Reikigjöldin heyra sögunni til Ólafur Arnarson skrifar 14. júní 2017 07:00 Frá og með 15. júní heyra reikigjöld vegna fjarskiptanotkunar innan EES sögunni til. Framvegis geta Evrópubúar notað símann sinn í öllum löndum EES, hvort sem um er að ræða mínútur, SMS eða gagnamagn, á nákvæmlega sömu kjörum og í sínu heimalandi. Engu máli skiptir fyrir íslenskan viðskiptavin Símans, Vodafone, Nova eða annarra fjarskiptafyrirtækja hvar í Evrópu hann notar snjallsímann sinn. Pakkinn hans á Íslandi gildir líka í öðrum Evrópulöndum. Þetta eru mikil tímamót fyrir neytendur, en Samtök evrópskra neytendasamtaka, BEUC, hafa lengi barist fyrir þessum mikilvægu hagsmunum og nú er málið í höfn og meginreglan innan Evrópu er framvegis að fólk getur reikað eins og það sé heima hjá sér. Á ensku er notuð fyrir þetta skammstöfunin RLAH, sem stendur fyrir: Roaming like at home. Neytendur verða að vera vakandi og fylgjast með að fjarskiptafyrirtæki fari eftir hinum nýju reglum. Allir neytendur eiga skilyrðislausan rétt á þessu. Hafa ber þó í huga að fjarskiptafyrirtækjum er heimilt að bjóða viðskiptavinum sínum önnur kjör en enginn viðskiptavinur þarf að samþykkja slíkt. Ákveðnar undanþágur eru frá hinni nýju meginreglu en þær miða m.a. að því að koma í veg fyrir að viðskiptavinur, sem býr í einu landi, geti keypt sína fjarskiptaþjónustu í öðru landi og reikað án aukagjalds. Einnig getur í vissum tilfellum verið leyfilegt fyrir fjarskiptafyrirtæki að innheimta aukagjald fyrir gagnamagn umfram tiltekið hámark ef heildsöluverð gagnamagns í Evrópu er hærra en það gjald sem fyrirtækið býður viðskiptavinum sínum í áskriftarsamningi. Þetta viðbótargjald getur hins vegar aldrei orðið hærra en svo að það brúi bilið milli áskriftarverðsins og heildsöluverðsins. Nú ríður á að hver einstakur neytandi sé á varðbergi og fylgist vel með hvort fjarskiptafyrirtækið hans virðir hina nýju meginreglu. Mikilvægt er að hafa í huga að fjarskiptafyrirtækjum er óheimilt að víkja frá meginreglunni nema að fengnu upplýstu samþykki viðskiptavinar. Neytendasamtökin munu fylgjast með framkvæmd þessara nýju reglna af hálfu fjarskiptafyrirtækja og ég hvet neytendur til að hafa samband við okkur í [email protected] ef þeir verða varir við að misbrestur sé á að réttum reglum sé framfylgt. Höfundur er formaður Neytendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólafur Arnarson Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Frá og með 15. júní heyra reikigjöld vegna fjarskiptanotkunar innan EES sögunni til. Framvegis geta Evrópubúar notað símann sinn í öllum löndum EES, hvort sem um er að ræða mínútur, SMS eða gagnamagn, á nákvæmlega sömu kjörum og í sínu heimalandi. Engu máli skiptir fyrir íslenskan viðskiptavin Símans, Vodafone, Nova eða annarra fjarskiptafyrirtækja hvar í Evrópu hann notar snjallsímann sinn. Pakkinn hans á Íslandi gildir líka í öðrum Evrópulöndum. Þetta eru mikil tímamót fyrir neytendur, en Samtök evrópskra neytendasamtaka, BEUC, hafa lengi barist fyrir þessum mikilvægu hagsmunum og nú er málið í höfn og meginreglan innan Evrópu er framvegis að fólk getur reikað eins og það sé heima hjá sér. Á ensku er notuð fyrir þetta skammstöfunin RLAH, sem stendur fyrir: Roaming like at home. Neytendur verða að vera vakandi og fylgjast með að fjarskiptafyrirtæki fari eftir hinum nýju reglum. Allir neytendur eiga skilyrðislausan rétt á þessu. Hafa ber þó í huga að fjarskiptafyrirtækjum er heimilt að bjóða viðskiptavinum sínum önnur kjör en enginn viðskiptavinur þarf að samþykkja slíkt. Ákveðnar undanþágur eru frá hinni nýju meginreglu en þær miða m.a. að því að koma í veg fyrir að viðskiptavinur, sem býr í einu landi, geti keypt sína fjarskiptaþjónustu í öðru landi og reikað án aukagjalds. Einnig getur í vissum tilfellum verið leyfilegt fyrir fjarskiptafyrirtæki að innheimta aukagjald fyrir gagnamagn umfram tiltekið hámark ef heildsöluverð gagnamagns í Evrópu er hærra en það gjald sem fyrirtækið býður viðskiptavinum sínum í áskriftarsamningi. Þetta viðbótargjald getur hins vegar aldrei orðið hærra en svo að það brúi bilið milli áskriftarverðsins og heildsöluverðsins. Nú ríður á að hver einstakur neytandi sé á varðbergi og fylgist vel með hvort fjarskiptafyrirtækið hans virðir hina nýju meginreglu. Mikilvægt er að hafa í huga að fjarskiptafyrirtækjum er óheimilt að víkja frá meginreglunni nema að fengnu upplýstu samþykki viðskiptavinar. Neytendasamtökin munu fylgjast með framkvæmd þessara nýju reglna af hálfu fjarskiptafyrirtækja og ég hvet neytendur til að hafa samband við okkur í [email protected] ef þeir verða varir við að misbrestur sé á að réttum reglum sé framfylgt. Höfundur er formaður Neytendasamtakanna.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun