Golden State Warriors 3-0 yfir og bara einum sigri frá fullkomnun | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2017 07:15 Kevin Durant og félagar fagna í nótt. Vísir/AP Golden State Warriors er komið í 3-0 í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta eftir 118-113 sigur á Cleveland Cavaliers í nótt og getur því tryggt sér NBA-titilinn með sigri í næsta leik liðanna á föstudaginn. Kevin Durant var enn á ný örlagavaldur Cleveland en hann kom til Golden State Warriors til að vinna titilinn og það var hann sem gerði útslagið í lokaleikhlutann þegar Warriors-liðið át upp forskot Cavaliers-liðsins. Þetta var fimmtándi sigur Golden State Warriors í röð í úrslitakeppninni sem er ekki aðeins met í NBA heldur í öllum stærstu atvinnudeildum Bandaríkjanna. Durant skoraði 14 af 31 stigi sínu í lokaleikhlutanum sem Golden State vann 29-19. Stærsta karfan var án vafa þriggja stiga karfa hans yfir LeBron James þegar 45,3 sekúndur voru eftir af leiknum en Durant kom Golden State þá yfir í 114-113. „Hann tók yfir leikinn. Það sást vel að hann vissi að þetta væri hans tímapunktur. Hann hefur verið stórkostlegur leikmaður í þessari deild í langan tíma og hann las það hárrétt að nú væri kominn hans tími, hans stund og að þetta væri hans lið,“ sagði Steve Kerr um Kevin Durant eftir leikinn. Kevin Durant og Stephen Curry kláruðu síðan leikinn með því að setja niður tvö vítaskot hvor á meðan skot frá Kyrie Irving og LeBron James geiguðu. James endaði síðan á því að stíga útaf og tapa boltanum og lokaskot Kevin Love, sem klikkaði, hefði ekki breytt miklu. Cleveland-liðið var sex stigum yfir þegar þrjár mínútur voru eftir, 113-107, eftir þriggja stiga körfu frá JR Smith en það reyndust vera síðustu stig liðsins í leiknum. Kevin Durant skoraði sjö stig á lokamínútunum og Stephen Curry fjögur stig en allt Cleveland-liðið náði ekki að skora eitt einasta stig. „Þetta er ekki búið. Verkinu er ekki lokið og ég vil alls ekki slaka á. Þetta er klikkaður leikur það sem allt getur gerst,“ sagði Kevin Durant eftir leikinn en hvað um þristinn mikilvæga yfir James. „Ég sá að James var á hælunum fyrir aftan þriggja stiga línuna. Ég hef unnið í þessu skoti alla ævi. Það var viss frelsun að sjá þetta skot fara ofan í körfuna. Við þurfum samt að vinna einn í viðbót,“ sagði Durant. Kevin Durant var með 31 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar, Klay Thompson soraði 30 stig og Stephen Curry var með 26 stig, 13 fráköst og 6 stoðsendingar. Draymond Green bætti síðan við 8 stigum, 8 fráköstum og 7 stoðsendingum. LeBron James var einni stoðsendingu frá þrennunni með 39 stig, 11 fráköst og 9 stoðsendingar og Kyrie Irving skoraði 38 stig. Þeir tóku saman 56 skot í leiknum og skoruðu 77 af 113 stigum liðsins. Kevin Love var síðan með 9 stig, 13 fráköst og 6 stolna bolta. NBA Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Sjá meira
Golden State Warriors er komið í 3-0 í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta eftir 118-113 sigur á Cleveland Cavaliers í nótt og getur því tryggt sér NBA-titilinn með sigri í næsta leik liðanna á föstudaginn. Kevin Durant var enn á ný örlagavaldur Cleveland en hann kom til Golden State Warriors til að vinna titilinn og það var hann sem gerði útslagið í lokaleikhlutann þegar Warriors-liðið át upp forskot Cavaliers-liðsins. Þetta var fimmtándi sigur Golden State Warriors í röð í úrslitakeppninni sem er ekki aðeins met í NBA heldur í öllum stærstu atvinnudeildum Bandaríkjanna. Durant skoraði 14 af 31 stigi sínu í lokaleikhlutanum sem Golden State vann 29-19. Stærsta karfan var án vafa þriggja stiga karfa hans yfir LeBron James þegar 45,3 sekúndur voru eftir af leiknum en Durant kom Golden State þá yfir í 114-113. „Hann tók yfir leikinn. Það sást vel að hann vissi að þetta væri hans tímapunktur. Hann hefur verið stórkostlegur leikmaður í þessari deild í langan tíma og hann las það hárrétt að nú væri kominn hans tími, hans stund og að þetta væri hans lið,“ sagði Steve Kerr um Kevin Durant eftir leikinn. Kevin Durant og Stephen Curry kláruðu síðan leikinn með því að setja niður tvö vítaskot hvor á meðan skot frá Kyrie Irving og LeBron James geiguðu. James endaði síðan á því að stíga útaf og tapa boltanum og lokaskot Kevin Love, sem klikkaði, hefði ekki breytt miklu. Cleveland-liðið var sex stigum yfir þegar þrjár mínútur voru eftir, 113-107, eftir þriggja stiga körfu frá JR Smith en það reyndust vera síðustu stig liðsins í leiknum. Kevin Durant skoraði sjö stig á lokamínútunum og Stephen Curry fjögur stig en allt Cleveland-liðið náði ekki að skora eitt einasta stig. „Þetta er ekki búið. Verkinu er ekki lokið og ég vil alls ekki slaka á. Þetta er klikkaður leikur það sem allt getur gerst,“ sagði Kevin Durant eftir leikinn en hvað um þristinn mikilvæga yfir James. „Ég sá að James var á hælunum fyrir aftan þriggja stiga línuna. Ég hef unnið í þessu skoti alla ævi. Það var viss frelsun að sjá þetta skot fara ofan í körfuna. Við þurfum samt að vinna einn í viðbót,“ sagði Durant. Kevin Durant var með 31 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar, Klay Thompson soraði 30 stig og Stephen Curry var með 26 stig, 13 fráköst og 6 stoðsendingar. Draymond Green bætti síðan við 8 stigum, 8 fráköstum og 7 stoðsendingum. LeBron James var einni stoðsendingu frá þrennunni með 39 stig, 11 fráköst og 9 stoðsendingar og Kyrie Irving skoraði 38 stig. Þeir tóku saman 56 skot í leiknum og skoruðu 77 af 113 stigum liðsins. Kevin Love var síðan með 9 stig, 13 fráköst og 6 stolna bolta.
NBA Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Sjá meira