Þór/KA stelpurnar urðu Íslandsmeistarar þegar þær byrjuðu síðast svona vel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2017 16:00 Þór/KA fagnar Íslandsmeistaratitli sínum 2012. Vísir/Auðunn Stelpurnar í Þór/KA hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í Pepsi-deild kvenna en Akureyrarliðið vann 1-0 sigur á Breiðabliki í Boganum í gær. Þór/KA-liðið hafði áður unnið 1-0 sigur á meistaraefnunum í Val en sá leikur fór einnig fram í Boganum. Þór/KA hefur aðeins einu sinni áður verið með fullt hús stig eftir tvær umferðir og það var einmitt sumarið þegar liðið vann Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta og eina skiptið árið 2012. Þjálfarinn Halldór Jón Sigurðsson tók við Þór/KA-liðinu í vetur af Jóhanni Kristni Gunnarssyni en Jóhann gerði Þór/KA einmitt að Íslandsmeisturum fyrir fimm árum síðan. Þór/KA var þá spáð fimmta sætinu en vann Stjörnuna (spáð 2. sæti) og KR (spáð 8. sæti) í fyrstu tveimur leikjum sínum. Þór/KA-liðinu var spáð 4. sæti fyrir þetta tímabil en liðin sem liðið hefur lagt af velli voru einmitt í tveimur efstu sætunum í spánni; Val var spáð titlinum og Breiðabliki 2. sætinu. Halldór Jón gat ekki óskað sér betri byrjun með liðið en hann lætur Þór/KA stelpur spila Conte-kerfið með þriggja manna vörn og sókndjarfa vængbakverði. Það er að koma vel út í byrjun móts. Uppskriftin hefur verið svipuð í báðum leikjum þar sem sigurmarkið hefur komið í upphafi leiks (9. og 10. mínútu). Sandra Stephany hefur verið konan á bak við þau bæði, skoraði sjálf sigurmarkið á móti Val en lagði upp sigurmarkið á móti Blikum fyrir Huldu Ósk Jónsdóttur. Áfallið að missa Söndru Maríu Jessen í krossbandaslit í landsliðsverkefni var örugglega mikið en árangur liðsins í fyrstu tveimur umferðunum en þeim mun merkilegri fyrir vikið. Þetta er aðeins í annað skiptið sem Þór/KA vinnur tvo fyrstu leiki sína en þetta er aftur á móti í fyrsta sinn sem liðið heldur hreinu í fyrstu tveimur leikjum sínum. Þar eiga markvörðurinn Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir og miðvörðurinn Bianca Elissa Sierra mikið hrós skilið en þær gengu báðar til liðs við Þór/KA-liðið í vetur. Fyrirliðinn Lillý Rut Hlynsdóttir stígur heldur ekki feilspor í miðju varnarinnar með Biöncu sér við hlið.Fyrstu tveir leikir Þór/KA á Íslandsmótinu frá 2000 til 2017:2000: 0 stig, -6 (0-6) 3-0 tap fyrir Val (heima) 3-0 tap fyrir Stjörnunni (heima)Liðið lék undir merkjum Þór/KA/KS frá 2001 til 20052006: 3 stig, -3 (4-7) 4-1 sigur á FH (heima) 6-0 tap fyrir Val (úti)2007: 0 stig, -8 (2-10) 7-0 tap fyrir Keflavík (úti) 3-2 tap fyrir Breiðabliki (heima)2008: 0 stig, -5 (3-8) 5-1 tap fyrir Val (úti) 3-2 tap fyrir KTR (heima)2009: 3 stig, +6 (12-6) 6-1 tap fyrir Breiðabliki (úti) 11-0 sigur á ÍR (heima)2010: 4 stig, +2 (5-3) 2-2 jafntefli við Grindavík (úti) 3-1 sigur á Breiðabliki (heima)2011: 3 stig, -4 (2-6) 5-0 tap fyrir ÍBV (heima) 2-1 sigur á Grindavík (úti)2012: 6 stig, +3 (4-1) 3-1 sigur á Stjörnunni (heima) 1-0 sigur á KR (úti)2013: 1 stig, -1 (2-3) 1-1 jafntefli við FH (heima) 2-1 tap fyrir Stjörnunni (heima)2014: 4 stig, +1 (4-3) 1-1 jafntefli við Val (heima) 3-2 sigur á Selfossi (úti)2015: 4 stig, +3 (4-1) 1-1 jafntefli við ÍBV (heima) 3-0 sigur á Þrótti (úti)2016: 3 stig, 0 (4-4) 4-0 tap fyrir Stjörnunni (úti) 4-0 sigur á ÍA (heima)2017: 6 stig, +2 (2-0) 1-0 sigur á Val (heima) 1-0 sigur á Breiðabliki (heima)Besti árangur Þór/KA í fyrstu tveimur leikjunum: 6 stig - 2012 (+3)6 stig - 2017 (+2) 4 stig - 2015 (+3) 4 stig - 2010 (+2) 4 stig - 2014 (+1) 3 stig - 2009 (+6) 3 stig - 2016 (0) 3 stig - 2006 (-3) 3 stig - 2011 (-4)Fæst mörk fengin á sig hjá Þór/KA í fyrstu tveimur leikjunum:0 - 2017 1 - 2012 1 - 2015 3 - 2010 3 - 2013 3 - 2014 Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Sjá meira
