Þjálfari Cleveland: Cavs-Warriors eins og Celtics-Lakers á níunda áratugnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2017 12:30 Larry Bird og Magic Johnson mættust oft í úrslitaeinvíginu. Vísir/Getty Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors hafa bæði unnið átta fyrstu leiki sína í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta og allt lítur út fyrir að þau mætist í úrslitaeinvíginu í júní. Það yrði þá í þriðja árið í röð sem þessi tvö lið spila um titilinn. Golden State Warriors vann titilinn árið 2015 en Cleveland Cavaliers liðið er ríkjandi NBA-meistari. Einhverjir körfuboltaspekingar vestan hafs hafa verið að kvarta yfir þessum yfirburðum liðanna og vilja fá meiri spennu í úrslitakeppnina. Það hafa reyndar verið fullt af spennandi seríum bara ekki þær þar sem Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors hafa bæði sópað tveimur liðum í sumarfrí. Tyronn Lue, þjálfari Cleveland Cavaliers, skilur ekki alveg í þessari umræðu og vill alls ekki meina að þessi þróun sé slæm fyrir körfuboltann í Bandaríkjunum. Hann notaði við það tækifæri gott dæmi frá níunda áratugnum, dæmi sem er í NBA-sögunni sagt verið ein af helstu ástæðunum fyrir auknum vinsælum NBA-körfuboltans á sínum tíma. „Er þetta vandamál? Ég tel svo ekki vera,“ sagði Tyronn Lue á fyrstu æfingu Cleveland Cavaliers eftir að liðið sendi Toronto Raptors í sumarfrí. „Ég held að fullt af fólki hafi viljað sjá Boston spila til úrslita á móti Lakers á sínum tíma. Það eru líka örugglega margir sem vilja sjá Golden State og Cavs mætast í dag. Það er ekkert vandmál. Þetta eru tvo þau lið sem eru að spila besta körfuboltann þessa stundina,“ sagði Tyronn Lue. Kobe Bryant, fyrrum leikmaður Los Angeles Lakers og einn besti körfuboltamaður allra tíma, hefur tekið undir þetta sjónarhorn Tyronn Lue. Yfirburðir Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors eru þó kannski fullmiklir. Warriors-liðið hefur unnið átta leiki með 16,5 stigum að meðaltali en Cleveland hefur unnið sína leiki með 9,6 stigum að meðaltali. Boston Celtics og Los Angeles Lakers mættust oft í lokaúrslitunum á níunda áratugnum með þá Larry Bird og Magic Johnson í fararbroddi. Þau náðu því þá aldrei að mætast þrjú ár í röð þótt þau hafi unnið alla titla í boði frá 1984 til 1988 (Boston 1984 og 1986 og Lakers 1985, 1987 og 1988). Fari því svo að lið Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors mætast í úrslitaeinvíginu þá verður það í fyrsta sinn í sögu NBA sem sömu lið spila um NBA-titilinn þrjú ár í röð. NBA Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Sjá meira
Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors hafa bæði unnið átta fyrstu leiki sína í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta og allt lítur út fyrir að þau mætist í úrslitaeinvíginu í júní. Það yrði þá í þriðja árið í röð sem þessi tvö lið spila um titilinn. Golden State Warriors vann titilinn árið 2015 en Cleveland Cavaliers liðið er ríkjandi NBA-meistari. Einhverjir körfuboltaspekingar vestan hafs hafa verið að kvarta yfir þessum yfirburðum liðanna og vilja fá meiri spennu í úrslitakeppnina. Það hafa reyndar verið fullt af spennandi seríum bara ekki þær þar sem Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors hafa bæði sópað tveimur liðum í sumarfrí. Tyronn Lue, þjálfari Cleveland Cavaliers, skilur ekki alveg í þessari umræðu og vill alls ekki meina að þessi þróun sé slæm fyrir körfuboltann í Bandaríkjunum. Hann notaði við það tækifæri gott dæmi frá níunda áratugnum, dæmi sem er í NBA-sögunni sagt verið ein af helstu ástæðunum fyrir auknum vinsælum NBA-körfuboltans á sínum tíma. „Er þetta vandamál? Ég tel svo ekki vera,“ sagði Tyronn Lue á fyrstu æfingu Cleveland Cavaliers eftir að liðið sendi Toronto Raptors í sumarfrí. „Ég held að fullt af fólki hafi viljað sjá Boston spila til úrslita á móti Lakers á sínum tíma. Það eru líka örugglega margir sem vilja sjá Golden State og Cavs mætast í dag. Það er ekkert vandmál. Þetta eru tvo þau lið sem eru að spila besta körfuboltann þessa stundina,“ sagði Tyronn Lue. Kobe Bryant, fyrrum leikmaður Los Angeles Lakers og einn besti körfuboltamaður allra tíma, hefur tekið undir þetta sjónarhorn Tyronn Lue. Yfirburðir Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors eru þó kannski fullmiklir. Warriors-liðið hefur unnið átta leiki með 16,5 stigum að meðaltali en Cleveland hefur unnið sína leiki með 9,6 stigum að meðaltali. Boston Celtics og Los Angeles Lakers mættust oft í lokaúrslitunum á níunda áratugnum með þá Larry Bird og Magic Johnson í fararbroddi. Þau náðu því þá aldrei að mætast þrjú ár í röð þótt þau hafi unnið alla titla í boði frá 1984 til 1988 (Boston 1984 og 1986 og Lakers 1985, 1987 og 1988). Fari því svo að lið Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors mætast í úrslitaeinvíginu þá verður það í fyrsta sinn í sögu NBA sem sömu lið spila um NBA-titilinn þrjú ár í röð.
NBA Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Sjá meira