Níu af tólf leikmönnum í karlalandsliðinu á Smáþjóðaleikunum í San Marínó eru nýliðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2017 14:06 Kristófer Acox er reynslumesti leikmaður íslenska karlalandsliðsins á Smáþjóðaleikunum í San Marínó. Vísir/Anton Craig Pedersen mun ekki stýra íslenska karlalandsliðinu á Smáþjóðaleikunum í San Marínó og lykilmenn landsliðsins verða heldur ekki með á leikunum. Níu nýliðar eru í karlalandsliðinu en einn nýliði hjá konunum. Búið er að velja þá tólf leikmenn sem munu skipa landslið Íslands, hjá konum og körlum, á Smáþjóðaleikunum, GSSE 2017, sem fara fram í San Marínó dagana 30. maí til 3. júní. Ísland sendir til leiks landslið karla og kvenna í keppnina en þetta eru sautjándu leikar smáríkja Evrópu sem haldnir eru annað hvert ár. Síðustu leikar voru haldnir hér á landi fyrir tveimur árum þar sem bæði liðin okkar höfnuðu í 2. sæti. Í báðum landsliðunum í þessu verkefni fá leikmenn sem leika í háskólum í Bandaríkjunum tækifæri til að taka þátt, sem er gleðiefni, en margir efnilegir leikmenn, sem hafa verið í yngri landsliðum og A-liðum undanfarin ár, iðka þar nám og leika körfuknattleik um þessar mundir. Landslið kvenna er skipuð öllum þeim bestu leikmönnum sem leikfærir eru. Gunnhildur Gunnardóttir er barnshafandi og í fríi að þessu sinni. Ívar Ásgrímsson og aðstoðarþjálfarar hans Bjarni Magnússon og Hildur Sigurðardóttir, völdu 12 leikmenn í þetta verkefni, en fleiri leikmenn hafa verið við æfingar með þeim að undanförnu sem munu fá tækifæri í vináttulandsleikjum í Írlandi um miðjan júní í kjölfar Smáþjóðaleika. Keflvíkingurinn Birna Valgerður Benónýsdóttir er eini nýliðinn í liðinu. Helena Sverrisdóttir er komin aftur inn í landsliðið eftir barnsburðarleyfi. Ákvörðun var tekin af þjálfurum karlaliðsins að nýta þetta mót til að skoða yngri leikmenn og nota nokkra af þeim sem eru að fara á lokamót U20 landsliða í sumar spreyta sig í bland við aðra unga leikmenn. Einungis þrír leikmenn karlaliðsins eiga A-leiki að baki sem eru í hóp að þessu sinni. Craig Pedersen, landsliðsþjálfari, valdi liðið með Finni Frey Stefánssyni og Arnari Guðjónsyni, aðstoðarþjálfurum sínum. Finnur Freyr mun stýra liðinu á leikunum en Finnur er einnig þjálfari U20 liðsins og Baldur Þór er hans aðstoðarþjálfari í báðum verkefnunum. Kristófer Acox er reynslumesti leikmaður hópsins með 12 leiki en Ólafur Ólafsson hefur spilað 11 leiki og Tryggvi Snær Hlinason átta landsleiki.Eftirtaldir leikmenn skipa landslið Íslands á Smáþjóðaleikunum í San Marino 2017:Landslið kvenna Berglind Gunnarsdóttir · Snæfell (8 landsleikir) Birna Valgerður Benónýsdóttir · Keflavík Emelía Ósk Gunnarsdóttir · Keflavík (2) Hallveig Jónsdóttir · Valur (5) Helena Sverrisdóttir · Haukar (61) Hildur Björg Kjartansdóttir · UTPA, USA / Snæfell (12) Ingunn Embla Kristínardóttir · Grindavík (9) Ragna Margrét Brynjarsdóttir · Stjarnan (37) Sandra Lind Þrastardóttir · Horsholms 79’ers, DK (11) Sara Rún Hinriksdóttir · Canisius, USA / Keflavík (9) Sigrún Sjöfn Ámundadóttir · Skallagrímur (44) Thelma Dís Ágústsdóttir · Keflavík (2) (Landsleikir innan sviga), Birna Valgerður er nýliði. Þjálfarar verða Ívar Ásgrímsson og Bjarni Magnússon.Landslið karla Emil Karel Einarsson · Þór Þorlákshöfn Gunnar Ólafsson · St. Francis, USA / Keflavík Jón Axel Guðmundsson · Davidson, USA / Grindavík Kári Jónsson · Drexler, USA / Haukar Kristinn Pálsson · Marist, USA / Njarðvík Kristófer Acox · KR (12 landsleikir) Maciek Baginski · Þór Þorlákshöfn Matthías Orri Sigurðarson · ÍR Ólafur Ólafsson · Grindavík (11) Pétur Rúnar Birgisson · Tindastóll Tryggvi Snær Hlinason · Þór Akureyri (8) Þórir Guðmundur Þorbjarnarson · KR Þjálfarar verða Finnur Freyr Stefánsson og Baldur Þór Ragnarsson. FIBA hefur útnefnt tvo dómara frá Íslandi til að dæma á Smáþjóðaleikunum en það eru okkar FIBA dómarar, þeir Leifur S. Garðarsson og Sigmundur Már Herbertsson, sem fara fyrir hönd Íslands og dæma á leikunum. Að auki fer 5 manna fagteymi og fararstjórn frá KKÍ á mótið liðunum til halds og trausts. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Sjá meira
