Evrópuráðið ályktar um framtíð MMA Benedikt Bóas skrifar 3. maí 2017 07:00 Evrópuráðið vill fá allar upplýsingar upp á borðið og skapa þekkingu á MMA fyrir ráðuneyti, MMA samtökin sjálf og fleiri samtök. Íþróttin er orðin feykilega vinsæl hér á landi, þökk sé framgöngu Gunnars Nelson. vísir/vilhelm „Það er mikil óvissa í kringum MMA og fólk veit ekki endilega hvernig á að bregðast við uppgangi MMA. Sums staðar er þetta skilgreint sem íþrótt en annars staðar ekki,“ segir Viðar Halldórsson félagsfræðingur sem er hluti af hóp innan Evrópuráðsins sem er að skoða MMA, eða blandaðar bardagalistir. Evrópuráðið mun kynna nýja ályktun í júní um MMA en það var síðast gert árið 1999 og síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar.Viðar Halldórsson.vísir/stefán„MMA er sprottið frá UFC, sem er fyrirtæki á markaði og kemur með einhverja vöru. Það sem er ólíkt með MMA og hefðbundnum íþróttagreinum er að þær hefðbundnu vinna frá grunni og upp. Það verður til eitthvert grasrótarstarf og smátt og smátt verða til afreksíþróttamenn, fara upp píramídann, en í MMA er þetta akkúrat öfugt. MMA byrjar í öðrum íþróttum og fer öfuga leið sem gerir verkefnið aðeins flóknara.“ Viðar var í París í síðustu viku þar sem hópurinn hittist. Hefur hann tekið viðtöl við fjölda fólks og safnað ógrynni af upplýsingum. Er stefnt að því að kynna ályktunina um miðjan júní. „Er þetta heilsusamlegt eða hættulegt? Fólk hefur ekki samræmdar upplýsingar um stöðuna,“ segir hann. „Á þetta að vera íþrótt? Hvað er hægt að gera til að gera MMA heilsusamlegra? Innviðirnir eru ekki alltaf til staðar, varðandi reglur, þjálfaramenntun, tryggingar og fleira. Þetta er ekki alls staðar til staðar og því var ákveðið að taka stöðuna núna því MMA er orðið mjög vinsælt.“ Hann bendir á að hópurinn sé að reyna að skapa miðlæga þekkingu á MMA sem sums staðar er ekki skilgreint sem íþrótt heldur eitthvað allt annað. „Á annan bóginn er þetta hættulegt og sums staðar tengist þetta skipulagðri glæpastarfsemi en á hinn bóginn er líka verið að vinna gott og öflugt starf, sem virðist bæði vera uppbyggilegt og heilsusamlegt. MMA er mjög vinsælt í Rússlandi og Svíþjóð til dæmis en sums staðar vilja þjóðir banna MMA og helst ekkert vita af þessu. Þetta er því krefjandi og víðfeðmt verkefni.“ Birtist í Fréttablaðinu MMA Tengdar fréttir Prófessor í sálfræði vill banna MMA Hermundur Sigmundsson segir að ekki sé hægt að skilgreina MMA sem íþrótt. 15. desember 2015 14:13 Hætta að styrkja Barnaheill vegna ummæla um Gunnar Nelson Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, segir í samtali við Vísi í kvöld alrangt, eins og margir haldi fram í athugasemdakerfi við fyrra viðtal við starfsmann samtakanna, að þau séu að ráðast á Gunnar sem persónu. 10. mars 2014 22:07 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
„Það er mikil óvissa í kringum MMA og fólk veit ekki endilega hvernig á að bregðast við uppgangi MMA. Sums staðar er þetta skilgreint sem íþrótt en annars staðar ekki,“ segir Viðar Halldórsson félagsfræðingur sem er hluti af hóp innan Evrópuráðsins sem er að skoða MMA, eða blandaðar bardagalistir. Evrópuráðið mun kynna nýja ályktun í júní um MMA en það var síðast gert árið 1999 og síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar.Viðar Halldórsson.vísir/stefán„MMA er sprottið frá UFC, sem er fyrirtæki á markaði og kemur með einhverja vöru. Það sem er ólíkt með MMA og hefðbundnum íþróttagreinum er að þær hefðbundnu vinna frá grunni og upp. Það verður til eitthvert grasrótarstarf og smátt og smátt verða til afreksíþróttamenn, fara upp píramídann, en í MMA er þetta akkúrat öfugt. MMA byrjar í öðrum íþróttum og fer öfuga leið sem gerir verkefnið aðeins flóknara.“ Viðar var í París í síðustu viku þar sem hópurinn hittist. Hefur hann tekið viðtöl við fjölda fólks og safnað ógrynni af upplýsingum. Er stefnt að því að kynna ályktunina um miðjan júní. „Er þetta heilsusamlegt eða hættulegt? Fólk hefur ekki samræmdar upplýsingar um stöðuna,“ segir hann. „Á þetta að vera íþrótt? Hvað er hægt að gera til að gera MMA heilsusamlegra? Innviðirnir eru ekki alltaf til staðar, varðandi reglur, þjálfaramenntun, tryggingar og fleira. Þetta er ekki alls staðar til staðar og því var ákveðið að taka stöðuna núna því MMA er orðið mjög vinsælt.“ Hann bendir á að hópurinn sé að reyna að skapa miðlæga þekkingu á MMA sem sums staðar er ekki skilgreint sem íþrótt heldur eitthvað allt annað. „Á annan bóginn er þetta hættulegt og sums staðar tengist þetta skipulagðri glæpastarfsemi en á hinn bóginn er líka verið að vinna gott og öflugt starf, sem virðist bæði vera uppbyggilegt og heilsusamlegt. MMA er mjög vinsælt í Rússlandi og Svíþjóð til dæmis en sums staðar vilja þjóðir banna MMA og helst ekkert vita af þessu. Þetta er því krefjandi og víðfeðmt verkefni.“
Birtist í Fréttablaðinu MMA Tengdar fréttir Prófessor í sálfræði vill banna MMA Hermundur Sigmundsson segir að ekki sé hægt að skilgreina MMA sem íþrótt. 15. desember 2015 14:13 Hætta að styrkja Barnaheill vegna ummæla um Gunnar Nelson Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, segir í samtali við Vísi í kvöld alrangt, eins og margir haldi fram í athugasemdakerfi við fyrra viðtal við starfsmann samtakanna, að þau séu að ráðast á Gunnar sem persónu. 10. mars 2014 22:07 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Prófessor í sálfræði vill banna MMA Hermundur Sigmundsson segir að ekki sé hægt að skilgreina MMA sem íþrótt. 15. desember 2015 14:13
Hætta að styrkja Barnaheill vegna ummæla um Gunnar Nelson Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, segir í samtali við Vísi í kvöld alrangt, eins og margir haldi fram í athugasemdakerfi við fyrra viðtal við starfsmann samtakanna, að þau séu að ráðast á Gunnar sem persónu. 10. mars 2014 22:07