Eiríkur Bergmann: Óvíst hvort Macron verði forseti með mikið áhrifavald Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. maí 2017 10:46 Emmanuel Macron var sigri hrósandi í gær. Sigur Emmanuel Macron í forsetakosningunum í Frakklandi er sigur fyrir hefðbundið evrópskt frjálslynt lýðræði. Óvíst er þó hvort að hann muni hafa mikil áhrif sem forseti þar sem flokkur hans á ekkert sæti á þingi. Þetta er mat Eiríks Bergmanns, prófessors í stjórnmálafræði, en Macron vann stærri sigur en spár gerðu ráð fyrir. Hlaut hann 66,1 prósent atkvæða gegn 33,9 prósent fylgi Marine Le Pen, frambjóðanda Frönsku þjóðfylkingarinnar. „Mótbylgjan gegn þjóðernispopúlisma Le Pen hefur vaxið og sigurinn er þar af leiðandi stærri en kannski annars hefði verið,“ segir Eiríkur í samtali við Vísi. Sigur Macron sé hluti af vaxandi andstöðu við slíkum popúlisma sem hafi einnig sýnt sig í þingkosningunum í Hollandi þar sem þjóðernispopúlistaflokki Geert Wilders gekk verr en spár gerðu ráð fyrir. „Þetta er hluti af því, þetta sjokk sem margir verða fyrir þegar Donald Trump er kosinn forseti Bandaríkjanna. Aðgerðir kalla á mótaðgerðir,“ segir Eiríkur og bendir á að framboði Macron hafi verið stillt upp sem frjálslyndu andsvari við íhaldssamri þjóðernishyggju.Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræðivisir/EyþórFranska þjóðfylkingin fer vaxandi Eiríkur bendir einnig á að þrátt fyrir ósigur Le Pen sé úrslit kosninganna langbesti árangur Frönsku þjóðfylkingarinnar í kosningum í Frakklandi. Flokkurinn var stofnaður árið 1972 og hefur bætt við sig fylgi hægt og bítandi undanfarin ár. „Þetta er besti árangur flokksins sem er mjög harður þjóðernispopúlistaflokkur og er stærsti stjórnarandstöðuflokkur Frakklands. Þannig að menn mega ekki gleyma því heldur að flokkurinn hefur vaxið þrátt fyrir að hún nái ekki þeim árangri að sigra í kosningunum,“ segir Eiríkur Bergmann. Macron tekur við embætti í næstu viku og mun þá líklega útnefna forsætisráðherra áður en þingkosningar verða haldnar í júní. Flokkur Macron, sem er tiltölulega nýr, á ekkert sæti á þingi og telur Eiríkur ólíklegt að Macron nái meirihluta á þingi, það muni hafa sín áhrif. „Fyrir hann er þetta bara forleikur,“ segir Eiríkur. „Þingið er allt eftir og það er ekki víst að hann nái meirihluta á þingi. Það er raunar fjarlægur möguleiki að það geti gerst.“„Ef annar meirihluti myndast í þinginu þá er það forsætisráðherrann sem er hinn raunverulegi pólitiski forystumaður í Frakklandi. Það er ekkert víst að hann verði forseti með mikið áhrifavald.“ Frakkland Tengdar fréttir Sigurræða Macron: „Við munum ekki láta undan óttanum“ Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands, ávarpaði um fimmtánþúsund manns sem saman voru komnir við Louvre-safnið í París í kvöld. 7. maí 2017 21:26 Trump óskar Macron til hamingju Forsetinn óskaði Macron „til hamingju með stóran sigur,“ og bætti við að hann „hlakkaði mjög til að vinna með honum.“ Athygli vekur að í viðtali við Associated Press í apríl sagði Trump Le Pen "sterkasta“ frambjóðandann. 7. maí 2017 19:40 Hvorki leki né dræm kjörsókn gat stöðvað Macron Emmanuel Macron var spáð sigri í frönsku forsetakosningunum strax og fyrstu tölur birtust. Hann tekur við embætti þann 14. maí næstkomandi. Macron sagði nýjan kafla skrifaðan í sögu landsins. Le Pen vill leiða stjórnarandstöðuna. 8. maí 2017 07:00 Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. 