Hafa borgaryfirvöld sagt sitt síðasta orð um Iðnó? Ögmundur Jónasson skrifar 6. apríl 2017 07:00 Iðnó í Reykjavík hefur í eitt hundrað og tuttugu ár verið menningarhús Reykvíkinga, verkalýðshús, leikhús, listasmiðja leikhúsfólks, samkomuhús fyrir aðskiljanlega viðburði, ráðstefnustaður, fundarstaður, veitingastaður, veislustaður, erfidrykkjustaður, fermingarveislustaður, allt þetta, og alltaf opið okkur öllum. Ég hef reynslu af Iðnó svo lengi sem ég man eftir mér, fyrst náttúrlega sem leikhúsgestur og hin síðari ár sem þátttakandi í viðburðum innan veggja Iðnó. Í Hruninu voru oft líflegir umræðufundir í Iðnó. Ég hef reynslu af því að skipuleggja fundi þar sem ráðherra, þingmaður og sem einstaklingur á eigin vegum án þess að tilheyra tilteknum hópi. Og í stuttu máli þá er reynsla mín af Iðnó góð. Þess vegna sperrti ég eyrun þegar ég frétti að til stæði að borgin segði upp samningi við núverandi rekstraraðila og leitaði á ný mið. Ég varð mér úti um tilboð þeirra sem vilja taka að sér reksturinn. Mér skilst að Reykjavíkurborg sækist eftir hærri leigutekjum og fengi þær ef tilboði yrði tekið. En hvað kynni að glatast með því? Hefur þeirri spurningu verið svarað? Hækkar þá leiga til þeirra sem, iðulega af vanefnum, efna til funda eða nýta sér húsið, hópa leiklistarfólks til dæmis, mannréttindahópa eða þeirra sem boða til almennra umræðufunda? Eða er ætlunin að annars konar starfsemi fari fram í húsinu en hingað til? Ef svo er, þá á sú umræða að fara fram opinberlega því hún er í eðli sínu pólitísk, fjallar um tilgang og markmið. Greinargerð þeirra sem vilja taka að sér reksturinn á Iðnó er sérkennileg lesning, eins konar auglýsingabæklingur þar sem mikið er gert úr fagmannlegum nefndum og ráðum en án þess að maður verði nokkru nær um hvað raunverulega kæmi til með að breytast, annað en meint fagmennska sem samkvæmt mínum gæðastuðli hefur verið til fyrirmyndar í Iðnó – að ónefndri lipurð og ljúfmennsku. Eitt er nokkuð ljóst. Einfaldara verður það ekki fyrir okkur sem höfum staðið fyrir fundum í Iðnó að þurfa að skríða í gegnum nálarauga innlendra og erlendra fagmanna sem dæmi um það hvort við séum húsum hæf: „Utanaðkomandi hópar eða samtök geta sótt um að halda viðburði í gegn um ákveðið umsóknarferli. Óháð valnefnd mun meta umsóknir og gera tillögur um úthlutun á þriggja mánaða fresti. Umsóknir verða metnar á grundvelli gæða, fjölbreytileika, gildi og hvort þær hæfi húsnæðinu. Um opna viðburði munum við eiga náið samstarf við innlenda og alþjóðlega aðila.“ Þessi texti úr tilboðinu segir sína sögu. En hafa borgaryfirvöld sagt sitt síðasta orð, telja þau sig ekki þurfa að skýra betur út fyrir okkur kjósendum hvað fyrir þeim vakir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ögmundur Jónasson Tengdar fréttir Kveður Iðnó eftir sextán ár og er "gjörsamlega slegin“ Margrét Rósa Einarsdóttir hefur undanfarin 16 ár haft umsjón með starfsemi Iðnó. Breyting verður á í haust þegar nýir leigjendur taka við húsinu. 15. mars 2017 13:02 Reginn fasteignafélag vildi kaupa Iðnó Þeir Þórir Bergsson og René Boonekamp munu taka við umsjón Iðnó í haust. 