Fjölmenni beið þess að Costco opnaði á degi tvö Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. maí 2017 10:07 Fyrir utan Costco klukkan 9:50 í morgun en verslunin opnaði klukkan 10. Vísir/Kristinn Páll Vel á annað hundrað manns mætti fyrir utan vöruhús Costco í Kauptúni þegar um tíu mínútur voru í að opnað yrði fyrir viðskiptavini í morgun. Þá var bílaplanið orðið fullt tíu mínútur yfir tíu að sögn björgunarsveitarliða sem stendur vaktina á bílaplaninu. Verslunin var opnuð í gær og er óhætt að segja að færri hafi verið mættir en reiknað var með um morguninn þegar opnað var klukkan 9. Íslendingar hafa tekið erlendum risum fagnandi á undanförnum árum, í það minnsta í upphafi. Þannig myndaðist öngþveiti þegar Bauhaus, Dunkin’ Donuts, Lindex og Toys R Us opnuðu dyrnar fyrir almenning. Var því reiknað með að svipað yrði uppi á teningnum við opnun Costco í gærmorgun. Fjöldinn sem var við opnunina klukkan 9 í gærmorgun var þó mun minni en reiknað hafði verið með. Sjá einnig: Vatnið ódýrara en skilagjald flöskunnar Engin opnunartilboð voru hjá Costco, eins og oft er við opnun, og þá er óhætt að segja að umræða hafi verið mikil á samfélagsmiðlum í aðdraganda opnunar þar sem Íslendingar hafa sætt gagnrýni samlanda sinna fyrir að stilla sér upp í röð við slíkar opnanir. Fjölmiðlar voru á staðnum og greinilegt að hluti fólks hafði áhyggjur af því að sjást í röðinni. Þegar leið á daginn fjölgaði hins vegar töluvert í versluninni og var fjöldinn afar mikill síðdegis. Miðað við fjöldann sem mætti í morgun er áhuginn enn mikill á versluninni. Allur gangur er á því hvort Costco bjóði betra verð en íslenskir aðilar eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í morgun. Eins og sjá má á verðsamanburðinn hér að neðan á völdum vörum er misjafnt hvar besta verðið er að finna. Hafa verður í huga að aðrar verslanir hafa í mörgum tilfellum lækkað verð undanfarnar vikur í aðdraganda opnunar Costco. Costco Tengdar fréttir Costco býður ekki alltaf besta verðið Framkvæmdastjóri Elko segir fyrirtækið ætla að veita Costco verðsamkeppni á raftækjamarkaði. Matarinnkaup hagstæð í Costco en í mörgum tilfellum þarf að kaupa í miklu magni. Bjóða tískuföt á lægra verði en áður þekktist. 24. maí 2017 07:00 Vatn Costco ódýrara en skilagjald flöskunnar Costco í Garðabæ selur hálfan lítra af vatni í plastflöskum á ellefu krónur stykkið. Skilagjald drykkjarumbúða er 16 krónur á flösku og því fimm krónum hærra en verðlagning Costco. 24. maí 2017 07:00 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Vel á annað hundrað manns mætti fyrir utan vöruhús Costco í Kauptúni þegar um tíu mínútur voru í að opnað yrði fyrir viðskiptavini í morgun. Þá var bílaplanið orðið fullt tíu mínútur yfir tíu að sögn björgunarsveitarliða sem stendur vaktina á bílaplaninu. Verslunin var opnuð í gær og er óhætt að segja að færri hafi verið mættir en reiknað var með um morguninn þegar opnað var klukkan 9. Íslendingar hafa tekið erlendum risum fagnandi á undanförnum árum, í það minnsta í upphafi. Þannig myndaðist öngþveiti þegar Bauhaus, Dunkin’ Donuts, Lindex og Toys R Us opnuðu dyrnar fyrir almenning. Var því reiknað með að svipað yrði uppi á teningnum við opnun Costco í gærmorgun. Fjöldinn sem var við opnunina klukkan 9 í gærmorgun var þó mun minni en reiknað hafði verið með. Sjá einnig: Vatnið ódýrara en skilagjald flöskunnar Engin opnunartilboð voru hjá Costco, eins og oft er við opnun, og þá er óhætt að segja að umræða hafi verið mikil á samfélagsmiðlum í aðdraganda opnunar þar sem Íslendingar hafa sætt gagnrýni samlanda sinna fyrir að stilla sér upp í röð við slíkar opnanir. Fjölmiðlar voru á staðnum og greinilegt að hluti fólks hafði áhyggjur af því að sjást í röðinni. Þegar leið á daginn fjölgaði hins vegar töluvert í versluninni og var fjöldinn afar mikill síðdegis. Miðað við fjöldann sem mætti í morgun er áhuginn enn mikill á versluninni. Allur gangur er á því hvort Costco bjóði betra verð en íslenskir aðilar eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í morgun. Eins og sjá má á verðsamanburðinn hér að neðan á völdum vörum er misjafnt hvar besta verðið er að finna. Hafa verður í huga að aðrar verslanir hafa í mörgum tilfellum lækkað verð undanfarnar vikur í aðdraganda opnunar Costco.
Costco Tengdar fréttir Costco býður ekki alltaf besta verðið Framkvæmdastjóri Elko segir fyrirtækið ætla að veita Costco verðsamkeppni á raftækjamarkaði. Matarinnkaup hagstæð í Costco en í mörgum tilfellum þarf að kaupa í miklu magni. Bjóða tískuföt á lægra verði en áður þekktist. 24. maí 2017 07:00 Vatn Costco ódýrara en skilagjald flöskunnar Costco í Garðabæ selur hálfan lítra af vatni í plastflöskum á ellefu krónur stykkið. Skilagjald drykkjarumbúða er 16 krónur á flösku og því fimm krónum hærra en verðlagning Costco. 24. maí 2017 07:00 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Costco býður ekki alltaf besta verðið Framkvæmdastjóri Elko segir fyrirtækið ætla að veita Costco verðsamkeppni á raftækjamarkaði. Matarinnkaup hagstæð í Costco en í mörgum tilfellum þarf að kaupa í miklu magni. Bjóða tískuföt á lægra verði en áður þekktist. 24. maí 2017 07:00
Vatn Costco ódýrara en skilagjald flöskunnar Costco í Garðabæ selur hálfan lítra af vatni í plastflöskum á ellefu krónur stykkið. Skilagjald drykkjarumbúða er 16 krónur á flösku og því fimm krónum hærra en verðlagning Costco. 24. maí 2017 07:00