Um 93 prósent þeirra sem kusu utankjörstaðar á Íslandi í frönsku forsetakosningunum í gær kusu sigurvegara gærkvöldsins, miðjumanninn Emmanuel Macron.
Rúmlega þrjú hundruð manns sem eru kjörgengir í frönsku kosningunum kusu hér á landi. Þar af kusu aðeins fimmtán Frakkar á Íslandi Marine Le Pen, frambjóðanda Þjóðfylkingarinnar.
Frakkar á Íslandi vildu Macron
Ólöf Skaftadóttir skrifar
