Antonio Conte sá fyrsti sem nær tvennunni á móti Guardiola Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2017 15:00 Pep Guardiola og Antonio Conte í gær. Vísir/Getty Pep Guardiola kynntist í gærkvöldi tvennu sem hann hafði aldrei áður upplifað á knattspyrnustjóraferlinum sínum. Bæði tímamótin segja samt kannski meira um frábæran árangur hans sem stjóra frekar en annað. Það er allavega ljóst að tímabilið með Manchester City hefur verið enginn dans á rósum fyrir spænska stjórann sem hefur hingað til unnið 21 titil með stórliðum Barcelona og Bayern München. Pep Guardiola horfði í gærkvöldi upp á sína menn í Manchester City tapa 2-1 á móti toppliði Chelsea. Með því varð Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, fyrstur til að vinna báða leikina á móti liði Guardiola á einu tímabili. Þetta er áttunda tímabil Guardiola sem knattspyrnustjóra og hann hafði alltaf náð í stig á móti öllum liðum deildarinnar. Chelsea vann hinsvegar báða leikina þar af fyrri leikinn 3-1 á heimavelli Manchester City. Guardiola varð ennfremur að sætta sig við sjötta deildartap sinna manna á tímabilinu og það hefur heldur aldrei gerst áður á hans stjóraferli með Barcelona, Bayern München og nú Manchester City. Guardiola hafði mest áður tapað fimm deildarleikjum á einu tímabili en það gerðist á fyrsta tímabili hans með Barcelona 2008-09 og á öðru tímabili hans með Bayern München 2014-15. Hér fyrir neðan má sjá tapleiki liða undir stjórn Pep Guardiola í deildarkeppninni og eins og sjá má þá er þetta nú ekki mjög langur listi.Stjóraferill Pep Guardiola og tapleikirnir í deildinniBarcelona 2008-09 - 5 1-0 á útivelli á móti Numancia 1-2 á heimavelli á móti Espanyol 4-3 á útivelli á móti Atlético Madrid 2-1 á útivelli á móti Mallorca 1-0 á heimavelli á móti OsasunaBarcelona 2009-10 - 1 2-1 á útivelli á móti Atlético MadridBarcelona 2010-11 - 2 2-0 á heimavelli á móti Hércules 2-1 á útivelli á móti Real SociedadBarcelona 2011-12 - 3 1-0 á útivelli á móti Getafe 3-2 á útivelli á móti Osasuna 2-1 á heimavelli á móti Real MadridBayern München 2013-14 - 2 1-0 á útivelli á móti Augsburg 3-0 á heimavelli á móti Borussia DortmundBayern München 2014-15 - 5 4-1 á útivelli á móti Wolfsburg 2-0 á heimavelli á móti Borussia Mönchengladbach 2-0 á útivelli á móti Bayer Leverkusen 1-0 á heimavelli á móti Augsburg 2-1 á útivelli á móti FreiburgBayern München 2015-16 - 2 3-1 á útivelli á móti Borussia Mönchengladbach 2-1 á heimavelli á móti Mainz 05Manchester City 2016-17 - 6 2-0 á útivelli á móti Tottenham 3-1 á heimavelli á móti Chelsea 4-2 á útivelli á móti Leicester 1-0 á útivelli á móti Liverpool 4-0 á útivelli á móti Everton 2-1 á útivelli á móti Chelsea#OJOALDATO - El Chelsea es el primer rival que le gana dos partidos de liga en una misma temporada a un club entrenado por Pep Guardiola.— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) April 5, 2017 Enski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira
Pep Guardiola kynntist í gærkvöldi tvennu sem hann hafði aldrei áður upplifað á knattspyrnustjóraferlinum sínum. Bæði tímamótin segja samt kannski meira um frábæran árangur hans sem stjóra frekar en annað. Það er allavega ljóst að tímabilið með Manchester City hefur verið enginn dans á rósum fyrir spænska stjórann sem hefur hingað til unnið 21 titil með stórliðum Barcelona og Bayern München. Pep Guardiola horfði í gærkvöldi upp á sína menn í Manchester City tapa 2-1 á móti toppliði Chelsea. Með því varð Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, fyrstur til að vinna báða leikina á móti liði Guardiola á einu tímabili. Þetta er áttunda tímabil Guardiola sem knattspyrnustjóra og hann hafði alltaf náð í stig á móti öllum liðum deildarinnar. Chelsea vann hinsvegar báða leikina þar af fyrri leikinn 3-1 á heimavelli Manchester City. Guardiola varð ennfremur að sætta sig við sjötta deildartap sinna manna á tímabilinu og það hefur heldur aldrei gerst áður á hans stjóraferli með Barcelona, Bayern München og nú Manchester City. Guardiola hafði mest áður tapað fimm deildarleikjum á einu tímabili en það gerðist á fyrsta tímabili hans með Barcelona 2008-09 og á öðru tímabili hans með Bayern München 2014-15. Hér fyrir neðan má sjá tapleiki liða undir stjórn Pep Guardiola í deildarkeppninni og eins og sjá má þá er þetta nú ekki mjög langur listi.Stjóraferill Pep Guardiola og tapleikirnir í deildinniBarcelona 2008-09 - 5 1-0 á útivelli á móti Numancia 1-2 á heimavelli á móti Espanyol 4-3 á útivelli á móti Atlético Madrid 2-1 á útivelli á móti Mallorca 1-0 á heimavelli á móti OsasunaBarcelona 2009-10 - 1 2-1 á útivelli á móti Atlético MadridBarcelona 2010-11 - 2 2-0 á heimavelli á móti Hércules 2-1 á útivelli á móti Real SociedadBarcelona 2011-12 - 3 1-0 á útivelli á móti Getafe 3-2 á útivelli á móti Osasuna 2-1 á heimavelli á móti Real MadridBayern München 2013-14 - 2 1-0 á útivelli á móti Augsburg 3-0 á heimavelli á móti Borussia DortmundBayern München 2014-15 - 5 4-1 á útivelli á móti Wolfsburg 2-0 á heimavelli á móti Borussia Mönchengladbach 2-0 á útivelli á móti Bayer Leverkusen 1-0 á heimavelli á móti Augsburg 2-1 á útivelli á móti FreiburgBayern München 2015-16 - 2 3-1 á útivelli á móti Borussia Mönchengladbach 2-1 á heimavelli á móti Mainz 05Manchester City 2016-17 - 6 2-0 á útivelli á móti Tottenham 3-1 á heimavelli á móti Chelsea 4-2 á útivelli á móti Leicester 1-0 á útivelli á móti Liverpool 4-0 á útivelli á móti Everton 2-1 á útivelli á móti Chelsea#OJOALDATO - El Chelsea es el primer rival que le gana dos partidos de liga en una misma temporada a un club entrenado por Pep Guardiola.— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) April 5, 2017
Enski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira