Íslensku landsliðsmennirnir gæddu sér á Fyrirliðanum, hamborgara sem landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson setti saman fyrir Fabrikkuna.
Strákarnir okkar undirbúa sig nú af kappi fyrir leikinn mikilvæga gegn Króatíu í undankeppni HM 2018 á sunnudaginn kemur.
Ísland er í 2. sæti riðilsins með 10 stig en með sigri á sunnudaginn jafnar íslenska liðið það króatíska að stigum á toppi I-riðils.
Ísland og Króatía hafa mæst fimm sinnum áður. Króatar hafa unnið fjóra leiki og einu sinni hefur orðið jafntefli.