15. mars 2017 11:08 Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Iðnó í Reykjavík hefur í eitt hundrað og tuttugu ár verið menningarhús Reykvíkinga, verkalýðshús, leikhús, listasmiðja leikhúsfólks, samkomuhús fyrir aðskiljanlega viðburði, ráðstefnustaður, fundarstaður, veitingastaður, veislustaður, erfidrykkjustaður, fermingarveislustaður, allt þetta, og alltaf opið okkur öllum. Ég hef reynslu af Iðnó svo lengi sem ég man eftir mér, fyrst náttúrlega sem leikhúsgestur og hin síðari ár sem þátttakandi í viðburðum innan veggja Iðnó. Í Hruninu voru oft líflegir umræðufundir í Iðnó. Ég hef reynslu af því að skipuleggja fundi þar sem ráðherra, þingmaður og sem einstaklingur á eigin vegum án þess að tilheyra tilteknum hópi. Og í stuttu máli þá er reynsla mín af Iðnó góð. Þess vegna sperrti ég eyrun þegar ég frétti að til stæði að borgin segði upp samningi við núverandi rekstraraðila og leitaði á ný mið. Ég varð mér úti um tilboð þeirra sem vilja taka að sér reksturinn. Mér skilst að Reykjavíkurborg sækist eftir hærri leigutekjum og fengi þær ef tilboði yrði tekið. En hvað kynni að glatast með því? Hefur þeirri spurningu verið svarað? Hækkar þá leiga til þeirra sem, iðulega af vanefnum, efna til funda eða nýta sér húsið, hópa leiklistarfólks til dæmis, mannréttindahópa eða þeirra sem boða til almennra umræðufunda? Eða er ætlunin að annars konar starfsemi fari fram í húsinu en hingað til? Ef svo er, þá á sú umræða að fara fram opinberlega því hún er í eðli sínu pólitísk, fjallar um tilgang og markmið. Greinargerð þeirra sem vilja taka að sér reksturinn á Iðnó er sérkennileg lesning, eins konar auglýsingabæklingur þar sem mikið er gert úr fagmannlegum nefndum og ráðum en án þess að maður verði nokkru nær um hvað raunverulega kæmi til með að breytast, annað en meint fagmennska sem samkvæmt mínum gæðastuðli hefur verið til fyrirmyndar í Iðnó – að ónefndri lipurð og ljúfmennsku. Eitt er nokkuð ljóst. Einfaldara verður það ekki fyrir okkur sem höfum staðið fyrir fundum í Iðnó að þurfa að skríða í gegnum nálarauga innlendra og erlendra fagmanna sem dæmi um það hvort við séum húsum hæf: „Utanaðkomandi hópar eða samtök geta sótt um að halda viðburði í gegn um ákveðið umsóknarferli. Óháð valnefnd mun meta umsóknir og gera tillögur um úthlutun á þriggja mánaða fresti. Umsóknir verða metnar á grundvelli gæða, fjölbreytileika, gildi og hvort þær hæfi húsnæðinu. Um opna viðburði munum við eiga náið samstarf við innlenda og alþjóðlega aðila.“ Þessi texti úr tilboðinu segir sína sögu. En hafa borgaryfirvöld sagt sitt síðasta orð, telja þau sig ekki þurfa að skýra betur út fyrir okkur kjósendum hvað fyrir þeim vakir?
Kveður Iðnó eftir sextán ár og er "gjörsamlega slegin“ Margrét Rósa Einarsdóttir hefur undanfarin 16 ár haft umsjón með starfsemi Iðnó. Breyting verður á í haust þegar nýir leigjendur taka við húsinu. 15. mars 2017 13:02
Reginn fasteignafélag vildi kaupa Iðnó Þeir Þórir Bergsson og René Boonekamp munu taka við umsjón Iðnó í haust. 15. mars 2017 11:08
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun