Trump stefnt fyrir dómstólum vegna spillingar Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2017 13:37 Donald Trump kemur út úr hóteli sem hann á í Washington-borg. Erlendir ríkiserindrekar eru sagðir skipta við hótelið til að mynda tengsl við forsetann. Vísir/EPA Dómsmálaráðherrar Maryland-ríkis og Columbia-svæðis í Bandaríkjunum ætla að stefna Donald Trump forseta fyrir dómstólum. Þeir saka forsetann um að rjúfa embættiseið sinn að stjórnarskráinni með því að þiggja milljónir dollara í greiðslur frá erlendum ríkisstjórnum frá því að hann tók við völdum. Forsaga málsins er sú að Trump kaus að eiga áfram fyrirtæki sín þegar hann tók við sem forseti í janúar. Synir hans tveir hafa séð um rekstur fyrirtækjanna. Dómsmálaráðherrarnir tveir, sem báðir eru demókratar, saka Trump um að hafa brotið loforð um að halda embættisfærslum sínum og viðskiptahagsmunum aðskildum.Telja fyrirtæki forsetans mega hagnast á erlendum aðilumWashington Post segir að í stefnunni segi að Trump hafi gerst sekur um fordæmalaus brot gegn stjórnarskránni og grafið undan bandarísku stjórnkerfi. Samþykki alríkisdómari að stefnan eigi rétt á sér gætu dómsmálaráðherrarnir krafist skattaskýrslna forsetans sem hann hefur fram að þessu staðfastlega neitað að gera opinberar. Grein stjórnarskrárinnar sem ráðherrarnir tveir telja Trump hafa brotið fjallar um hagnað af greiðslum frá erlendum og innlendum aðilum. Samkvæmt henni er embættismönnum bannað að hagnast á gjöfum eða greiðslum frá erlendum ríkjum. Telja þeir að Trump brjóti gegn þessu ákvæði með að eiga fyrirtæki áfram sem fái greiðslur frá erlendum ríkjum. Erindrekar erlendra ríkja eru sagðir hafa leitast við að skipta við hótel og önnur fyrirtæki í eigu Trump frá því áður en hann tók við embætti forseta til þess að afla sér tengsla og velþóknun hans. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna lagði nýlega fram greinargerð í öðru sambærilegu máli sem höfðað var í janúar. Þar heldur ráðuneytið því fram að það sé ekki ólöglegt fyrir fyrirtæki í eigu Trump að hagnast á viðskiptum við erlenda aðila á meðan hann er forseti. Donald Trump Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Fleiri fréttir Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Sjá meira
Dómsmálaráðherrar Maryland-ríkis og Columbia-svæðis í Bandaríkjunum ætla að stefna Donald Trump forseta fyrir dómstólum. Þeir saka forsetann um að rjúfa embættiseið sinn að stjórnarskráinni með því að þiggja milljónir dollara í greiðslur frá erlendum ríkisstjórnum frá því að hann tók við völdum. Forsaga málsins er sú að Trump kaus að eiga áfram fyrirtæki sín þegar hann tók við sem forseti í janúar. Synir hans tveir hafa séð um rekstur fyrirtækjanna. Dómsmálaráðherrarnir tveir, sem báðir eru demókratar, saka Trump um að hafa brotið loforð um að halda embættisfærslum sínum og viðskiptahagsmunum aðskildum.Telja fyrirtæki forsetans mega hagnast á erlendum aðilumWashington Post segir að í stefnunni segi að Trump hafi gerst sekur um fordæmalaus brot gegn stjórnarskránni og grafið undan bandarísku stjórnkerfi. Samþykki alríkisdómari að stefnan eigi rétt á sér gætu dómsmálaráðherrarnir krafist skattaskýrslna forsetans sem hann hefur fram að þessu staðfastlega neitað að gera opinberar. Grein stjórnarskrárinnar sem ráðherrarnir tveir telja Trump hafa brotið fjallar um hagnað af greiðslum frá erlendum og innlendum aðilum. Samkvæmt henni er embættismönnum bannað að hagnast á gjöfum eða greiðslum frá erlendum ríkjum. Telja þeir að Trump brjóti gegn þessu ákvæði með að eiga fyrirtæki áfram sem fái greiðslur frá erlendum ríkjum. Erindrekar erlendra ríkja eru sagðir hafa leitast við að skipta við hótel og önnur fyrirtæki í eigu Trump frá því áður en hann tók við embætti forseta til þess að afla sér tengsla og velþóknun hans. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna lagði nýlega fram greinargerð í öðru sambærilegu máli sem höfðað var í janúar. Þar heldur ráðuneytið því fram að það sé ekki ólöglegt fyrir fyrirtæki í eigu Trump að hagnast á viðskiptum við erlenda aðila á meðan hann er forseti.
Donald Trump Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Fleiri fréttir Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Sjá meira