Tíu ráð í átt að sykurlitlum lífsstíl Guðný Hrönn skrifar 29. júní 2017 19:15 Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur veit hvernig er hægt að losa sig við sykurpúkann. Vísir/VALli Margt fólk dreymir um að minnka sykurneyslu og koma mataræðinu í lag í leiðinni. Næringarfræðingurinn Geir Gunnar Markússon lumar á góðum ráðum fyrir þá sem vilja segja skilið við sykurinn og deilir hér með lesendum tíu skotheldum ráðum í átt að sykurlitlum lífsstíl.Borðaðu alvöru mat og drekktu vatn Ekki drekka sykur í formi gosdrykkja eða ávaxtasafa, því þannig innbyrðum við of mikið magn sykurs á stuttum tíma. Við fæddumst með tennur til mauka næringarríka fæða en ekki bara drekka fæðuna. Alvöru matur er matur úr náttúrunni en ekki úr verksmiðjunni. Ef líkaminn fær alvöru næringu þá minnkar sætuþörfin.Ávextir geta slegið á nammiþörfina.NORDICPHOTOS/GETTYSkerðu niður ávexti og neyttu í stað sælgætis Ávextir eru nammi náttúrunnar en innihalda bara 10% sykur en ekki 100% eins og viðbættur sykur er. Auk þess eru ávextir stútfullir af vítamínum, steinefnum og trefjum.Lærðu að þekkja sykurinn og sykurmagnið á umbúðum matvæla Viðbættur sykur er oft falinn í matvörum sem við teljum hollar í grunninn eins og mjólkurvörur. Því er um að gera að öðlast þekkingu á því hvernig lesa megi út sykurmagnið úr innihaldslýsingu og næringargildi. Það eru okkar leiðarvísar að hollustu vörunnar.Hreyfðu þig daglega Sykurþörf er oft eirðarleysi og vöntun á hreyfingu. Líkami okkar var hannaður til að hreyfa sig og getur þessi hreyfiþörf hans komið fram í eirðarleysi og leiða sem við túlkum sem sætindaþörf.Hentu kexi, kökum og sætindum úr skápum heimilisins „Out of sight – out of mind,“ er stundum sagt. Ef sykurmiklu matvörurnar liggja ekki fyrir framan okkur þá borðum við þær ekki. Því er um að gera að tæma heimilið af sykurjukkinu sem freistar okkar, sérstaklega á kvöldin.Borðaðu reglulega yfir daginn Að minnsta kosti þrjár máltíðir á dag og helst 1-2 millibitar. Þetta heldur blóðsykri jöfnum, eykur orku, minnkar ofát og sykurneyslu.Það er ekki vænlegt til vinnings að fara svangur/svöng í matvörubúðina því þá eru meiri líkur á að fólk freistist í sykur.Borðaðu í meðvitund Ekki borða fyrir framan sjónvarp, tölvu, í bílnum eða annars staðar þar sem þú ert að gera allt annað en að einbeita þér að því að borða. Meðvitundarlaust át veldur því að maður borðar mjög mikið og oft mjög sykurmiklar matvörur.Næringarríkur morgunverður, alla daga, er lykillinn Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem borða morgunmat, borða síður óhollustu eins og sykurmiklar matvörur er líður á daginn og eru frekar í kjörþyngd.Ekki kaupa í matinn svöng/svangur, stressuð/aður eða í vondu skapi Freistingar í sætindi og óhollan mat verða meiri ef fólk fer illa fyrir kallað í búðina.Nærðu sálina og mundu eftir brosinu – það er sykur sálarinnar Mataræði okkar stjórnast mikið af stjórnstöðinni/hausnum. Ef við erum hamingjusöm, með sjálfstraustið í lagi og okkur líður vel eru minni líkur á því að við höfum þörf fyrir sykur og sætindi. Heilsa Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira
Margt fólk dreymir um að minnka sykurneyslu og koma mataræðinu í lag í leiðinni. Næringarfræðingurinn Geir Gunnar Markússon lumar á góðum ráðum fyrir þá sem vilja segja skilið við sykurinn og deilir hér með lesendum tíu skotheldum ráðum í átt að sykurlitlum lífsstíl.Borðaðu alvöru mat og drekktu vatn Ekki drekka sykur í formi gosdrykkja eða ávaxtasafa, því þannig innbyrðum við of mikið magn sykurs á stuttum tíma. Við fæddumst með tennur til mauka næringarríka fæða en ekki bara drekka fæðuna. Alvöru matur er matur úr náttúrunni en ekki úr verksmiðjunni. Ef líkaminn fær alvöru næringu þá minnkar sætuþörfin.Ávextir geta slegið á nammiþörfina.NORDICPHOTOS/GETTYSkerðu niður ávexti og neyttu í stað sælgætis Ávextir eru nammi náttúrunnar en innihalda bara 10% sykur en ekki 100% eins og viðbættur sykur er. Auk þess eru ávextir stútfullir af vítamínum, steinefnum og trefjum.Lærðu að þekkja sykurinn og sykurmagnið á umbúðum matvæla Viðbættur sykur er oft falinn í matvörum sem við teljum hollar í grunninn eins og mjólkurvörur. Því er um að gera að öðlast þekkingu á því hvernig lesa megi út sykurmagnið úr innihaldslýsingu og næringargildi. Það eru okkar leiðarvísar að hollustu vörunnar.Hreyfðu þig daglega Sykurþörf er oft eirðarleysi og vöntun á hreyfingu. Líkami okkar var hannaður til að hreyfa sig og getur þessi hreyfiþörf hans komið fram í eirðarleysi og leiða sem við túlkum sem sætindaþörf.Hentu kexi, kökum og sætindum úr skápum heimilisins „Out of sight – out of mind,“ er stundum sagt. Ef sykurmiklu matvörurnar liggja ekki fyrir framan okkur þá borðum við þær ekki. Því er um að gera að tæma heimilið af sykurjukkinu sem freistar okkar, sérstaklega á kvöldin.Borðaðu reglulega yfir daginn Að minnsta kosti þrjár máltíðir á dag og helst 1-2 millibitar. Þetta heldur blóðsykri jöfnum, eykur orku, minnkar ofát og sykurneyslu.Það er ekki vænlegt til vinnings að fara svangur/svöng í matvörubúðina því þá eru meiri líkur á að fólk freistist í sykur.Borðaðu í meðvitund Ekki borða fyrir framan sjónvarp, tölvu, í bílnum eða annars staðar þar sem þú ert að gera allt annað en að einbeita þér að því að borða. Meðvitundarlaust át veldur því að maður borðar mjög mikið og oft mjög sykurmiklar matvörur.Næringarríkur morgunverður, alla daga, er lykillinn Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem borða morgunmat, borða síður óhollustu eins og sykurmiklar matvörur er líður á daginn og eru frekar í kjörþyngd.Ekki kaupa í matinn svöng/svangur, stressuð/aður eða í vondu skapi Freistingar í sætindi og óhollan mat verða meiri ef fólk fer illa fyrir kallað í búðina.Nærðu sálina og mundu eftir brosinu – það er sykur sálarinnar Mataræði okkar stjórnast mikið af stjórnstöðinni/hausnum. Ef við erum hamingjusöm, með sjálfstraustið í lagi og okkur líður vel eru minni líkur á því að við höfum þörf fyrir sykur og sætindi.
Heilsa Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira