Ingólfur Bender, sem var áður aðalhagfræðingur greiningardeildar Íslandsbanka, hefur verið ráðinn hagfræðingur Samtaka iðnaðarins (SI), samkvæmt heimildum Vísis. Tekur hann við starfinu af Bjarna Má Gylfasyni sem tók nýlega við starfi upplýsingafulltrúa Rio Tinto Alcan á Íslandi.
Ingólfur var aðalhagfræðingur og yfirmaður greiningardeildar Íslandsbanka allt frá árinu 2000 en hætti þar störfum í síðasta mánuði samhliða skipulagsbreytingum sem bankinn réðst í.
Þetta er ekki í fysta sinn sem Ingólfur starfar hjá SI en hann var hagfræðingur samtakanna á árunum 1996 til 2000.
Ingólfur Bender til Samtaka iðnaðarins
Hörður Ægisson skrifar

Mest lesið

„Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“
Viðskipti innlent


Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju
Viðskipti innlent

Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar
Viðskipti innlent

Jón Guðni tekur við formennsku
Viðskipti innlent


Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út
Viðskipti innlent

Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti
Viðskipti innlent

KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti
Viðskipti innlent

Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera
Viðskipti erlent