Gagnrýna fyrirhuguð bílastæðagjöld Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. maí 2017 07:00 Einn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna á Íslandi er Þingvellir. Þar er þegar byrjað að innheimta bílastæðagjöld á grundvelli sérlaga. vísir/pjetur Samtök ferðaþjónustunnar leggjast alfarið gegn frumvarpi Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um breytingar á lögum um bílastæðagjöld. Með frumvarpinu er gert ráð fyrir að ráðherra og sveitarstjórnir fái heimild til að setja reglur um og innheimta gjald fyrir bílastæði og þjónustu sem því tengist, svo sem viðveru bílastæðavarða og salernisaðstöðu. „Það er ólíðandi að stjórnlaus gjaldtaka af hálfu opinberra aðila geti viðgengist hér á landi og gildir þá einu hvort um bílastæðagjöld eða aðra innheimtu sé að ræða,“ segja Samtök ferðaþjónustunnar í umsögn um frumvarpið. Auknar álögur og gjaldtaka á greinina sé það eina sem stjórnvöld leggi áherslu á að koma í framkvæmd án samtals eða samráðs við hagsmunaaðila og það sé ámælisvert. Samtökin hafi vissulega talað á þeim nótum að gjaldtaka sé eðlileg ef greitt sé hóflegt og sanngjarnt gjald fyrir virðisaukandi þjónustu á viðkomustöðum ferðamanna um landið. „Hins vegar er það algerlega óásættanlegt ef stjórnvöld eða sveitarfélög ætla að nýta sér gjaldheimtu og skattheimtu í ferðaþjónustu, umfram samkeppnishæfni greinarinnar til að byggja upp aðra innviði og almannaþjónustu,“ segir í umsögninni. Samtökin kalla eftir samstarfi við samgönguráðherra og stjórnvöld um að fara í greiningar á gjaldtökunni og samræma framkvæmd bílastæðagjalda með það að markmiði að koma í veg fyrir að sett verði lög sem festa ferðaþjónustufyrirtæki í viðjum óþarfa gjaldtöku. Að því loknu sé hægt að fara í ofangreindar breytingar á umferðarlögum. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tugir milljóna innheimtar í bílastæðagjöld á Þingvöllum Sveitarfélög fá heimild til að leggja á bílastæðagjöld á ferðamannastöðum. Tekjunum skal varið í uppbyggingu á stöðunum og gæslu. Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir vel hafa gengið að innheimta bílastæðagjöld þar. Tekjur 4. mars 2017 07:00 Vill aukna gjaldtöku í ferðaþjónustu frekar en skattahækkun á greinina Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, vill að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustufyrirtæki en haldi hins vegar áfram þeirri vinnu með atvinnugreininni að taka gjald fyrir virðisaukandi þjónustu, til dæmis bílastæðagjöld og salernisgjald, á ferðamannastöðum um landið. 7. apríl 2017 10:30 Prófessor í hagfræði: Villt gjaldtaka í ferðaþjónustu fráhrindandi hugmynd Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, hefur fjallað nokkuð um gjaldtöku á ferðamönnum og hélt meðal annars erindi um málið á fundi Félags viðskipta-og hagfræðinga á dögunum. 10. apríl 2017 21:30 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar leggjast alfarið gegn frumvarpi Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um breytingar á lögum um bílastæðagjöld. Með frumvarpinu er gert ráð fyrir að ráðherra og sveitarstjórnir fái heimild til að setja reglur um og innheimta gjald fyrir bílastæði og þjónustu sem því tengist, svo sem viðveru bílastæðavarða og salernisaðstöðu. „Það er ólíðandi að stjórnlaus gjaldtaka af hálfu opinberra aðila geti viðgengist hér á landi og gildir þá einu hvort um bílastæðagjöld eða aðra innheimtu sé að ræða,“ segja Samtök ferðaþjónustunnar í umsögn um frumvarpið. Auknar álögur og gjaldtaka á greinina sé það eina sem stjórnvöld leggi áherslu á að koma í framkvæmd án samtals eða samráðs við hagsmunaaðila og það sé ámælisvert. Samtökin hafi vissulega talað á þeim nótum að gjaldtaka sé eðlileg ef greitt sé hóflegt og sanngjarnt gjald fyrir virðisaukandi þjónustu á viðkomustöðum ferðamanna um landið. „Hins vegar er það algerlega óásættanlegt ef stjórnvöld eða sveitarfélög ætla að nýta sér gjaldheimtu og skattheimtu í ferðaþjónustu, umfram samkeppnishæfni greinarinnar til að byggja upp aðra innviði og almannaþjónustu,“ segir í umsögninni. Samtökin kalla eftir samstarfi við samgönguráðherra og stjórnvöld um að fara í greiningar á gjaldtökunni og samræma framkvæmd bílastæðagjalda með það að markmiði að koma í veg fyrir að sett verði lög sem festa ferðaþjónustufyrirtæki í viðjum óþarfa gjaldtöku. Að því loknu sé hægt að fara í ofangreindar breytingar á umferðarlögum.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tugir milljóna innheimtar í bílastæðagjöld á Þingvöllum Sveitarfélög fá heimild til að leggja á bílastæðagjöld á ferðamannastöðum. Tekjunum skal varið í uppbyggingu á stöðunum og gæslu. Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir vel hafa gengið að innheimta bílastæðagjöld þar. Tekjur 4. mars 2017 07:00 Vill aukna gjaldtöku í ferðaþjónustu frekar en skattahækkun á greinina Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, vill að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustufyrirtæki en haldi hins vegar áfram þeirri vinnu með atvinnugreininni að taka gjald fyrir virðisaukandi þjónustu, til dæmis bílastæðagjöld og salernisgjald, á ferðamannastöðum um landið. 7. apríl 2017 10:30 Prófessor í hagfræði: Villt gjaldtaka í ferðaþjónustu fráhrindandi hugmynd Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, hefur fjallað nokkuð um gjaldtöku á ferðamönnum og hélt meðal annars erindi um málið á fundi Félags viðskipta-og hagfræðinga á dögunum. 10. apríl 2017 21:30 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Sjá meira
Tugir milljóna innheimtar í bílastæðagjöld á Þingvöllum Sveitarfélög fá heimild til að leggja á bílastæðagjöld á ferðamannastöðum. Tekjunum skal varið í uppbyggingu á stöðunum og gæslu. Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir vel hafa gengið að innheimta bílastæðagjöld þar. Tekjur 4. mars 2017 07:00
Vill aukna gjaldtöku í ferðaþjónustu frekar en skattahækkun á greinina Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, vill að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustufyrirtæki en haldi hins vegar áfram þeirri vinnu með atvinnugreininni að taka gjald fyrir virðisaukandi þjónustu, til dæmis bílastæðagjöld og salernisgjald, á ferðamannastöðum um landið. 7. apríl 2017 10:30
Prófessor í hagfræði: Villt gjaldtaka í ferðaþjónustu fráhrindandi hugmynd Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, hefur fjallað nokkuð um gjaldtöku á ferðamönnum og hélt meðal annars erindi um málið á fundi Félags viðskipta-og hagfræðinga á dögunum. 10. apríl 2017 21:30