Rúmur milljarður á hvern kílómetra Borgarlínunnar Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 7. júní 2017 14:45 Hér má sjá dæmi um gatnaskipulag Borgarlínunar. SSH Tillögur að Borgarlínunni, nýju umhverfisvænu samgöngukerfi á höfuðborgarsvæðinu, verða kynntar í Salnum í Kópavogi kl 15 í dag. Vagnar Borgarlínunnar verða rafknúnir, ferðast í sérrými og fá forgang á umferðarljósum. Ástæðan fyrir þessu nýja samgöngukerfi er fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu en búist er við að íbúum fjölgi um 40% á næstu 25 árum. Þá hefur vaxandi straumur ferðamanna einnig áhrif. Í fréttatilkynningu Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu segir að markmiðið með Borgarlínunni sé að auka vægi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Stutt verður á milli vagna og muni hraði í samgöngum aukast. Borgarlínan sé nauðsynleg þróun í samgöngum, sér í lag ef ferðavenjur fólks breytast ekki. Óbreytt ástand geti, með auknum fólksfjölda, aukið umferðaröngþveiti og minnkað pláss. Fyrstu tillögur að leiðum Borgarlínunnar, sem teygja sig vestur frá Eiðistorgi á Seltjarnarnesi austur að Kórnum í Kópavogi og norður frá Háholti í Mosfellsbæ suður að Völlunum í Hafnarfirði.SSHÁ fundinum í dag verða kynntar línuleiðir og helstu stöðvar Borgarlínunnar. Einnig verður farið yfir breytingar á svæðisskipulagi til ársins 2040 á höfuðborgarsvæðinu og sveitarfélagana sex sem standa að þessu nýja samgönguverkefni. Búist er við því að Borgarlínan verði allt að 57 km að lengd. Samkomulag um undirbúning Borgarlínunnar var undirritað í desember 2016. Verkefninu verður áfangaskipt. Stefnt er að því að endanlegar tillögur um legu línunnar liggi fyrir um mitt ár 2017 og að undirbúningi fyrir fyrsta áfanga ljúki í byrjun árs 2018.Horft er til þess hvernig höfuðborgarsvæðið mun þróast næstu árin og það mat verður haft til hliðsjónar við skipulagningar Borgarlínunnar. Endanlegar tillögur eiga að liggja fyrir í lok sumars og stefnt er að því að undirbúningi að fyrsta áfanganum verði lokið í byrjun árs 2018 en framkvæmdin verður gerð í áföngum. Kostnaður er áætlaður 1,10-1,15 milljarður króna á hvern kílómetra miðað við verðlag í janúar 2017. Heildarkostnaður er áætlaður 63-70 milljarðar króna. Samkomulag um undirbúning Borgarlínunnar var undirritað af borgarstjóra og bæjarstjóra sveitarfélaganna í desember 2016. Nánari upplýsingar um framkvæmdina má finna á vef Borgarlínunnar.Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30. Samgöngur Tengdar fréttir Borgarlína og aðrar samgöngulínur Fjármagn til samgöngumála er og hefur verið af skornum skammti. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi verður nýsamþykkt samgönguáætlun skorin niður um 13 milljarða og væntingar margra verða að engu. 16. desember 2016 07:00 Hvað er Borgarlína? Borgarlína er vinnuheiti yfir öflugt almenningssamgöngukerfi sem fyrirhugað er á höfuðborgarsvæðinu. Borgarlínan keyrir í sérrými að öllu eða mestu leyti og er þannig ekki háð annarri umferð. 30. maí 2017 07:00 Borgarlína að veruleika eftir fimm til tíu ár Borgarstjóri segir það bæði raunhæft og nauðsynlegt að ný borgarlína á höfuðborgarsvæðinu verði að veruleika eftir fimm til tíu ár. 17. desember 2016 12:06 Borgarlínan – nútímasamgöngur á vaxandi borgarsvæði Borgarlínan er afrakstur umfangsmikils og náins samstarfs sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu þar sem að baki liggja nákvæmar greiningar á framtíð samgangna á höfuðborgarsvæðinu. 17. desember 2016 09:00 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Sjá meira
Tillögur að Borgarlínunni, nýju umhverfisvænu samgöngukerfi á höfuðborgarsvæðinu, verða kynntar í Salnum í Kópavogi kl 15 í dag. Vagnar Borgarlínunnar verða rafknúnir, ferðast í sérrými og fá forgang á umferðarljósum. Ástæðan fyrir þessu nýja samgöngukerfi er fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu en búist er við að íbúum fjölgi um 40% á næstu 25 árum. Þá hefur vaxandi straumur ferðamanna einnig áhrif. Í fréttatilkynningu Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu segir að markmiðið með Borgarlínunni sé að auka vægi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Stutt verður á milli vagna og muni hraði í samgöngum aukast. Borgarlínan sé nauðsynleg þróun í samgöngum, sér í lag ef ferðavenjur fólks breytast ekki. Óbreytt ástand geti, með auknum fólksfjölda, aukið umferðaröngþveiti og minnkað pláss. Fyrstu tillögur að leiðum Borgarlínunnar, sem teygja sig vestur frá Eiðistorgi á Seltjarnarnesi austur að Kórnum í Kópavogi og norður frá Háholti í Mosfellsbæ suður að Völlunum í Hafnarfirði.SSHÁ fundinum í dag verða kynntar línuleiðir og helstu stöðvar Borgarlínunnar. Einnig verður farið yfir breytingar á svæðisskipulagi til ársins 2040 á höfuðborgarsvæðinu og sveitarfélagana sex sem standa að þessu nýja samgönguverkefni. Búist er við því að Borgarlínan verði allt að 57 km að lengd. Samkomulag um undirbúning Borgarlínunnar var undirritað í desember 2016. Verkefninu verður áfangaskipt. Stefnt er að því að endanlegar tillögur um legu línunnar liggi fyrir um mitt ár 2017 og að undirbúningi fyrir fyrsta áfanga ljúki í byrjun árs 2018.Horft er til þess hvernig höfuðborgarsvæðið mun þróast næstu árin og það mat verður haft til hliðsjónar við skipulagningar Borgarlínunnar. Endanlegar tillögur eiga að liggja fyrir í lok sumars og stefnt er að því að undirbúningi að fyrsta áfanganum verði lokið í byrjun árs 2018 en framkvæmdin verður gerð í áföngum. Kostnaður er áætlaður 1,10-1,15 milljarður króna á hvern kílómetra miðað við verðlag í janúar 2017. Heildarkostnaður er áætlaður 63-70 milljarðar króna. Samkomulag um undirbúning Borgarlínunnar var undirritað af borgarstjóra og bæjarstjóra sveitarfélaganna í desember 2016. Nánari upplýsingar um framkvæmdina má finna á vef Borgarlínunnar.Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.
Samgöngur Tengdar fréttir Borgarlína og aðrar samgöngulínur Fjármagn til samgöngumála er og hefur verið af skornum skammti. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi verður nýsamþykkt samgönguáætlun skorin niður um 13 milljarða og væntingar margra verða að engu. 16. desember 2016 07:00 Hvað er Borgarlína? Borgarlína er vinnuheiti yfir öflugt almenningssamgöngukerfi sem fyrirhugað er á höfuðborgarsvæðinu. Borgarlínan keyrir í sérrými að öllu eða mestu leyti og er þannig ekki háð annarri umferð. 30. maí 2017 07:00 Borgarlína að veruleika eftir fimm til tíu ár Borgarstjóri segir það bæði raunhæft og nauðsynlegt að ný borgarlína á höfuðborgarsvæðinu verði að veruleika eftir fimm til tíu ár. 17. desember 2016 12:06 Borgarlínan – nútímasamgöngur á vaxandi borgarsvæði Borgarlínan er afrakstur umfangsmikils og náins samstarfs sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu þar sem að baki liggja nákvæmar greiningar á framtíð samgangna á höfuðborgarsvæðinu. 17. desember 2016 09:00 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Sjá meira
Borgarlína og aðrar samgöngulínur Fjármagn til samgöngumála er og hefur verið af skornum skammti. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi verður nýsamþykkt samgönguáætlun skorin niður um 13 milljarða og væntingar margra verða að engu. 16. desember 2016 07:00
Hvað er Borgarlína? Borgarlína er vinnuheiti yfir öflugt almenningssamgöngukerfi sem fyrirhugað er á höfuðborgarsvæðinu. Borgarlínan keyrir í sérrými að öllu eða mestu leyti og er þannig ekki háð annarri umferð. 30. maí 2017 07:00
Borgarlína að veruleika eftir fimm til tíu ár Borgarstjóri segir það bæði raunhæft og nauðsynlegt að ný borgarlína á höfuðborgarsvæðinu verði að veruleika eftir fimm til tíu ár. 17. desember 2016 12:06
Borgarlínan – nútímasamgöngur á vaxandi borgarsvæði Borgarlínan er afrakstur umfangsmikils og náins samstarfs sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu þar sem að baki liggja nákvæmar greiningar á framtíð samgangna á höfuðborgarsvæðinu. 17. desember 2016 09:00