7. maí 2017 18:21 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Sigur Emmanuel Macron í forsetakosningunum í Frakklandi er sigur fyrir hefðbundið evrópskt frjálslynt lýðræði. Óvíst er þó hvort að hann muni hafa mikil áhrif sem forseti þar sem flokkur hans á ekkert sæti á þingi. Þetta er mat Eiríks Bergmanns, prófessors í stjórnmálafræði, en Macron vann stærri sigur en spár gerðu ráð fyrir. Hlaut hann 66,1 prósent atkvæða gegn 33,9 prósent fylgi Marine Le Pen, frambjóðanda Frönsku þjóðfylkingarinnar. „Mótbylgjan gegn þjóðernispopúlisma Le Pen hefur vaxið og sigurinn er þar af leiðandi stærri en kannski annars hefði verið,“ segir Eiríkur í samtali við Vísi. Sigur Macron sé hluti af vaxandi andstöðu við slíkum popúlisma sem hafi einnig sýnt sig í þingkosningunum í Hollandi þar sem þjóðernispopúlistaflokki Geert Wilders gekk verr en spár gerðu ráð fyrir. „Þetta er hluti af því, þetta sjokk sem margir verða fyrir þegar Donald Trump er kosinn forseti Bandaríkjanna. Aðgerðir kalla á mótaðgerðir,“ segir Eiríkur og bendir á að framboði Macron hafi verið stillt upp sem frjálslyndu andsvari við íhaldssamri þjóðernishyggju.Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræðivisir/EyþórFranska þjóðfylkingin fer vaxandi Eiríkur bendir einnig á að þrátt fyrir ósigur Le Pen sé úrslit kosninganna langbesti árangur Frönsku þjóðfylkingarinnar í kosningum í Frakklandi. Flokkurinn var stofnaður árið 1972 og hefur bætt við sig fylgi hægt og bítandi undanfarin ár. „Þetta er besti árangur flokksins sem er mjög harður þjóðernispopúlistaflokkur og er stærsti stjórnarandstöðuflokkur Frakklands. Þannig að menn mega ekki gleyma því heldur að flokkurinn hefur vaxið þrátt fyrir að hún nái ekki þeim árangri að sigra í kosningunum,“ segir Eiríkur Bergmann. Macron tekur við embætti í næstu viku og mun þá líklega útnefna forsætisráðherra áður en þingkosningar verða haldnar í júní. Flokkur Macron, sem er tiltölulega nýr, á ekkert sæti á þingi og telur Eiríkur ólíklegt að Macron nái meirihluta á þingi, það muni hafa sín áhrif. „Fyrir hann er þetta bara forleikur,“ segir Eiríkur. „Þingið er allt eftir og það er ekki víst að hann nái meirihluta á þingi. Það er raunar fjarlægur möguleiki að það geti gerst.“„Ef annar meirihluti myndast í þinginu þá er það forsætisráðherrann sem er hinn raunverulegi pólitiski forystumaður í Frakklandi. Það er ekkert víst að hann verði forseti með mikið áhrifavald.“
Frakkland Tengdar fréttir Sigurræða Macron: „Við munum ekki láta undan óttanum“ Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands, ávarpaði um fimmtánþúsund manns sem saman voru komnir við Louvre-safnið í París í kvöld. 7. maí 2017 21:26 Trump óskar Macron til hamingju Forsetinn óskaði Macron „til hamingju með stóran sigur,“ og bætti við að hann „hlakkaði mjög til að vinna með honum.“ Athygli vekur að í viðtali við Associated Press í apríl sagði Trump Le Pen "sterkasta“ frambjóðandann. 7. maí 2017 19:40 Hvorki leki né dræm kjörsókn gat stöðvað Macron Emmanuel Macron var spáð sigri í frönsku forsetakosningunum strax og fyrstu tölur birtust. Hann tekur við embætti þann 14. maí næstkomandi. Macron sagði nýjan kafla skrifaðan í sögu landsins. Le Pen vill leiða stjórnarandstöðuna. 8. maí 2017 07:00 Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. 7. maí 2017 18:21 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Sigurræða Macron: „Við munum ekki láta undan óttanum“ Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands, ávarpaði um fimmtánþúsund manns sem saman voru komnir við Louvre-safnið í París í kvöld. 7. maí 2017 21:26
Trump óskar Macron til hamingju Forsetinn óskaði Macron „til hamingju með stóran sigur,“ og bætti við að hann „hlakkaði mjög til að vinna með honum.“ Athygli vekur að í viðtali við Associated Press í apríl sagði Trump Le Pen "sterkasta“ frambjóðandann. 7. maí 2017 19:40
Hvorki leki né dræm kjörsókn gat stöðvað Macron Emmanuel Macron var spáð sigri í frönsku forsetakosningunum strax og fyrstu tölur birtust. Hann tekur við embætti þann 14. maí næstkomandi. Macron sagði nýjan kafla skrifaðan í sögu landsins. Le Pen vill leiða stjórnarandstöðuna. 8. maí 2017 07:00
Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. 7. maí 2017 18:21