Craig Pedersen mun ekki stýra íslenska karlalandsliðinu á Smáþjóðaleikunum í San Marínó og lykilmenn landsliðsins verða heldur ekki með á leikunum. Níu nýliðar eru í karlalandsliðinu en einn nýliði hjá konunum. Búið er að velja þá tólf leikmenn sem munu skipa landslið Íslands, hjá konum og körlum, á Smáþjóðaleikunum, GSSE 2017, sem fara fram í San Marínó dagana 30. maí til 3. júní. Ísland sendir til leiks landslið karla og kvenna í keppnina en þetta eru sautjándu leikar smáríkja Evrópu sem haldnir eru annað hvert ár. Síðustu leikar voru haldnir hér á landi fyrir tveimur árum þar sem bæði liðin okkar höfnuðu í 2. sæti. Í báðum landsliðunum í þessu verkefni fá leikmenn sem leika í háskólum í Bandaríkjunum tækifæri til að taka þátt, sem er gleðiefni, en margir efnilegir leikmenn, sem hafa verið í yngri landsliðum og A-liðum undanfarin ár, iðka þar nám og leika körfuknattleik um þessar mundir. Landslið kvenna er skipuð öllum þeim bestu leikmönnum sem leikfærir eru. Gunnhildur Gunnardóttir er barnshafandi og í fríi að þessu sinni. Ívar Ásgrímsson og aðstoðarþjálfarar hans Bjarni Magnússon og Hildur Sigurðardóttir, völdu 12 leikmenn í þetta verkefni, en fleiri leikmenn hafa verið við æfingar með þeim að undanförnu sem munu fá tækifæri í vináttulandsleikjum í Írlandi um miðjan júní í kjölfar Smáþjóðaleika. Keflvíkingurinn Birna Valgerður Benónýsdóttir er eini nýliðinn í liðinu. Helena Sverrisdóttir er komin aftur inn í landsliðið eftir barnsburðarleyfi. Ákvörðun var tekin af þjálfurum karlaliðsins að nýta þetta mót til að skoða yngri leikmenn og nota nokkra af þeim sem eru að fara á lokamót U20 landsliða í sumar spreyta sig í bland við aðra unga leikmenn. Einungis þrír leikmenn karlaliðsins eiga A-leiki að baki sem eru í hóp að þessu sinni. Craig Pedersen, landsliðsþjálfari, valdi liðið með Finni Frey Stefánssyni og Arnari Guðjónsyni, aðstoðarþjálfurum sínum. Finnur Freyr mun stýra liðinu á leikunum en Finnur er einnig þjálfari U20 liðsins og Baldur Þór er hans aðstoðarþjálfari í báðum verkefnunum. Kristófer Acox er reynslumesti leikmaður hópsins með 12 leiki en Ólafur Ólafsson hefur spilað 11 leiki og Tryggvi Snær Hlinason átta landsleiki.Eftirtaldir leikmenn skipa landslið Íslands á Smáþjóðaleikunum í San Marino 2017:Landslið kvenna Berglind Gunnarsdóttir · Snæfell (8 landsleikir) Birna Valgerður Benónýsdóttir · Keflavík Emelía Ósk Gunnarsdóttir · Keflavík (2) Hallveig Jónsdóttir · Valur (5) Helena Sverrisdóttir · Haukar (61) Hildur Björg Kjartansdóttir · UTPA, USA / Snæfell (12) Ingunn Embla Kristínardóttir · Grindavík (9) Ragna Margrét Brynjarsdóttir · Stjarnan (37) Sandra Lind Þrastardóttir · Horsholms 79’ers, DK (11) Sara Rún Hinriksdóttir · Canisius, USA / Keflavík (9) Sigrún Sjöfn Ámundadóttir · Skallagrímur (44) Thelma Dís Ágústsdóttir · Keflavík (2) (Landsleikir innan sviga), Birna Valgerður er nýliði. Þjálfarar verða Ívar Ásgrímsson og Bjarni Magnússon.Landslið karla Emil Karel Einarsson · Þór Þorlákshöfn Gunnar Ólafsson · St. Francis, USA / Keflavík Jón Axel Guðmundsson · Davidson, USA / Grindavík Kári Jónsson · Drexler, USA / Haukar Kristinn Pálsson · Marist, USA / Njarðvík Kristófer Acox · KR (12 landsleikir) Maciek Baginski · Þór Þorlákshöfn Matthías Orri Sigurðarson · ÍR Ólafur Ólafsson · Grindavík (11) Pétur Rúnar Birgisson · Tindastóll Tryggvi Snær Hlinason · Þór Akureyri (8) Þórir Guðmundur Þorbjarnarson · KR Þjálfarar verða Finnur Freyr Stefánsson og Baldur Þór Ragnarsson. FIBA hefur útnefnt tvo dómara frá Íslandi til að dæma á Smáþjóðaleikunum en það eru okkar FIBA dómarar, þeir Leifur S. Garðarsson og Sigmundur Már Herbertsson, sem fara fyrir hönd Íslands og dæma á leikunum. Að auki fer 5 manna fagteymi og fararstjórn frá KKÍ á mótið liðunum til halds og trausts.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Sjá meira