Borgar helmingi lægri leigu í Berlín - finnst leigan í Reykjavík „klikk“ Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 8. maí 2017 16:00 „Mér finnst verst við Ísland hvað það er dýrt,” segir Margrét Rós Harðardóttir, íslensk kona sem er heimsótt í 2. þætti af Hvar er best að búa á Stöð 2 í kvöld. „Mér finnst alveg súrrealískt að ef ég myndi vilja flytja heim núna og búa aftur í svipaðri íbúð og við bjuggum í í Vesturbænum að ég myndi þurfa að borga 300 þúsund í leigu. Mér finnst það bara klikk.“ Hún og fjölskylda hennar greiða 125 þúsundur krónur í leigu fyrir 3ja herbergja 115 fermetra íbúð í góðu hverfi í Berlín. Ódýrasta þriggja herbergja íbúð í Reykjavík á íslenskri leigumiðlun sem var skoðuð, var sett á 235 þús. Hinar voru mun dýrari. Margrét og eiginmaður hennar Matthias Wörle ákváðu eftir nokkurra ára búsetu í Reykjavík að flytja til Berlínar árið 2012.„Við vildum meðvitað breyta um lífsstíl,” segir Margrét, “við vildum eiga minna, eyða minna og vera meira.“ Hún er alsæl í Berlín en í henni eru blendnar tilfinningar gagnvart því að ala syni sína tvo upp fjarri stórfjölskyldunni og móðurmálinu á Íslandi.Margrét er ein af þeim Íslendingum sem rætt er við í glænýrri þáttaröð Lóu Pind: „Hvar er best að búa?“ Í þáttunum fer Lóa ásamt tökumanni til 6 landa og 7 borga í 3 heimsálfum að heimsækja íslenskar fjölskyldur sem ákváðu að prófa að búa í útlöndum. Fjórir þættir verða sýndir nú í maí en síðari hlutinn í haust. Margrét, Matthias og synir þeirra í Berlín eru heimsótt í þætti kvöldsins sem er á dagskrá Stöðvar 2 kl. 20:05.Umsjón og framleiðsla þáttanna er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, myndatökumenn eru Egill Aðalsteinsson og Friðrik Friðriksson, klippingu annast Ómar Daði Kristjánsson. Hvar er best að búa? Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira
„Mér finnst verst við Ísland hvað það er dýrt,” segir Margrét Rós Harðardóttir, íslensk kona sem er heimsótt í 2. þætti af Hvar er best að búa á Stöð 2 í kvöld. „Mér finnst alveg súrrealískt að ef ég myndi vilja flytja heim núna og búa aftur í svipaðri íbúð og við bjuggum í í Vesturbænum að ég myndi þurfa að borga 300 þúsund í leigu. Mér finnst það bara klikk.“ Hún og fjölskylda hennar greiða 125 þúsundur krónur í leigu fyrir 3ja herbergja 115 fermetra íbúð í góðu hverfi í Berlín. Ódýrasta þriggja herbergja íbúð í Reykjavík á íslenskri leigumiðlun sem var skoðuð, var sett á 235 þús. Hinar voru mun dýrari. Margrét og eiginmaður hennar Matthias Wörle ákváðu eftir nokkurra ára búsetu í Reykjavík að flytja til Berlínar árið 2012.„Við vildum meðvitað breyta um lífsstíl,” segir Margrét, “við vildum eiga minna, eyða minna og vera meira.“ Hún er alsæl í Berlín en í henni eru blendnar tilfinningar gagnvart því að ala syni sína tvo upp fjarri stórfjölskyldunni og móðurmálinu á Íslandi.Margrét er ein af þeim Íslendingum sem rætt er við í glænýrri þáttaröð Lóu Pind: „Hvar er best að búa?“ Í þáttunum fer Lóa ásamt tökumanni til 6 landa og 7 borga í 3 heimsálfum að heimsækja íslenskar fjölskyldur sem ákváðu að prófa að búa í útlöndum. Fjórir þættir verða sýndir nú í maí en síðari hlutinn í haust. Margrét, Matthias og synir þeirra í Berlín eru heimsótt í þætti kvöldsins sem er á dagskrá Stöðvar 2 kl. 20:05.Umsjón og framleiðsla þáttanna er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, myndatökumenn eru Egill Aðalsteinsson og Friðrik Friðriksson, klippingu annast Ómar Daði Kristjánsson.
Hvar er best að búa? Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira