Valskonur fá 22 ára gamlan þjálfara úr vesturbænum Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. apríl 2017 14:39 Darri Freyr Atlason og Lárus Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vals. mynd/Valur Valur er búinn að ganga frá ráðningu Darra Freys Atlasonar sem næsta þjálfara kvennaliðs félagsins í körfubolta en hann stýrir Valskonum í Domino´s-deildinni á næstu leiktíð. Hann tekur við starfinu af Ara Gunnarssyni sem kom Val ekki í úrslitakeppnina á yfirstandandi leiktíð en Valur fór í snemmbúið sumarfrí eftir að lenda í fimmta sæti með 24 stig og vera fjórum stigum og einu sæti frá úrslitakeppninni. Darri Freyr er ekki nema 22 ára gamall en hann er fæddur árið 1994. Hann er KR-ingur sem hefur komið að yngri flokka þjálfun vesturbæjariðsins í áratug, að því fram kemur í fréttatilkynningu frá Val. Darri stýrði meistaraflokki kvenna hjá KR í 1. deildinni leiktíðina 2015/2016 og var þá valinn besti þjálfari deildarinnar. Hann hafnaði í öðru sæti í deildinni á eftir Skallagrími og tapaði svo í úrslitaeinvíginu um sæti í Domino´s-deildinni á móti sama liði. „Körfuknattleiksdeild Vals setur markið hátt og er undirbúningur þegar hafinn að koma liðinu aftur í úrslitakeppnina þar sem liðið á heima. Flestir leikmenn liðisns eiga eitt ár eftir af sínum samningi við félagið en stefnan er að styrkja hópinn enn frekar fyrir komandi átök,“ segir í fréttatilkynningu Valsmanna. Sjálfur kveðst Darri Freyr spenntur fyrir verkefninu. Hann segir Val vera stórt félag með langa sögu sem sýnir metnað í kvennakörfuboltanum. „Aðstaðan á Hlíðarenda er frábær og leikmannhópurinn er sterkur - stelpur með umtalsverða reynslu, þrátt fyrir ungan aldur, m.a. með yngri landsliðum og A-landsliðinu. Ég mun fara yfir það á næstu vikum hverjir styrkleikar og veikleikar okkar eru og gera ráðstafanir í kjölfarið,“ segir Darri Freyr Atlason. Dominos-deild kvenna Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Fleiri fréttir Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Sjá meira
Valur er búinn að ganga frá ráðningu Darra Freys Atlasonar sem næsta þjálfara kvennaliðs félagsins í körfubolta en hann stýrir Valskonum í Domino´s-deildinni á næstu leiktíð. Hann tekur við starfinu af Ara Gunnarssyni sem kom Val ekki í úrslitakeppnina á yfirstandandi leiktíð en Valur fór í snemmbúið sumarfrí eftir að lenda í fimmta sæti með 24 stig og vera fjórum stigum og einu sæti frá úrslitakeppninni. Darri Freyr er ekki nema 22 ára gamall en hann er fæddur árið 1994. Hann er KR-ingur sem hefur komið að yngri flokka þjálfun vesturbæjariðsins í áratug, að því fram kemur í fréttatilkynningu frá Val. Darri stýrði meistaraflokki kvenna hjá KR í 1. deildinni leiktíðina 2015/2016 og var þá valinn besti þjálfari deildarinnar. Hann hafnaði í öðru sæti í deildinni á eftir Skallagrími og tapaði svo í úrslitaeinvíginu um sæti í Domino´s-deildinni á móti sama liði. „Körfuknattleiksdeild Vals setur markið hátt og er undirbúningur þegar hafinn að koma liðinu aftur í úrslitakeppnina þar sem liðið á heima. Flestir leikmenn liðisns eiga eitt ár eftir af sínum samningi við félagið en stefnan er að styrkja hópinn enn frekar fyrir komandi átök,“ segir í fréttatilkynningu Valsmanna. Sjálfur kveðst Darri Freyr spenntur fyrir verkefninu. Hann segir Val vera stórt félag með langa sögu sem sýnir metnað í kvennakörfuboltanum. „Aðstaðan á Hlíðarenda er frábær og leikmannhópurinn er sterkur - stelpur með umtalsverða reynslu, þrátt fyrir ungan aldur, m.a. með yngri landsliðum og A-landsliðinu. Ég mun fara yfir það á næstu vikum hverjir styrkleikar og veikleikar okkar eru og gera ráðstafanir í kjölfarið,“ segir Darri Freyr Atlason.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Fleiri fréttir Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Sjá meira