. „Þetta er einstakur hópur og það verður ótrúlega gaman að halda áfram okkar vegferð þó að við verðum í sitthverju landinu að undirbúa okkur. Þetta verður spennandi sumar og ég hlakka til að mæta til Hollands og sjá alla í bláu treyjunum,“ sagði Sif. Það má sjá allt spjallið við Sif í spilaranum hér fyrir neðan. EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur vináttuleik gegn Slóvakíu í dag. Leikurinn fer fram í Senec í Slóvakíu og hefst klukkan 15.00 að íslenskum tíma. Óskar Örn Guðbrandsson, fjölmiðlafulltrúi íslenska liðsins, tók Sif Atladóttur í viðtal fyrir leikinn. Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari leggur upp með að setja kraft í sóknarleikinn í dag en slóvenska liðið er mjög öflugt í skyndisóknum og þar reynir á Sif og stelpurnar í íslensku vörninni. „Við erum búnar að eiga tvær mjög góðar æfingar og erum búnar að fara mikið yfir sóknarleikinn. Það er mikil áhersla á hann í leiknum,“ sagði Sif Atladóttir í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands. „Þetta er mikið til upprifjun og Freyr kemur svo inn með áhersluatriði inn í liðið. Við erum að reyna að bæta okkur frá leik til leiks og frá æfingu til æfingu. Þetta er því mikið til endurtekningar en maður verður betri eftir því sem maður kemst betur inn í svona hluti,“ sagði Sif en hvað vita íslensku stelpurnar um slóvakíska liðið? „Við vitum að þær eru góðar í skyndisóknum og mjög sterkar í föstum leikatriðrum. Það verður mjög spennandi að takast á við föst leikatriði og skyndisóknirnar,“ sagði Sif. Óskar Örn spurði Sif um hvað væri í gangi hjá liðinu á bak við tjöldin þegar liðið er ekki á æfingum eða í leikjum. „Það er svolítið gott og blandað. Við ræðum mikið þætti og hverjir séu heitustu þættirnir. Núna er það Shooter. Ég hef ekki horft á hann sjálf og er því spennt fyrir honum. Ég ætla að láta það bíða af því að ég tilheyi lærdómshópnum. Við erum ansi margar sem erum að læra eða að undirbúa okkur fyrir háskólanám. Við söfnum okkur saman á þessum fallegu dögunum til að mótivera okkur til að læra. Það eru lokapróf framundan,“ sagði Sif. Það eru tíu ár síðan að Sif Atladóttir spilaði sinn fyrsta landsleik og næsti landsleikur verður númer sextíu. „Það er mjög spennandi. 60 landsleikir er þvílíkt afrek og er ógeðslega stolt af því. Það er mikið búið að gerast og breytast á þessum tíu árum. Mér finnst æðislegt að fá að vera hér ennþá og sýnir það hvað er geðveikt að spila fyrir Ísland,“ sagði Sif. Hverjar eru stærstu breytingarnar á þessum tíma? „Þetta verður alltaf meiri og meiri fagmennska. Við verðum alltaf stærri og stærri, það verður stærri umgjörð og meiri fagmennska í skipulaginu. Því meiri sem þetta þróast í þá átt því betur getum við sinnt okkar starfi inn á vellinum og gert þjóðina stoltari og okkur sjálfar stoltar,“ sagði Sif. Það styttist í Evrópumótið í Hollandi og Sif lýst vel á stöðu mála í undirbúningnum. „Þetta er einstakur hópur og það verður ótrúlega gaman að halda áfram okkar vegferð þó að við verðum í sitthverju landinu að undirbúa okkur. Þetta verður spennandi sumar og ég hlakka til að mæta til Hollands og sjá alla í bláu treyjunum,“ sagði Sif. Það má sjá allt spjallið við Sif í spilaranum hér fyrir neðan.
EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð