Golden State Warriors tapar miklum peningum á því að sópa út Cleveland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2017 10:15 Steph Curry fagnar í nótt. Vísir/Getty Golden State Warriors er aðeins einum sigurleik frá því að vinna NBA-titilinn eftir fimm stiga sigur á Cleveland Cavaliers í úrslitaeinvígi NBA í nótt. Allir hjá Golden State Warriors segja örugglega að þeir vilji frekar vinna fjórða leikinn í Cleveland og klára þetta í stað þess að fá einn heimaleik í viðbót sem myndi þó gefa félaginu mikinn pening í kassann. Golden State Warriors getur orðið fyrsta félagið til að vinna alla sextán leikina í úrslitakeppninni og með því gerði liðið um leið tilkall til þess að vera besta NBA-lið allra tíma.ESPN hefur hinsvegar reiknað það út að Golden State Warriors tapar miklum peningum á því að sópa út Cleveland. Bara að fá fimmta leikinn í Oakland myndi fara nálægt því ná að borga upp öll árslaun Steph Curry sem eru 12,1 milljón dollarar. Missi Golden State af fimmta og sjöunda leik á heimavelli sínum þá myndu eigendurnir missa af því að fá 22 milljónir dollara í kassann sem eru meira en 2,1 milljarður í íslenskum krónum. Þetta eru því engar smáupphæðir sem við erum að tala um. Ársmiðahafar eru með forkaupsrétt en þurfa að kaupa miðana á þessa leiki og hver miði á leik í úrslitaeinvíginu kostar að meðaltali um 600 dollara eða 60 þúsund íslenskar. 14.500 ársmiðar eru hjá Golden State og því kæmi inn um 8,7 milljónir dollara bara af sölu ársmiðasætanna. Þá eru ótaldir 4000 miðar sem félagið selur á enn hærra verði en þar getur meðalverð miða farið á um 1200 dollara á sæti. Þar bætast við 4,8 milljónir dollara í kassann. Þar með væri innkoman orðin 13,5 milljónir dollara. NBA-deildin tekur 25 prósent til sín sem væri 3,3 milljónir dollarar og eftir stæðu því 10,1 milljónir á hvern leik. Við þetta myndu einnig geta bæst við aðrar tekjur eins og af endursölu miða og sölu á allskyns varningi tengdum liðinu. Það væri því ekkert alslæmt fyrir Golden State Warriors að tapa næsta leik og fá einn leik í viðbót á heimavelli. Fyrir lið sem missti niður 3-1 forystu í fyrra þá er samt engin ástæða til að taka áhættu þó í dag líti hún bara út fyrir að vera pínulítil. Fjórði leikurinn er við Cleveland á föstudagskvöldið. NBA Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Sjá meira
Golden State Warriors er aðeins einum sigurleik frá því að vinna NBA-titilinn eftir fimm stiga sigur á Cleveland Cavaliers í úrslitaeinvígi NBA í nótt. Allir hjá Golden State Warriors segja örugglega að þeir vilji frekar vinna fjórða leikinn í Cleveland og klára þetta í stað þess að fá einn heimaleik í viðbót sem myndi þó gefa félaginu mikinn pening í kassann. Golden State Warriors getur orðið fyrsta félagið til að vinna alla sextán leikina í úrslitakeppninni og með því gerði liðið um leið tilkall til þess að vera besta NBA-lið allra tíma.ESPN hefur hinsvegar reiknað það út að Golden State Warriors tapar miklum peningum á því að sópa út Cleveland. Bara að fá fimmta leikinn í Oakland myndi fara nálægt því ná að borga upp öll árslaun Steph Curry sem eru 12,1 milljón dollarar. Missi Golden State af fimmta og sjöunda leik á heimavelli sínum þá myndu eigendurnir missa af því að fá 22 milljónir dollara í kassann sem eru meira en 2,1 milljarður í íslenskum krónum. Þetta eru því engar smáupphæðir sem við erum að tala um. Ársmiðahafar eru með forkaupsrétt en þurfa að kaupa miðana á þessa leiki og hver miði á leik í úrslitaeinvíginu kostar að meðaltali um 600 dollara eða 60 þúsund íslenskar. 14.500 ársmiðar eru hjá Golden State og því kæmi inn um 8,7 milljónir dollara bara af sölu ársmiðasætanna. Þá eru ótaldir 4000 miðar sem félagið selur á enn hærra verði en þar getur meðalverð miða farið á um 1200 dollara á sæti. Þar bætast við 4,8 milljónir dollara í kassann. Þar með væri innkoman orðin 13,5 milljónir dollara. NBA-deildin tekur 25 prósent til sín sem væri 3,3 milljónir dollarar og eftir stæðu því 10,1 milljónir á hvern leik. Við þetta myndu einnig geta bæst við aðrar tekjur eins og af endursölu miða og sölu á allskyns varningi tengdum liðinu. Það væri því ekkert alslæmt fyrir Golden State Warriors að tapa næsta leik og fá einn leik í viðbót á heimavelli. Fyrir lið sem missti niður 3-1 forystu í fyrra þá er samt engin ástæða til að taka áhættu þó í dag líti hún bara út fyrir að vera pínulítil. Fjórði leikurinn er við Cleveland á föstudagskvöldið.
NBA Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Sjá meira