Byggðir landsins ólíkar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. júlí 2017 09:45 „Það er vinsælt hjá okkur að segja: Gerðu þetta í leiðinni,“ segir Hilda Jana. Mynd/Guðrún Hrönn Ég stunda almennt kæruleysi,“ segir Hilda Jana Gísladóttir, framkvæmda- og sjónvarpsstjóri á N4, hlæjandi þegar ég hneykslast á því að hún sé í sumarfríi þó nýtt blað, Landsbyggðir, sé nýrunnið af stokkunum. „Við erum svo mörg á N4 og Herdís Helgadóttir er ritstjóri blaðsins,“ útskýrir hún þar sem hún er skokkandi á milli fótboltavalla á Akureyri að fylgjast með tilþrifum eiginmanns og dóttur. Fæst þó til að segja mér lítillega frá markmiðum útgáfunnar enda vinni þær Herdís náið saman.Fyrst er það nafnið, Landsbyggðir. Er það ekki nýyrði? „Jú, hann Þóroddur Bjarnason, sem var formaður Byggðastofnunar, byrjaði að tala um landsbyggðir í fleirtölu. Það stakk mig svolítið fyrst. Svo fór ég á fyrirlestur hjá honum þar sem hann fjallaði um mikilvægi þess að tvískipta ekki landinu með því að tala annars vegar um höfuðborgarsvæðið og hins vegar landsbyggð í eintölu. Því öfugt við höfuðborgarsvæðið væru byggðir landsins dreifðar og ólíkar í eðli sínu og með mismunandi þarfir, styrkleika og tækifæri. Til að undirstrika áherslu á að þær væru ekki eitt svæði ætti að tala um þær í fleirtölu. Ég heillaðist af því. Við á N4 ræddum þetta í aðdraganda útgáfu blaðsins því það sem við viljum gera snýst um að auka skilning og samstöðu milli svæða um leið og við drögum fram sérkenni hvers fyrir sig. Því varð nafnið Landsbyggðir ofan á.“ Hilda Jana segir blaðið valkost fyrir auglýsendur sem vilji snerta við öllum landsbyggðunum enda sé ekkert annað rit borið inn á öll heimili utan höfuðborgarsvæðisins. Er sú dreifing ekki svakalega dýr eða fengu þau á N4 alveg sérstakan díl hjá póstinum? „Nei, bara hefðbundinn díl. Blaðinu er dreift á þriðjudögum og miðvikudögum og það kemur út hálfsmánaðarlega til að byrja með. En þar með er ekki sagt að þannig verði það að eilífu. Við ákváðum að gefa út fjögur blöð, setjast svo niður og meta stöðuna.“ Svo er það efnið. „Sumar greinarnar tengjast viðtölunum sem við tökum fyrir sjónvarp N4, aðrar eru skrifaðar sérstaklega fyrir blaðið,“ segir Hilda Jana. „Þegar við förum í sjónvarpsviðtöl tökum við ljósmyndir í leiðinni. Það er vinsælt hjá okkur að segja: Gerðu þetta í leiðinni.“ Fjölmiðlar Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Sjá meira
Ég stunda almennt kæruleysi,“ segir Hilda Jana Gísladóttir, framkvæmda- og sjónvarpsstjóri á N4, hlæjandi þegar ég hneykslast á því að hún sé í sumarfríi þó nýtt blað, Landsbyggðir, sé nýrunnið af stokkunum. „Við erum svo mörg á N4 og Herdís Helgadóttir er ritstjóri blaðsins,“ útskýrir hún þar sem hún er skokkandi á milli fótboltavalla á Akureyri að fylgjast með tilþrifum eiginmanns og dóttur. Fæst þó til að segja mér lítillega frá markmiðum útgáfunnar enda vinni þær Herdís náið saman.Fyrst er það nafnið, Landsbyggðir. Er það ekki nýyrði? „Jú, hann Þóroddur Bjarnason, sem var formaður Byggðastofnunar, byrjaði að tala um landsbyggðir í fleirtölu. Það stakk mig svolítið fyrst. Svo fór ég á fyrirlestur hjá honum þar sem hann fjallaði um mikilvægi þess að tvískipta ekki landinu með því að tala annars vegar um höfuðborgarsvæðið og hins vegar landsbyggð í eintölu. Því öfugt við höfuðborgarsvæðið væru byggðir landsins dreifðar og ólíkar í eðli sínu og með mismunandi þarfir, styrkleika og tækifæri. Til að undirstrika áherslu á að þær væru ekki eitt svæði ætti að tala um þær í fleirtölu. Ég heillaðist af því. Við á N4 ræddum þetta í aðdraganda útgáfu blaðsins því það sem við viljum gera snýst um að auka skilning og samstöðu milli svæða um leið og við drögum fram sérkenni hvers fyrir sig. Því varð nafnið Landsbyggðir ofan á.“ Hilda Jana segir blaðið valkost fyrir auglýsendur sem vilji snerta við öllum landsbyggðunum enda sé ekkert annað rit borið inn á öll heimili utan höfuðborgarsvæðisins. Er sú dreifing ekki svakalega dýr eða fengu þau á N4 alveg sérstakan díl hjá póstinum? „Nei, bara hefðbundinn díl. Blaðinu er dreift á þriðjudögum og miðvikudögum og það kemur út hálfsmánaðarlega til að byrja með. En þar með er ekki sagt að þannig verði það að eilífu. Við ákváðum að gefa út fjögur blöð, setjast svo niður og meta stöðuna.“ Svo er það efnið. „Sumar greinarnar tengjast viðtölunum sem við tökum fyrir sjónvarp N4, aðrar eru skrifaðar sérstaklega fyrir blaðið,“ segir Hilda Jana. „Þegar við förum í sjónvarpsviðtöl tökum við ljósmyndir í leiðinni. Það er vinsælt hjá okkur að segja: Gerðu þetta í leiðinni.“
Fjölmiðlar Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Sjá meira