Fanney setti nýtt Íslands- og Norðurlandamet í 63 kílóa flokki og vann silfurverðlaun.
Fanney lét ekki mótlæti í byrjun keppninnar stoppa sig. Fanney byrjaði á því að lyfta 152,5 kílóum en lyftan hennar var dæmd ógild vegna tæknimistaka
Fanney endurtók þá lyftu nokkuð örugglega í annarri tilraun en þá átti hún bara eina lyftu eftir.
Fanney lét því allt vaða í sinni þriðju lyftu og reyndi þá við bætingu á sínu eigin Íslands- og Norðurlandameti.
Fanney fór upp með 157,5 kíló og kláraði þá lyftu án nokkurra vandamál og tryggði sér silfrið. Hún átti ekki mikla möguleika í heimsmeistarann að þessu sinni.
Fanney hafnaði í öðru sæti á eftir ríkjandi heimsmeistaranum og heimsmethafanum Gundulu von Bachhaus, sem lyfti 167,5 kílóum.