Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - Keflavík 77-68 | Skallagrímur náði að knýja fram oddaleik Stefán Árni Pálsson í Fjósinu skrifar 10. apríl 2017 20:45 Tavelyn Tillman var frábær í kvöld. vísir/andri marinó Skallagrímur náði að knýja fram oddaleik í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta í kvöld þegar liðið bar sigur úr býtum, 77-68, gegn Keflavík í fjórða leik liðanna. Staðan í einvíginu er því 2-2 og þarf oddaleik til að skera úr um það hvað lið mætir Snæfell í úrslitarimmunni. Oddaleikurinn fer fram suður með sjó á fimmtudagskvöldið. Tavelyn Tillman var frábær í kvöld og skoraði hún 36 stig fyrir Skallagrím.Af hverju vann Skallagrímur?Liðið naut sín vel á heimavelli og nýtti sér stuðning áhorfenda sem fjölmenntu í Fjósið. Tavelyn Tillman stjórnaði leik Skallanna eins og herforingi og átti hún frábæran leik. Liðið spilaði mjög góða vörn og það skóp þennan sigur.Bestu menn vallarins? Tavelyn Tillman var besti maður vallarins og gjörsamlega dómineraði allt hjá heimamönnum. Sex leikmenn Skallagríms komust á blað í kvöld og dreifðist stigaskorið vel. Það var kannski liðsheild Skallagríms sem var næstbesti maður vallarins. Hjá Keflavík voru Ariana Moorer og Thelma Dís atkvæðamestar og spiluðu nokkuð vel.Hvað gekk illa? Keflavík réði illa við vörn Skallagríms og voru oft á tíðum í stökustu vandræðum með að skapa sér góða sóknarstöðu. Það var svona einna helst sem klikkaði í kvöld, en annars var leikurinn nokkuð vel spilaður.Skallagrímur-Keflavík 77-68 (20-14, 18-13, 12-16, 27-25)Skallagrímur: Tavelyn Tillman 36, Fanney Lind Thomas 10/5 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 10/10 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 6/5 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 5, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir 0, Arna Hrönn Ámundaóttir 0, Gunnhildur Lind Hansdóttir 0, Guðrún Ósk Ámundadóttir 0, Þórunn Birta Þórðardóttir 0. Keflavík: Ariana Moorer 19/12 fráköst/6 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 16/8 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 12/5 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 8/4 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 7, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6/5 fráköst, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0, Svanhvít Ósk Snorradóttir 0, Þóranna Kika Hodge-Carr 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Erna Hákonardóttir 0, Elsa Albertsdóttir 0. Sverrir: Þetta var bara ekki okkar dagur„Þetta var bara ekki nægilega gott hjá okkur í kvöld,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, eftir tapið í kvöld. „Varnarlega var þetta ekki nægilega gott hjá okkur í kvöld og sóknarlega var ekki nægilega mikið flæði í okkar leik. Þetta var bara ekki okkar dagur og við verðum bara að mæta klárar í oddaleikinn.“ Sverrir segir að það hafi oft bara vantað herslumuninn í kvöld. „Liðið var kannski búið að minnka muninn í nokkur stig og þá hleypum við þeim aftur vel framúr okkur. Sóknarleikur okkar var svo hægur og létt fyrir Skallagrím að dekka okkur. Núna er það bara sæti í úrslitum eða sumarfrí.“ Sigrún Sjöfn: Margir spáðu því að Keflavík myndi sópa okkur„Við vorum búnar að laga það sem var að í síðustu tveimur leikjum,“ segir Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, leikmaður Skallagríms, eftir leikinn. „Það var síðan ekkert erfitt að gíra sig upp í þennan leik þar sem sumir miðlar skrifuðu um að þetta yrði auðvelt sóp fyrir Keflavík. Ég trúi á liðið og alla í kringum liðið. Við vorum bara mættar hingað í kvöld til að sækja leik fimm.“ Sigrún segir að í kvöld hafi liðið ekki leyft Keflavík að vaða yfir sig. Hún var mjög ánægð með stuðninginn í Fjósinu í kvöld. „Þetta gefur okkur rosalega mikið. Þetta hefur manni bara orku. Maður er kannski ótrúlega þreyttur og svo heyrir maður í stúkunni og maður fær bara tíu sinnum meiri orku. Það verður erfitt að fara til Keflavíkur og ég býst við troðfullu húsi þar.“Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild kvenna Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Sjá meira
