Segir það hallærislega ákvörðun hjá Flugfélagi Íslands að leggja íslenskunni Birgir Olgeirsson skrifar 24. maí 2017 13:36 Þetta er spurningum um metnað og viðhorf til móðurmálsins,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson um ákvörðun Flugfélags Íslands. Vísir „Mér finnst þetta frekar hallærislegt,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, um ákvörðun Flugfélags Íslands að skipta um nafn á fyrirtækinu. Hafði félagið bæði notast við Air Iceland og Flugfélag Íslands en hefur nú ákveðið að hætta að nota nafnið Flugfélag Íslands. Ástæður fyrir nafnbreytingunni eru nokkrar að því er segir í tilkynningu frá flugfélaginu. Aukin umsvif á erlendum mörkuðum, fjölgun erlendra ferðamanna sem nýta sér þjónustu flugfélagsins og aukið samstarf við Icelandair. Eiríkur segist hafa skilið á sínum tíma þegar Flugleiðir breyttu nafni sínu í Icelandair vegna markaðssetningar erlendis.„Mér finnst öðru máli skipta um innanlands flugfélag,“ segir Eiríkur og vill meina að það sé ákveðin uppgjöf gagnvart íslenskunni að hætta að notast við nafnið Flugfélag Íslands. „Mér finnst það. Þetta er spurningum um metnað og viðhorf til móðurmálsins. Það getur vel verið að það sé aukakostnaður og flækjur að hafa íslenskuna með. En það hefur alltaf legið fyrir að það kostar eitthvað að vera með sérstakt tungumál fyrir 330 þúsund manns, eins og það kostar að hafa sérstakan gjaldmiðil. Þetta er bara spurning hvað við viljum leggja á okkur.“ Eiríkur er meðvitaður um það að vissulega sé þetta að einhverju leyti smáatriði, eins og þegar hann kvartaði undan sýningunni Amazing Home Show, vöru- og þjónustusýningu sem var haldin í Laugardalshöll um liðna helgi. „Þetta eru smáatriði í sjálfu sér en leiðir til að við verðum ónæmari fyrir enskunni og hún síast meira og meira í umhverfið og það veikir ónæmiskerfi íslenskunnar. Hún verður veikari fyrir og við hættum að kippa okkur upp við þetta og á endanum verðum við komin með ensku alls staðar og þá er íslenskan sjálfdauð í raun og veru.“Í kjölfar ákvörðunar Flugfélags Íslands grínaðist Eiríkur með það að skipta hreinlega sjálfur um nafn: Fréttir af flugi Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Flugfélag Íslands skiptir um nafn Flugfélag Íslands mun frá og með deginum í dag taka upp nýtt nafn, Air Iceland Connect. Mun flugfélagið, sem hefur hingað til heitið Air Iceland á ensku, hætta að nota nafnið Flugfélag Íslands. 24. maí 2017 10:15 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
„Mér finnst þetta frekar hallærislegt,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, um ákvörðun Flugfélags Íslands að skipta um nafn á fyrirtækinu. Hafði félagið bæði notast við Air Iceland og Flugfélag Íslands en hefur nú ákveðið að hætta að nota nafnið Flugfélag Íslands. Ástæður fyrir nafnbreytingunni eru nokkrar að því er segir í tilkynningu frá flugfélaginu. Aukin umsvif á erlendum mörkuðum, fjölgun erlendra ferðamanna sem nýta sér þjónustu flugfélagsins og aukið samstarf við Icelandair. Eiríkur segist hafa skilið á sínum tíma þegar Flugleiðir breyttu nafni sínu í Icelandair vegna markaðssetningar erlendis.„Mér finnst öðru máli skipta um innanlands flugfélag,“ segir Eiríkur og vill meina að það sé ákveðin uppgjöf gagnvart íslenskunni að hætta að notast við nafnið Flugfélag Íslands. „Mér finnst það. Þetta er spurningum um metnað og viðhorf til móðurmálsins. Það getur vel verið að það sé aukakostnaður og flækjur að hafa íslenskuna með. En það hefur alltaf legið fyrir að það kostar eitthvað að vera með sérstakt tungumál fyrir 330 þúsund manns, eins og það kostar að hafa sérstakan gjaldmiðil. Þetta er bara spurning hvað við viljum leggja á okkur.“ Eiríkur er meðvitaður um það að vissulega sé þetta að einhverju leyti smáatriði, eins og þegar hann kvartaði undan sýningunni Amazing Home Show, vöru- og þjónustusýningu sem var haldin í Laugardalshöll um liðna helgi. „Þetta eru smáatriði í sjálfu sér en leiðir til að við verðum ónæmari fyrir enskunni og hún síast meira og meira í umhverfið og það veikir ónæmiskerfi íslenskunnar. Hún verður veikari fyrir og við hættum að kippa okkur upp við þetta og á endanum verðum við komin með ensku alls staðar og þá er íslenskan sjálfdauð í raun og veru.“Í kjölfar ákvörðunar Flugfélags Íslands grínaðist Eiríkur með það að skipta hreinlega sjálfur um nafn:
Fréttir af flugi Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Flugfélag Íslands skiptir um nafn Flugfélag Íslands mun frá og með deginum í dag taka upp nýtt nafn, Air Iceland Connect. Mun flugfélagið, sem hefur hingað til heitið Air Iceland á ensku, hætta að nota nafnið Flugfélag Íslands. 24. maí 2017 10:15 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Flugfélag Íslands skiptir um nafn Flugfélag Íslands mun frá og með deginum í dag taka upp nýtt nafn, Air Iceland Connect. Mun flugfélagið, sem hefur hingað til heitið Air Iceland á ensku, hætta að nota nafnið Flugfélag Íslands. 24. maí 2017 10:15