Er skjárinn að skelfa þig? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 9. júní 2017 00:00 Nýrri tækni fylgja tækifæri en líka áskoranir. Foreldrar standa frammi fyrir gjörbreyttu umhverfi og þurfa að huga að uppeldi á fleiri sviðum en áður. Skiljanlega vilja foreldrar leiðsögn, núna strax, en vandinn er sá að enn sem komið er er ekki til umfangsmikill rannsóknargrunnur að byggja á. Þó er unnið að því hörðum höndum í kapp við hraða tækniþróun og sífellt koma fram nýjar upplýsingar og aukin innsýn í heim bernskunnar á tækniöld. En þetta er snúin staða þar sem hraðinn er þess valdandi að um leið og nýjar upplýsingar birtast breytist landslagið.Mismunandi skjátími Bandarísku barnalæknasamtökin hafa nýlega endurskoðað viðmið um skjátíma og rýmkað tímann með þeim rökum að það skipti máli hvað er verið að gera með tækjunum, ekki bara hve lengi. Börn geta notað tækin í uppbyggilegum tilgangi og það tekur vissulega tíma, t.d. að sinna heimaverkefnum eða leita sér þekkingar, þróa færni o.s.frv. Nám fer líka fram í gegnum leik. Það sem þarf að horfa á í þessu samhengi er hvernig barninu vegnar og þá er gagnlegt fyrir foreldra að spyrja sig spurninga eins og: Er barnið mitt líkamlega heilbrigt og fær það nægan svefn? Á barnið mitt í góðum félagslegum tengslum við fjölskyldu og vini? Hvernig er námsáhugi og námsárangur? Hefur barnið áhuga á að ná árangri í námi? Stundar barnið mitt áhugamál eða sinnir tómstundum? Nýtur barnið sín með sinni miðlanotkun? Finnst því t.d. gaman og er það að læra eitthvað þegar það notar tækin? Ef svörin við þessum spurningum eru á jákvæðum nótum þá er barnið í góðum málum og rétt er að nefna að flest börn eru í góðum málum þó svo aukning hafi orðið í vandamálum tengdum skjánotkun samfara aukinni tækninotkun. En er þá engin ástæða til að hafa áhyggjur?Allur er varinn góður Vissulega ber að taka alvarlega vísbendingar um aukinn vanda barna og ungmenna í tengslum við tækninotkun. Aukinn fjöldi skjólstæðinga sálfræðinga og geðlækna með alvarlegan vanda í tengslum við net- og tækjanotkun er staðreynd sem ber að gefa gaum. Mikilvægt er fyrir foreldra að kynna sér vel þá pytti sem börn geta stigið í þegar þau fóta sig eftir tækniveginum svo hægt sé að varast þá. Eitt það mikilvægasta er að kenna börnum gagnrýna hugsun svo þau geti sjálf sett sér reglur og slegið varnagla. Einnig er mikilvægt að byggja upp traust í samskiptum svo líklegra sé að börn leiti til foreldra þegar þau lenda í vanda. En líkt og finna má fjölbreytni í skjátíma þá eru börn margbreytilegur hópur. Skjánotkun ungra barna fellur t.a.m. ekki undir sömu viðmið og þeirra sem eldri eru.Skjánotkun ungra barna Um þessar mundir vinnur SAFT í samstarfi menntavísindasvið HÍ og HA að rannsókn á miðlanotkun ungra barna. Barnakönnun fyrir 0 til 8 ára er farin af stað og er hún unnin að norrænni fyrirmynd. Gagnasöfnun er langt komin og ættu fyrstu niðurstöður að verða klárar næsta haust. Markmiðið er að framkvæma slíka könnun reglulega, helst með tveggja ára millibili, því það er mikilvægt að kortleggja þessa hluti. Sífellt yngri börn hafa greiðan aðgang að tækni. Einnig er unnið að könnun fyrir aldurshópinn 9 til 17 ára og þar er tekið mið af eldri SAFT könnunum og EU Kids Online og Global Kids Online könnunum. Sú könnun verður framkvæmd víða um Evrópu og í framhaldinu á heimsvísu næsta vetur.Foreldrar eru fyrirmyndir Ef foreldrar vilja að börn séu minna á netinu og í snjalltækjum þurfa þeir líka að spá í sína notkun og hvort þeir séu of mikið með nefið í tækjunum. Ný rannsókn bendir til að foreldrar sem sífellt tékka á farsímum gætu alið upp börn með styttri athyglisspönn. Þetta á eftir að skoða betur en vísbendingar eru fyrir hendi. Setja þarf einfaldar umgengnisreglur sem öll fjölskyldan fer eftir. Til dæmis um að hafa ekki síma eða tölvur við matarborðið, ekki í svefnherbergjum á háttatíma o.s.frv. Þetta er einfalt og gagnlegt og því fyrr sem viðmið eru sett því betra. Þá er ramminn skýr og uppalendur eru með áætlun. Rætt er um tækja- og netnotkun í Foreldrasáttmála Heimilis og skóla sem hvetur bekkjarforeldra til að sammælast um viðmið og hefur sáttmálinn reynst foreldrum og kennurum vel. Heilbrigð skynsemi er sjaldan ofmetin og einnig er mikilvægt að taka mið af aldri barna og forsendum til að höndla tæknina sem er iðulega hönnuð til að krækja í athygli. Verum óhrædd við að ala börnin okkar upp. Líka á netinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, sem stýrir SAFT netöryggisverkefninu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hrefna Sigurjónsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Nýrri tækni fylgja tækifæri en líka áskoranir. Foreldrar standa frammi fyrir gjörbreyttu umhverfi og þurfa að huga að uppeldi á fleiri sviðum en áður. Skiljanlega vilja foreldrar leiðsögn, núna strax, en vandinn er sá að enn sem komið er er ekki til umfangsmikill rannsóknargrunnur að byggja á. Þó er unnið að því hörðum höndum í kapp við hraða tækniþróun og sífellt koma fram nýjar upplýsingar og aukin innsýn í heim bernskunnar á tækniöld. En þetta er snúin staða þar sem hraðinn er þess valdandi að um leið og nýjar upplýsingar birtast breytist landslagið.Mismunandi skjátími Bandarísku barnalæknasamtökin hafa nýlega endurskoðað viðmið um skjátíma og rýmkað tímann með þeim rökum að það skipti máli hvað er verið að gera með tækjunum, ekki bara hve lengi. Börn geta notað tækin í uppbyggilegum tilgangi og það tekur vissulega tíma, t.d. að sinna heimaverkefnum eða leita sér þekkingar, þróa færni o.s.frv. Nám fer líka fram í gegnum leik. Það sem þarf að horfa á í þessu samhengi er hvernig barninu vegnar og þá er gagnlegt fyrir foreldra að spyrja sig spurninga eins og: Er barnið mitt líkamlega heilbrigt og fær það nægan svefn? Á barnið mitt í góðum félagslegum tengslum við fjölskyldu og vini? Hvernig er námsáhugi og námsárangur? Hefur barnið áhuga á að ná árangri í námi? Stundar barnið mitt áhugamál eða sinnir tómstundum? Nýtur barnið sín með sinni miðlanotkun? Finnst því t.d. gaman og er það að læra eitthvað þegar það notar tækin? Ef svörin við þessum spurningum eru á jákvæðum nótum þá er barnið í góðum málum og rétt er að nefna að flest börn eru í góðum málum þó svo aukning hafi orðið í vandamálum tengdum skjánotkun samfara aukinni tækninotkun. En er þá engin ástæða til að hafa áhyggjur?Allur er varinn góður Vissulega ber að taka alvarlega vísbendingar um aukinn vanda barna og ungmenna í tengslum við tækninotkun. Aukinn fjöldi skjólstæðinga sálfræðinga og geðlækna með alvarlegan vanda í tengslum við net- og tækjanotkun er staðreynd sem ber að gefa gaum. Mikilvægt er fyrir foreldra að kynna sér vel þá pytti sem börn geta stigið í þegar þau fóta sig eftir tækniveginum svo hægt sé að varast þá. Eitt það mikilvægasta er að kenna börnum gagnrýna hugsun svo þau geti sjálf sett sér reglur og slegið varnagla. Einnig er mikilvægt að byggja upp traust í samskiptum svo líklegra sé að börn leiti til foreldra þegar þau lenda í vanda. En líkt og finna má fjölbreytni í skjátíma þá eru börn margbreytilegur hópur. Skjánotkun ungra barna fellur t.a.m. ekki undir sömu viðmið og þeirra sem eldri eru.Skjánotkun ungra barna Um þessar mundir vinnur SAFT í samstarfi menntavísindasvið HÍ og HA að rannsókn á miðlanotkun ungra barna. Barnakönnun fyrir 0 til 8 ára er farin af stað og er hún unnin að norrænni fyrirmynd. Gagnasöfnun er langt komin og ættu fyrstu niðurstöður að verða klárar næsta haust. Markmiðið er að framkvæma slíka könnun reglulega, helst með tveggja ára millibili, því það er mikilvægt að kortleggja þessa hluti. Sífellt yngri börn hafa greiðan aðgang að tækni. Einnig er unnið að könnun fyrir aldurshópinn 9 til 17 ára og þar er tekið mið af eldri SAFT könnunum og EU Kids Online og Global Kids Online könnunum. Sú könnun verður framkvæmd víða um Evrópu og í framhaldinu á heimsvísu næsta vetur.Foreldrar eru fyrirmyndir Ef foreldrar vilja að börn séu minna á netinu og í snjalltækjum þurfa þeir líka að spá í sína notkun og hvort þeir séu of mikið með nefið í tækjunum. Ný rannsókn bendir til að foreldrar sem sífellt tékka á farsímum gætu alið upp börn með styttri athyglisspönn. Þetta á eftir að skoða betur en vísbendingar eru fyrir hendi. Setja þarf einfaldar umgengnisreglur sem öll fjölskyldan fer eftir. Til dæmis um að hafa ekki síma eða tölvur við matarborðið, ekki í svefnherbergjum á háttatíma o.s.frv. Þetta er einfalt og gagnlegt og því fyrr sem viðmið eru sett því betra. Þá er ramminn skýr og uppalendur eru með áætlun. Rætt er um tækja- og netnotkun í Foreldrasáttmála Heimilis og skóla sem hvetur bekkjarforeldra til að sammælast um viðmið og hefur sáttmálinn reynst foreldrum og kennurum vel. Heilbrigð skynsemi er sjaldan ofmetin og einnig er mikilvægt að taka mið af aldri barna og forsendum til að höndla tæknina sem er iðulega hönnuð til að krækja í athygli. Verum óhrædd við að ala börnin okkar upp. Líka á netinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, sem stýrir SAFT netöryggisverkefninu.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun