Lögmaður Trump segir Comey fara með lygar Heimir Már Pétursson skrifar 9. júní 2017 20:00 James Comey sem Donald Trump Bandaríkjaforseti rak úr embætti forstjóra Alríkislögreglunnar FBI, sagði í vitnisburði fyrir nefnd öldungadeildarinnar Bandaríkjaþings í gær að forsetinn hefði ítrekað óskað eftir því að hann sverði hollustu við sig. Vísir/Getty Lögmaður Donald Trump forseta Bandaríkjanna segir forsetann aldrei hafa farið fram á að fyrrverandi forstjóri FBI lýsti yfir hollustu við hann og aldrei beðið hann að slaka á rannsók alríkislögreglunnar á fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa forsetans. Leiðtogi demókrata í fultrúadeild Bandaríkjaþings segir augljóst að forsetinn hafi misnotað vald sitt. James Comey sem Donald Trump Bandaríkjaforseti rak úr embætti forstjóra Alríkislögreglunnar FBI, sagði í vitnisburði fyrir nefnd öldungadeildarinnar Bandaríkjaþings í gær að forsetinn hefði ítrekað óskað eftir því að hann sverði hollustu við sig. Forsetinn hefur ekki tjáð sig opinberlega eftir vitnisburðinn en Marc Kasowitz persónulegur lögmaður hans kom honum til varnar. „Forsetinn sagði aldrei við Comey ég þarf hollustu, ég reikna með hollustu. Hann sagði þar hvorki að forminu til né innihaldslega,“ sagði lögmaðurinn í yfirlýsingu eftir vitnisburð Comey. Hér heldur lögmaður forsetans því beinlínis fram að Comey hafi logið til um orðasamskipti hans og forsetans. Alvarlegasti hluti vitnisburðar Comeys var frásögn hans af því þegar hann segir Trump hafa beðið hann að "Let Flynn go." Eða að slaka á rannsókn FBI á samskiptum Michael Flynn sem Trump hafði þá daginn áður rekið úr embætti þjóðaröryggisráðgjafa eftir að hann var staðinn af því að ljúga til um þessi samskipti. Ef rannsóknarnefndir Bandaríkjaþings komast að því að þarna hafi forsetinn verið að reyna að hindra framgang réttvísinnar, gæti honum verið stefnt af þinginu. Nancy Pelosi leiðtogi demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings telur Trump hafa brotið af sér. „Ég tel að hann hafi misnotað vald. Ég tel engan vafa leika á að hann misnotaði vald sitt. Hvort hann hindraði réttvísina munu staðreyndir málsins leiða í ljós og það eru einmitt staðreyndir sem við viljum fá fram. Ég vona að samþingmenn mínir í Republikanaflokknum hætti að standa í vegi þess að við fáum staðreyndir málsins upp á borðið,“ sagði Pelosi í dag. Lögmaður forsetans er hins vegar á öðru máli, þótt hann hafi aldrei verið viðstaddur fundi Comey með Trump. „Forsetinn beindi því aldrei á nokkurn hátt til Comey né lagði það til við hann að hann hætti að rannsaka nokkurn mann. Þar með talið að hann hafi lagt til að Comey sleppti Flynn (let Flynn go),“ segir Kasowitz. Enn og aftur segir lögmaðurinn Comey fara með rangt mál um tveggja manna tal hans og forsetans. Trump stóðst freistinguna að tísta á meðan Comey bar vitni fyrir öldungadeildinni en tísti hins vegar í morgun: Þrátt fyrir svo margar falskar yfirlýsingar og lygar; alger hreinsun. og WOW Comey lak upplýsingum. Þarna vísar forsetinn til þess að Comey viðurkenndi fyrir öldungadeildinni í gær að hafa komið minnisblaði sínu um fund hans með forsetanum til vinar síns til að hann kæmi minnisblaðinu síðan til fjölmiðla. Þetta sagðist Comey hafa gert eftir að forsetinn gaf til kynna að til væri hljóðupptaka af fundi þeirra. Og nú boðar lögmaður forsetans mögulega rannsókn á Comey. „Við látum það viðeigandi yfirvöldum eftir að ákveða hvort þessi leki verði rannsakaður ásamt leka á mörgum öðrum upplýsingum sem sæta rannsókn,“ segir Marc Kasowitz. Donald Trump Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Sjá meira
