Tólf prósent noti almenningssamgöngur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. júní 2017 07:00 Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs. Vísir/Anton Brink Áætlað er að kostnaður við uppbyggingu Borgarlínu sé um 1,10-1,15 milljarðar króna á hvern kílómetra. Kostnaður við heildarnetið gæti því orðið á bilinu 63-70 milljarðar króna. Við matið er miðað við verðlag ársins 2017. Fyrstu tillögur um legu Borgarlínu voru kynntar á sameiginlegum fundi sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins í gær. Verkefnið, sem ýtt var úr vör árið 2015, er nú statt í svokölluðum skimunar- og vinsunarfasa. Stefnt er að því að endanleg tillaga að legu línunnar liggi fyrir í haust og hægt verði að hefja umhverfismat, aðlaga skipulag og auglýsa í árslok. Í gær var gefin út skýrsla með fyrstu tillögum dönsku verkfræðistofunnar COWI úr valkostagreiningu fyrir línuna. Fyrir lágu sextán mögulegar samgöngulínur sem metnar voru. Að mati loknu standa sjö valkostir eftir sem komu best út úr greiningunni og stofan telur að rétt sé að vinna áfram.Í skýrslunni kemur fram að til að mögulegt sé að hugmyndir um Borgarlínu gangi upp sé nauðsynlegt að bæta og styðja við núverandi almenningssamgangnakerfi. Það þýði einnig að nauðsynlegt sé að þétta byggð í kringum Borgarlínuna, gefa almenningssamgöngum forgang á kostnað einkabílsins, vera með bílastæðastefnu sem takmarkar aðgengi einkabílsins og búa til framúrskarandi aðstæður fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. „Ef íbúum höfuðborgarsvæðisins heldur áfram að fjölga verðum við að ferðast meira saman ef samgöngukerfið á að ganga upp,“ segir Lilja G. Karlsdóttir, samgönguverkfræðingur hjá Viaplan. Hún vann að valkostagreiningunni ásamt COWI. Niðurstöður greiningarinnar nú benda til þess að ekki sé grundvöllur fyrir léttlestakerfi sem stendur en hins vegar ætti hraðvagnakerfi að geta staðið undir sér. Þó er lagt til að halda þeim möguleika opnum að breyta línunni í léttlestakerfi ef aðstæður til þess skapast síðar meir.Lilja G. Karlsdóttir, samgönguverkfræðingur hjá Viaplan. VÍSIR/ANTON„Umræðan hefur oft snúist um að hér eigi að fara að byggja upp rándýrt lestakerfi en svo er alls ekki. Ég hef líkt þessu við stóran rafmagnsstrætó sem ekur um í sérrými,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi og formaður stjórnar Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH). Áætlað er að SSH ýti verkefninu úr vör en síðar verði sérstakt félag stofnað utan um reksturinn. Í ræðum allra framsögumanna fundarins var tekið sérstaklega fram að nú lægju aðeins fyrir drög að skipulagstillögum. Ekki væri um niðurneglda framkvæmdaáætlun að ræða. Tillagan núna gæti því tekið talsverðum breytingum í ferlinu og á næstu árum. „Markmiðið er að árið 2040 muni tólf prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins velja að ferðast með almenningssamgöngum,“ segir Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri SSH. Það er nokkuð framsækið markmið en sem stendur velja um fjögur prósent almenningssamgöngur. „Það er ljóst að það verður að byggja upp fyrir framtíðina annars gerist það ekki.“ Valkostagreininguna auk ítarefnis má finna á heimasíðu verkefnisins, borgarlinan.is. Öllum gefst kostur á að kynna sér tillögurnar og senda inn athugasemdir. Frestur til þess rennur út 20. júní næstkomandi. Borgarlína Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu stefna á að byrja lagningu borgarlínu eftir tvö ár Reiknað er með að borgarlína verði allt að 57 kílómetrar með stoppistöðum á sexhundruð metra til eins kílómetra millibili. 7. júní 2017 19:00 Hvað er Borgarlína? Borgarlína er vinnuheiti yfir öflugt almenningssamgöngukerfi sem fyrirhugað er á höfuðborgarsvæðinu. Borgarlínan keyrir í sérrými að öllu eða mestu leyti og er þannig ekki háð annarri umferð. 30. maí 2017 07:00 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Sjá meira
Áætlað er að kostnaður við uppbyggingu Borgarlínu sé um 1,10-1,15 milljarðar króna á hvern kílómetra. Kostnaður við heildarnetið gæti því orðið á bilinu 63-70 milljarðar króna. Við matið er miðað við verðlag ársins 2017. Fyrstu tillögur um legu Borgarlínu voru kynntar á sameiginlegum fundi sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins í gær. Verkefnið, sem ýtt var úr vör árið 2015, er nú statt í svokölluðum skimunar- og vinsunarfasa. Stefnt er að því að endanleg tillaga að legu línunnar liggi fyrir í haust og hægt verði að hefja umhverfismat, aðlaga skipulag og auglýsa í árslok. Í gær var gefin út skýrsla með fyrstu tillögum dönsku verkfræðistofunnar COWI úr valkostagreiningu fyrir línuna. Fyrir lágu sextán mögulegar samgöngulínur sem metnar voru. Að mati loknu standa sjö valkostir eftir sem komu best út úr greiningunni og stofan telur að rétt sé að vinna áfram.Í skýrslunni kemur fram að til að mögulegt sé að hugmyndir um Borgarlínu gangi upp sé nauðsynlegt að bæta og styðja við núverandi almenningssamgangnakerfi. Það þýði einnig að nauðsynlegt sé að þétta byggð í kringum Borgarlínuna, gefa almenningssamgöngum forgang á kostnað einkabílsins, vera með bílastæðastefnu sem takmarkar aðgengi einkabílsins og búa til framúrskarandi aðstæður fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. „Ef íbúum höfuðborgarsvæðisins heldur áfram að fjölga verðum við að ferðast meira saman ef samgöngukerfið á að ganga upp,“ segir Lilja G. Karlsdóttir, samgönguverkfræðingur hjá Viaplan. Hún vann að valkostagreiningunni ásamt COWI. Niðurstöður greiningarinnar nú benda til þess að ekki sé grundvöllur fyrir léttlestakerfi sem stendur en hins vegar ætti hraðvagnakerfi að geta staðið undir sér. Þó er lagt til að halda þeim möguleika opnum að breyta línunni í léttlestakerfi ef aðstæður til þess skapast síðar meir.Lilja G. Karlsdóttir, samgönguverkfræðingur hjá Viaplan. VÍSIR/ANTON„Umræðan hefur oft snúist um að hér eigi að fara að byggja upp rándýrt lestakerfi en svo er alls ekki. Ég hef líkt þessu við stóran rafmagnsstrætó sem ekur um í sérrými,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi og formaður stjórnar Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH). Áætlað er að SSH ýti verkefninu úr vör en síðar verði sérstakt félag stofnað utan um reksturinn. Í ræðum allra framsögumanna fundarins var tekið sérstaklega fram að nú lægju aðeins fyrir drög að skipulagstillögum. Ekki væri um niðurneglda framkvæmdaáætlun að ræða. Tillagan núna gæti því tekið talsverðum breytingum í ferlinu og á næstu árum. „Markmiðið er að árið 2040 muni tólf prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins velja að ferðast með almenningssamgöngum,“ segir Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri SSH. Það er nokkuð framsækið markmið en sem stendur velja um fjögur prósent almenningssamgöngur. „Það er ljóst að það verður að byggja upp fyrir framtíðina annars gerist það ekki.“ Valkostagreininguna auk ítarefnis má finna á heimasíðu verkefnisins, borgarlinan.is. Öllum gefst kostur á að kynna sér tillögurnar og senda inn athugasemdir. Frestur til þess rennur út 20. júní næstkomandi.
Borgarlína Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu stefna á að byrja lagningu borgarlínu eftir tvö ár Reiknað er með að borgarlína verði allt að 57 kílómetrar með stoppistöðum á sexhundruð metra til eins kílómetra millibili. 7. júní 2017 19:00 Hvað er Borgarlína? Borgarlína er vinnuheiti yfir öflugt almenningssamgöngukerfi sem fyrirhugað er á höfuðborgarsvæðinu. Borgarlínan keyrir í sérrými að öllu eða mestu leyti og er þannig ekki háð annarri umferð. 30. maí 2017 07:00 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Sjá meira
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu stefna á að byrja lagningu borgarlínu eftir tvö ár Reiknað er með að borgarlína verði allt að 57 kílómetrar með stoppistöðum á sexhundruð metra til eins kílómetra millibili. 7. júní 2017 19:00
Hvað er Borgarlína? Borgarlína er vinnuheiti yfir öflugt almenningssamgöngukerfi sem fyrirhugað er á höfuðborgarsvæðinu. Borgarlínan keyrir í sérrými að öllu eða mestu leyti og er þannig ekki háð annarri umferð. 30. maí 2017 07:00