Fullyrða að Trump muni draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu Atli Ísleifsson skrifar 31. maí 2017 12:39 Donald Trump Bandaríkjaforseti. Vísir/AFP Bandarískir fjölmiðlar segja að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi ákveðið að draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu. Vefurinn Axios greinir frá þessu og vísar í tvo ólíka heimildarmenn. Trump neitaði að lýsa yfir stuðningi við Parísarsamkomulagið á fundi leiðtoga G7-ríkjanna á Sikiley í síðustu viku og sagðist þurfa meiri tíma til umhugsunar. Sagði hann í tísti að hann hugðist tilkynna um ákvörðun sína í þessari viku. Um tvö hundruð ríki náðu samkomulagi á fundi sínum í París 2015 sem miðar að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Samkvæmt samkomulaginu skuldbindur Bandaríkin sig til að draga úr losun um 26 til 28 prósent fram til ársins 2025, miðað við losunina 2005. Markmið samkomulagsins er að tryggja að hlýnun jarðar haldist vel fyrir innan tvær gráður. Axios segir að Scott Pruitt, yfirmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, vinni nú að útfærslu úrsagnarinnar. Í frétt Reuters segir að 22 öldungadeildarþingmenn Repúblikana, meðal annars leiðtoginn Mitch McConnell, hafi þrýst mjög á að Bandaríkin dragi sig úr samkomulaginu.Uppfært 13:30: Trump hefur greint frá því á Twitter að hann muni taka ákvörðun um Parísarsamkomulagið á næstu dögum. Lýkur hann færslunni á árunum „Make America Great Again“, sem var slagorð hans í kosningabaráttunni á síðasta ári.I will be announcing my decision on the Paris Accord over the next few days. MAKE AMERICA GREAT AGAIN!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 31, 2017 Loftslagsmál Tengdar fréttir Hyggst taka ákvörðun um stuðning við Parísarsamkomulagið í næstu viku Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun taka ákvörðun um stuðning Bandaríkjanna við Parísarsamkomulagið í næstu viku. 27. maí 2017 22:00 „Algjörlega nauðsynlegt“ að þjóðir heims samþykki Parísarsáttmálann Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir ríki heimsins þurfa að standa enn þéttar saman. 31. maí 2017 08:03 Angela Merkel segir Evrópu verða að berjast fyrir eigin örlögum Evrópa getur ekki lengur „stólað algjörlega“ á Bandaríkin og Bretland, sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, á kosningafundi í Munchen í Þýskalandi í dag. Hún hefur þungar áhyggjur af framtíð Parísarsamkomulagsins. 28. maí 2017 16:58 Staða Bandaríkjanna geti veikst samþykki Trump ekki sáttmálann Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir það geta veikt stöðu Bandaríkjamanna á alþjóðavettvangi ef þeir samþykkja ekki Parísarsamkomulagið. 28. maí 2017 19:09 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Bandarískir fjölmiðlar segja að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi ákveðið að draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu. Vefurinn Axios greinir frá þessu og vísar í tvo ólíka heimildarmenn. Trump neitaði að lýsa yfir stuðningi við Parísarsamkomulagið á fundi leiðtoga G7-ríkjanna á Sikiley í síðustu viku og sagðist þurfa meiri tíma til umhugsunar. Sagði hann í tísti að hann hugðist tilkynna um ákvörðun sína í þessari viku. Um tvö hundruð ríki náðu samkomulagi á fundi sínum í París 2015 sem miðar að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Samkvæmt samkomulaginu skuldbindur Bandaríkin sig til að draga úr losun um 26 til 28 prósent fram til ársins 2025, miðað við losunina 2005. Markmið samkomulagsins er að tryggja að hlýnun jarðar haldist vel fyrir innan tvær gráður. Axios segir að Scott Pruitt, yfirmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, vinni nú að útfærslu úrsagnarinnar. Í frétt Reuters segir að 22 öldungadeildarþingmenn Repúblikana, meðal annars leiðtoginn Mitch McConnell, hafi þrýst mjög á að Bandaríkin dragi sig úr samkomulaginu.Uppfært 13:30: Trump hefur greint frá því á Twitter að hann muni taka ákvörðun um Parísarsamkomulagið á næstu dögum. Lýkur hann færslunni á árunum „Make America Great Again“, sem var slagorð hans í kosningabaráttunni á síðasta ári.I will be announcing my decision on the Paris Accord over the next few days. MAKE AMERICA GREAT AGAIN!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 31, 2017
Loftslagsmál Tengdar fréttir Hyggst taka ákvörðun um stuðning við Parísarsamkomulagið í næstu viku Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun taka ákvörðun um stuðning Bandaríkjanna við Parísarsamkomulagið í næstu viku. 27. maí 2017 22:00 „Algjörlega nauðsynlegt“ að þjóðir heims samþykki Parísarsáttmálann Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir ríki heimsins þurfa að standa enn þéttar saman. 31. maí 2017 08:03 Angela Merkel segir Evrópu verða að berjast fyrir eigin örlögum Evrópa getur ekki lengur „stólað algjörlega“ á Bandaríkin og Bretland, sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, á kosningafundi í Munchen í Þýskalandi í dag. Hún hefur þungar áhyggjur af framtíð Parísarsamkomulagsins. 28. maí 2017 16:58 Staða Bandaríkjanna geti veikst samþykki Trump ekki sáttmálann Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir það geta veikt stöðu Bandaríkjamanna á alþjóðavettvangi ef þeir samþykkja ekki Parísarsamkomulagið. 28. maí 2017 19:09 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Hyggst taka ákvörðun um stuðning við Parísarsamkomulagið í næstu viku Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun taka ákvörðun um stuðning Bandaríkjanna við Parísarsamkomulagið í næstu viku. 27. maí 2017 22:00
„Algjörlega nauðsynlegt“ að þjóðir heims samþykki Parísarsáttmálann Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir ríki heimsins þurfa að standa enn þéttar saman. 31. maí 2017 08:03
Angela Merkel segir Evrópu verða að berjast fyrir eigin örlögum Evrópa getur ekki lengur „stólað algjörlega“ á Bandaríkin og Bretland, sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, á kosningafundi í Munchen í Þýskalandi í dag. Hún hefur þungar áhyggjur af framtíð Parísarsamkomulagsins. 28. maí 2017 16:58
Staða Bandaríkjanna geti veikst samþykki Trump ekki sáttmálann Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir það geta veikt stöðu Bandaríkjamanna á alþjóðavettvangi ef þeir samþykkja ekki Parísarsamkomulagið. 28. maí 2017 19:09