Stelpurnar í Þór/KA hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í Pepsi-deild kvenna en Akureyrarliðið vann 1-0 sigur á Breiðabliki í Boganum í gær. Þór/KA-liðið hafði áður unnið 1-0 sigur á meistaraefnunum í Val en sá leikur fór einnig fram í Boganum. Þór/KA hefur aðeins einu sinni áður verið með fullt hús stig eftir tvær umferðir og það var einmitt sumarið þegar liðið vann Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta og eina skiptið árið 2012. Þjálfarinn Halldór Jón Sigurðsson tók við Þór/KA-liðinu í vetur af Jóhanni Kristni Gunnarssyni en Jóhann gerði Þór/KA einmitt að Íslandsmeisturum fyrir fimm árum síðan. Þór/KA var þá spáð fimmta sætinu en vann Stjörnuna (spáð 2. sæti) og KR (spáð 8. sæti) í fyrstu tveimur leikjum sínum. Þór/KA-liðinu var spáð 4. sæti fyrir þetta tímabil en liðin sem liðið hefur lagt af velli voru einmitt í tveimur efstu sætunum í spánni; Val var spáð titlinum og Breiðabliki 2. sætinu. Halldór Jón gat ekki óskað sér betri byrjun með liðið en hann lætur Þór/KA stelpur spila Conte-kerfið með þriggja manna vörn og sókndjarfa vængbakverði. Það er að koma vel út í byrjun móts. Uppskriftin hefur verið svipuð í báðum leikjum þar sem sigurmarkið hefur komið í upphafi leiks (9. og 10. mínútu). Sandra Stephany hefur verið konan á bak við þau bæði, skoraði sjálf sigurmarkið á móti Val en lagði upp sigurmarkið á móti Blikum fyrir Huldu Ósk Jónsdóttur. Áfallið að missa Söndru Maríu Jessen í krossbandaslit í landsliðsverkefni var örugglega mikið en árangur liðsins í fyrstu tveimur umferðunum en þeim mun merkilegri fyrir vikið. Þetta er aðeins í annað skiptið sem Þór/KA vinnur tvo fyrstu leiki sína en þetta er aftur á móti í fyrsta sinn sem liðið heldur hreinu í fyrstu tveimur leikjum sínum. Þar eiga markvörðurinn Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir og miðvörðurinn Bianca Elissa Sierra mikið hrós skilið en þær gengu báðar til liðs við Þór/KA-liðið í vetur. Fyrirliðinn Lillý Rut Hlynsdóttir stígur heldur ekki feilspor í miðju varnarinnar með Biöncu sér við hlið.Fyrstu tveir leikir Þór/KA á Íslandsmótinu frá 2000 til 2017:2000: 0 stig, -6 (0-6) 3-0 tap fyrir Val (heima) 3-0 tap fyrir Stjörnunni (heima)Liðið lék undir merkjum Þór/KA/KS frá 2001 til 20052006: 3 stig, -3 (4-7) 4-1 sigur á FH (heima) 6-0 tap fyrir Val (úti)2007: 0 stig, -8 (2-10) 7-0 tap fyrir Keflavík (úti) 3-2 tap fyrir Breiðabliki (heima)2008: 0 stig, -5 (3-8) 5-1 tap fyrir Val (úti) 3-2 tap fyrir KTR (heima)2009: 3 stig, +6 (12-6) 6-1 tap fyrir Breiðabliki (úti) 11-0 sigur á ÍR (heima)2010: 4 stig, +2 (5-3) 2-2 jafntefli við Grindavík (úti) 3-1 sigur á Breiðabliki (heima)2011: 3 stig, -4 (2-6) 5-0 tap fyrir ÍBV (heima) 2-1 sigur á Grindavík (úti)2012: 6 stig, +3 (4-1) 3-1 sigur á Stjörnunni (heima) 1-0 sigur á KR (úti)2013: 1 stig, -1 (2-3) 1-1 jafntefli við FH (heima) 2-1 tap fyrir Stjörnunni (heima)2014: 4 stig, +1 (4-3) 1-1 jafntefli við Val (heima) 3-2 sigur á Selfossi (úti)2015: 4 stig, +3 (4-1) 1-1 jafntefli við ÍBV (heima) 3-0 sigur á Þrótti (úti)2016: 3 stig, 0 (4-4) 4-0 tap fyrir Stjörnunni (úti) 4-0 sigur á ÍA (heima)2017: 6 stig, +2 (2-0) 1-0 sigur á Val (heima) 1-0 sigur á Breiðabliki (heima)Besti árangur Þór/KA í fyrstu tveimur leikjunum: 6 stig - 2012 (+3)6 stig - 2017 (+2) 4 stig - 2015 (+3) 4 stig - 2010 (+2) 4 stig - 2014 (+1) 3 stig - 2009 (+6) 3 stig - 2016 (0) 3 stig - 2006 (-3) 3 stig - 2011 (-4)Fæst mörk fengin á sig hjá Þór/KA í fyrstu tveimur leikjunum:0 - 2017 1 - 2012 1 - 2015 3 - 2010 3 - 2013 3 - 2014
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Sjá meira