Skallagrímur náði að knýja fram oddaleik í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta í kvöld þegar liðið bar sigur úr býtum, 77-68, gegn Keflavík í fjórða leik liðanna. Staðan í einvíginu er því 2-2 og þarf oddaleik til að skera úr um það hvað lið mætir Snæfell í úrslitarimmunni. Oddaleikurinn fer fram suður með sjó á fimmtudagskvöldið. Tavelyn Tillman var frábær í kvöld og skoraði hún 36 stig fyrir Skallagrím.Af hverju vann Skallagrímur?Liðið naut sín vel á heimavelli og nýtti sér stuðning áhorfenda sem fjölmenntu í Fjósið. Tavelyn Tillman stjórnaði leik Skallanna eins og herforingi og átti hún frábæran leik. Liðið spilaði mjög góða vörn og það skóp þennan sigur.Bestu menn vallarins? Tavelyn Tillman var besti maður vallarins og gjörsamlega dómineraði allt hjá heimamönnum. Sex leikmenn Skallagríms komust á blað í kvöld og dreifðist stigaskorið vel. Það var kannski liðsheild Skallagríms sem var næstbesti maður vallarins. Hjá Keflavík voru Ariana Moorer og Thelma Dís atkvæðamestar og spiluðu nokkuð vel.Hvað gekk illa? Keflavík réði illa við vörn Skallagríms og voru oft á tíðum í stökustu vandræðum með að skapa sér góða sóknarstöðu. Það var svona einna helst sem klikkaði í kvöld, en annars var leikurinn nokkuð vel spilaður.Skallagrímur-Keflavík 77-68 (20-14, 18-13, 12-16, 27-25)Skallagrímur: Tavelyn Tillman 36, Fanney Lind Thomas 10/5 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 10/10 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 6/5 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 5, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir 0, Arna Hrönn Ámundaóttir 0, Gunnhildur Lind Hansdóttir 0, Guðrún Ósk Ámundadóttir 0, Þórunn Birta Þórðardóttir 0. Keflavík: Ariana Moorer 19/12 fráköst/6 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 16/8 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 12/5 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 8/4 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 7, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6/5 fráköst, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0, Svanhvít Ósk Snorradóttir 0, Þóranna Kika Hodge-Carr 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Erna Hákonardóttir 0, Elsa Albertsdóttir 0. Sverrir: Þetta var bara ekki okkar dagur„Þetta var bara ekki nægilega gott hjá okkur í kvöld,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, eftir tapið í kvöld. „Varnarlega var þetta ekki nægilega gott hjá okkur í kvöld og sóknarlega var ekki nægilega mikið flæði í okkar leik. Þetta var bara ekki okkar dagur og við verðum bara að mæta klárar í oddaleikinn.“ Sverrir segir að það hafi oft bara vantað herslumuninn í kvöld. „Liðið var kannski búið að minnka muninn í nokkur stig og þá hleypum við þeim aftur vel framúr okkur. Sóknarleikur okkar var svo hægur og létt fyrir Skallagrím að dekka okkur. Núna er það bara sæti í úrslitum eða sumarfrí.“ Sigrún Sjöfn: Margir spáðu því að Keflavík myndi sópa okkur„Við vorum búnar að laga það sem var að í síðustu tveimur leikjum,“ segir Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, leikmaður Skallagríms, eftir leikinn. „Það var síðan ekkert erfitt að gíra sig upp í þennan leik þar sem sumir miðlar skrifuðu um að þetta yrði auðvelt sóp fyrir Keflavík. Ég trúi á liðið og alla í kringum liðið. Við vorum bara mættar hingað í kvöld til að sækja leik fimm.“ Sigrún segir að í kvöld hafi liðið ekki leyft Keflavík að vaða yfir sig. Hún var mjög ánægð með stuðninginn í Fjósinu í kvöld. „Þetta gefur okkur rosalega mikið. Þetta hefur manni bara orku. Maður er kannski ótrúlega þreyttur og svo heyrir maður í stúkunni og maður fær bara tíu sinnum meiri orku. Það verður erfitt að fara til Keflavíkur og ég býst við troðfullu húsi þar.“Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild kvenna Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Sjá meira