Útgáfufélag Fréttatímans skuldar Gunnari Smára 40 milljónir króna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. apríl 2017 10:20 Gunnar Smári setti 40 milljónir í útgáfufélag Fréttatímans á sínum tíma. vísir/stefán Morgundagur ehf., útgáfufélag Fréttatímans, skuldar Gunnari Smára Egilssyni, fyrrverandi ritstjóra blaðsins og útgefanda blaðsins, 40 milljónir króna en samtals nema skuldir útgáfufélagsins 200 milljónum króna að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu í dag. Í frétt Viðskiptablaðsins segir að félagið Vogabakki ehf., Michael Jenkins og Gunnar Smári séu stærstu kröfuhafar Morgundags. Félagið skuldi hverjum aðila fyrir sig 40 milljónir króna en eigendur Vogabakka ehf. eru þeir Hallbjörn Karlsson og Árni Hauksson. Fréttatíminn hefur ekki komið út síðan þann 7. apríl síðastliðinn en daginn áður greindi Fréttablaðið frá því að nýir aðilar væru að koma inn í eigendahóp Fréttatímans. Samhliða því myndi Gunnar Smári hætta afskiptum sínum af blaðinu. Samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins í dag fara líkurnar á því að blaðið verði endurreist með innkomu nýrra aðila hins vegar minnkandi þó að margir hafa undanfarið skoðað það að koma með einhverjum hætti að rekstrinum. Rekstur Fréttatímans hefur verið þungur undanfarna mánuði og um seinustu mánaðamót var ekki hægt að greiða tíu starfsmönnum blaðsins laun. RÚV greindi svo frá því nú í vikunni að starfsmennirnir hefðu ekki enn fengið greitt.Uppfært klukkan 13:21: Valdimar Birgisson, framkvæmdastjóra Morgundags ehf., gerir athugasemd við frétt Vísis, sem byggð er á umfjöllun Viðskiptablaðsins, og segir að Gunnar Smári Egilsson eigi ekki 40 milljóna króna kröfu á útgáfufélag Fréttatímans. Valdimar vill þó ekki útskýra málið nánar þar sem hann segist ekki hafa frekari heimildir til að þess að gefa upplýsingar um skuldastöðu félagsins. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fréttatíminn fær nýja eigendur Nýir aðilar eru á leið inn í eigendahóp Fréttatímans og verður tilkynnt um breytt eignarhald á næstu dögum, samkvæmt heimildum. 6. apríl 2017 06:00 Tap Fréttatímans nam 151 milljón og tífaldaðist 12. apríl 2017 08:00 Tíu starfsmenn Fréttatímans hafa ekki fengið útborgað Fréttatíminn gefur ekki út blað á laugardag. Óljóst er með frekari útgáfu á meðan endurskipulagning á rekstri stendur yfir. 6. apríl 2017 22:01 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Morgundagur ehf., útgáfufélag Fréttatímans, skuldar Gunnari Smára Egilssyni, fyrrverandi ritstjóra blaðsins og útgefanda blaðsins, 40 milljónir króna en samtals nema skuldir útgáfufélagsins 200 milljónum króna að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu í dag. Í frétt Viðskiptablaðsins segir að félagið Vogabakki ehf., Michael Jenkins og Gunnar Smári séu stærstu kröfuhafar Morgundags. Félagið skuldi hverjum aðila fyrir sig 40 milljónir króna en eigendur Vogabakka ehf. eru þeir Hallbjörn Karlsson og Árni Hauksson. Fréttatíminn hefur ekki komið út síðan þann 7. apríl síðastliðinn en daginn áður greindi Fréttablaðið frá því að nýir aðilar væru að koma inn í eigendahóp Fréttatímans. Samhliða því myndi Gunnar Smári hætta afskiptum sínum af blaðinu. Samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins í dag fara líkurnar á því að blaðið verði endurreist með innkomu nýrra aðila hins vegar minnkandi þó að margir hafa undanfarið skoðað það að koma með einhverjum hætti að rekstrinum. Rekstur Fréttatímans hefur verið þungur undanfarna mánuði og um seinustu mánaðamót var ekki hægt að greiða tíu starfsmönnum blaðsins laun. RÚV greindi svo frá því nú í vikunni að starfsmennirnir hefðu ekki enn fengið greitt.Uppfært klukkan 13:21: Valdimar Birgisson, framkvæmdastjóra Morgundags ehf., gerir athugasemd við frétt Vísis, sem byggð er á umfjöllun Viðskiptablaðsins, og segir að Gunnar Smári Egilsson eigi ekki 40 milljóna króna kröfu á útgáfufélag Fréttatímans. Valdimar vill þó ekki útskýra málið nánar þar sem hann segist ekki hafa frekari heimildir til að þess að gefa upplýsingar um skuldastöðu félagsins.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fréttatíminn fær nýja eigendur Nýir aðilar eru á leið inn í eigendahóp Fréttatímans og verður tilkynnt um breytt eignarhald á næstu dögum, samkvæmt heimildum. 6. apríl 2017 06:00 Tap Fréttatímans nam 151 milljón og tífaldaðist 12. apríl 2017 08:00 Tíu starfsmenn Fréttatímans hafa ekki fengið útborgað Fréttatíminn gefur ekki út blað á laugardag. Óljóst er með frekari útgáfu á meðan endurskipulagning á rekstri stendur yfir. 6. apríl 2017 22:01 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Fréttatíminn fær nýja eigendur Nýir aðilar eru á leið inn í eigendahóp Fréttatímans og verður tilkynnt um breytt eignarhald á næstu dögum, samkvæmt heimildum. 6. apríl 2017 06:00
Tíu starfsmenn Fréttatímans hafa ekki fengið útborgað Fréttatíminn gefur ekki út blað á laugardag. Óljóst er með frekari útgáfu á meðan endurskipulagning á rekstri stendur yfir. 6. apríl 2017 22:01