Tap Fréttatímans nam 151 milljón og tífaldaðist Haraldur Guðmundsson skrifar 12. apríl 2017 08:00 Blaðastandarnir fyrir utan skrifstofu Fréttatímans eru nú tómir.Stærstu hluthafarnir eru farnir úr stjórn útgáfufélagsins . Vísir/Ernir Morgundagur ehf., útgáfufélag Fréttatímans, tapaði 151 milljón króna á rekstri fjölmiðilsins í fyrra. Tapið meira en tífaldaðist miðað við árið 2015 þegar afkoman var neikvæð um 13,5 milljónir króna Þetta kemur fram í rekstrarreikningi Morgundags fyrir 2016 sem Markaðurinn hefur undir höndum. Samkvæmt honum jukust auglýsingatekjur fjölmiðilsins úr 383 milljónum árið 2015 í 504 milljónir í fyrra. Útgáfukostnaður Morgundags nam 369 milljónum samanborið við 231 milljón árið á undan. Laun og annar starfsmannakostnaður jókst um 99,7 milljónir milli ára og var í árslok 2016 um 223 milljónir. Rekstrartap fjölmiðilsins fyrir fjármunatekjur og gjöld nam 137,6 milljónum. Útgáfudögum blaðsins var fjölgað úr einum í tvo og síðan þrjá í kjölfar aðkomu nýrra eigenda að útgáfunni í nóvember 2015. Í þeim hópi voru meðal annars þeir Gunnar Smári Egilsson, fráfarandi ritstjóri Fréttatímans, Valdimar Birgisson, framkvæmdastjóri blaðsins, og Sigurður Gísli Pálmason, fjárfestir og einn eigenda IKEA á Íslandi. Þremenningarnir mynda núverandi eigendahóp fjölmiðilsins en líkt og komið hefur fram er óljóst um framtíð hans og hvort fleiri tölublöð muni líta dagsins ljós. Um tíu starfsmenn hafa ekki enn fengið greidd laun fyrir marsmánuð og hefur Gunnar Smári, stærsti eigandi blaðsins, sagt skilið við fjölmiðilinn og undirbýr hann nú stofnun Sósíalistaflokks Íslands. Gunnar og Sigurður Gísli sögðu sig í gær úr stjórn Morgundags og er nú enginn skráður stjórnarmaður hjá félaginu.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Kaupmáttur jókst á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Sjá meira
Morgundagur ehf., útgáfufélag Fréttatímans, tapaði 151 milljón króna á rekstri fjölmiðilsins í fyrra. Tapið meira en tífaldaðist miðað við árið 2015 þegar afkoman var neikvæð um 13,5 milljónir króna Þetta kemur fram í rekstrarreikningi Morgundags fyrir 2016 sem Markaðurinn hefur undir höndum. Samkvæmt honum jukust auglýsingatekjur fjölmiðilsins úr 383 milljónum árið 2015 í 504 milljónir í fyrra. Útgáfukostnaður Morgundags nam 369 milljónum samanborið við 231 milljón árið á undan. Laun og annar starfsmannakostnaður jókst um 99,7 milljónir milli ára og var í árslok 2016 um 223 milljónir. Rekstrartap fjölmiðilsins fyrir fjármunatekjur og gjöld nam 137,6 milljónum. Útgáfudögum blaðsins var fjölgað úr einum í tvo og síðan þrjá í kjölfar aðkomu nýrra eigenda að útgáfunni í nóvember 2015. Í þeim hópi voru meðal annars þeir Gunnar Smári Egilsson, fráfarandi ritstjóri Fréttatímans, Valdimar Birgisson, framkvæmdastjóri blaðsins, og Sigurður Gísli Pálmason, fjárfestir og einn eigenda IKEA á Íslandi. Þremenningarnir mynda núverandi eigendahóp fjölmiðilsins en líkt og komið hefur fram er óljóst um framtíð hans og hvort fleiri tölublöð muni líta dagsins ljós. Um tíu starfsmenn hafa ekki enn fengið greidd laun fyrir marsmánuð og hefur Gunnar Smári, stærsti eigandi blaðsins, sagt skilið við fjölmiðilinn og undirbýr hann nú stofnun Sósíalistaflokks Íslands. Gunnar og Sigurður Gísli sögðu sig í gær úr stjórn Morgundags og er nú enginn skráður stjórnarmaður hjá félaginu.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Kaupmáttur jókst á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Sjá meira