Lögmaður Donald Trump forseta Bandaríkjanna segir forsetann aldrei hafa farið fram á að fyrrverandi forstjóri FBI lýsti yfir hollustu við hann og aldrei beðið hann að slaka á rannsók alríkislögreglunnar á fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa forsetans. Leiðtogi demókrata í fultrúadeild Bandaríkjaþings segir augljóst að forsetinn hafi misnotað vald sitt. James Comey sem Donald Trump Bandaríkjaforseti rak úr embætti forstjóra Alríkislögreglunnar FBI, sagði í vitnisburði fyrir nefnd öldungadeildarinnar Bandaríkjaþings í gær að forsetinn hefði ítrekað óskað eftir því að hann sverði hollustu við sig. Forsetinn hefur ekki tjáð sig opinberlega eftir vitnisburðinn en Marc Kasowitz persónulegur lögmaður hans kom honum til varnar. „Forsetinn sagði aldrei við Comey ég þarf hollustu, ég reikna með hollustu. Hann sagði þar hvorki að forminu til né innihaldslega,“ sagði lögmaðurinn í yfirlýsingu eftir vitnisburð Comey. Hér heldur lögmaður forsetans því beinlínis fram að Comey hafi logið til um orðasamskipti hans og forsetans. Alvarlegasti hluti vitnisburðar Comeys var frásögn hans af því þegar hann segir Trump hafa beðið hann að "Let Flynn go." Eða að slaka á rannsókn FBI á samskiptum Michael Flynn sem Trump hafði þá daginn áður rekið úr embætti þjóðaröryggisráðgjafa eftir að hann var staðinn af því að ljúga til um þessi samskipti. Ef rannsóknarnefndir Bandaríkjaþings komast að því að þarna hafi forsetinn verið að reyna að hindra framgang réttvísinnar, gæti honum verið stefnt af þinginu. Nancy Pelosi leiðtogi demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings telur Trump hafa brotið af sér. „Ég tel að hann hafi misnotað vald. Ég tel engan vafa leika á að hann misnotaði vald sitt. Hvort hann hindraði réttvísina munu staðreyndir málsins leiða í ljós og það eru einmitt staðreyndir sem við viljum fá fram. Ég vona að samþingmenn mínir í Republikanaflokknum hætti að standa í vegi þess að við fáum staðreyndir málsins upp á borðið,“ sagði Pelosi í dag. Lögmaður forsetans er hins vegar á öðru máli, þótt hann hafi aldrei verið viðstaddur fundi Comey með Trump. „Forsetinn beindi því aldrei á nokkurn hátt til Comey né lagði það til við hann að hann hætti að rannsaka nokkurn mann. Þar með talið að hann hafi lagt til að Comey sleppti Flynn (let Flynn go),“ segir Kasowitz. Enn og aftur segir lögmaðurinn Comey fara með rangt mál um tveggja manna tal hans og forsetans. Trump stóðst freistinguna að tísta á meðan Comey bar vitni fyrir öldungadeildinni en tísti hins vegar í morgun: Þrátt fyrir svo margar falskar yfirlýsingar og lygar; alger hreinsun. og WOW Comey lak upplýsingum. Þarna vísar forsetinn til þess að Comey viðurkenndi fyrir öldungadeildinni í gær að hafa komið minnisblaði sínu um fund hans með forsetanum til vinar síns til að hann kæmi minnisblaðinu síðan til fjölmiðla. Þetta sagðist Comey hafa gert eftir að forsetinn gaf til kynna að til væri hljóðupptaka af fundi þeirra. Og nú boðar lögmaður forsetans mögulega rannsókn á Comey. „Við látum það viðeigandi yfirvöldum eftir að ákveða hvort þessi leki verði rannsakaður ásamt leka á mörgum öðrum upplýsingum sem sæta rannsókn,“ segir Marc Kasowitz.
Donald Trump Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Sjá meira