Leitar til lögreglu vegna dýraeftirlitsmanns Árborgar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 4. júlí 2017 20:41 Köttur Helgu er enn auglýstur sem óskiladýr á vef Árborgar Skjáskot Íbúi á Selfossi hefur leitað aðstoðar lögreglu eftir að dýraeftirlitsmaður Sveitarfélagsins Árborgar handsamaði merktan heimiliskött hennar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún lendir í vandræðum með dýraeftirlit sveitarfélagsins. Áður hafi eldri köttur hennar verið fangaður og þá hafi hún og eiginmaður hennar fengið hann lausan gegn 16 þúsund króna gjaldi. Kötturinn sem týndist í liðinni viku er læða sem er með fjóra kettlinga á spena. „Það gerðist á föstudagsmorguninn að við sáum ekki köttinn. Það var svo sem ekkert óvanalegt því hann rápar inn og út og liggur svo með kettlingunum. Á föstudaginn hvarf hann alveg og á föstudagskvöldið dettur okkur í hug að athuga á veiðisíðu Árborgar,“ segir Helga Guðrún Eiríksdóttir í samtali við Vísi. „Þar er mynd af kettinum, með ólina og allt.“ Helga segir að hún og eiginmaður hennar hafi ekki náð í dýraeftirlitsmann sveitarfélagsins fyrr en á laugardagsmorgun. Þá hafi kettlingarnir verið mjög hungraðir. „Ég var svo reið að ég gólaði á hann að skila kettinum, þetta væri heimilisköttur með kettlinga. Hann hlyti að sjá það ef hann hefði einhverja sjón að kötturinn væri að springa úr mjólk og væri þar af leiðandi með kettlinga á spena,“ segir Helga.Kettlingar læðunnar voru orðnir ansi hungarðir þegar móðir þeirra kom heim að lokum.Einar ErlingssonDýraeftirlitsmaðurinn hafi ekki fallist á það en þau hafi að endingu mælt sér mót og Helga fengið köttinn aftur í hendurnar. „Hann hefur sennilega verið smeykur við mig því hann sagði að í þetta skiptið skyldi hann láta okkur fá köttinn frítt, eins og hann væri að gera okkur einhvern greiða.“ Hún segist hafa farið í dag á bæjarskrifstofur Árborgar og sótt skráningarskírteini katta sinna. „Þetta er heimilisköttur með hálsól og skráður hér á Selfossi. Inni í ólinni er bæði skráð símanúmer og númerið á kettinum. Bara ef hann hefði gefið sér tíma í að taka af henni ólina og gá inn í hana þá hefði hann getað séð allar upplýsingar. En auðvitað gat hann sagt sér það sjálfur að köttur með hálsól er enginn flækingsköttur. Þetta væri heimilisköttur sem hefði brugðið sér út af heimilinu og væri að flækjast um hverfið, eins og þeir gera.“ Lausaganga katta er ekki bönnuð í sveitarfélaginu Árborg en í 8. grein samþykktar um kattahald í sveitarfélaginu segir að bæjarstjórn sé heimilt að láta fanga ómerkta ketti. Þá segir að einnig:Ef merktir kettir sem lenda á flækingi eru handsamaðir af dýraeftirlitsmanni skal hann strax hafa samband við skráðan eiganda sem fær köttinn afhentan gegn greiðslu áfallins kostnaðar. Hafi kattarins ekki verið vitjað innan 7 sólarhringa af réttum eiganda og hann greitt áfallinn kostnað vegna handsömunar og vörslu dýrsins, skal dýrinu lógað. Við endurtekna handsömun sama kattar skal að auki greiða sekt samkvæmt gjaldskrá. Þar kemur þó ekki fram hver kostnaðurinn við handsömun katta sé. „Ég ætla að fá á úr þessu skorið hvort þetta má eða ekki. Ef þetta má þá er eitthvað að á Selfossi,“ segir Helga. Dýr Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður dæmdur í átta ára fangelsi í stóra kristal-amfetamínmálinu Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Sjá meira
Íbúi á Selfossi hefur leitað aðstoðar lögreglu eftir að dýraeftirlitsmaður Sveitarfélagsins Árborgar handsamaði merktan heimiliskött hennar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún lendir í vandræðum með dýraeftirlit sveitarfélagsins. Áður hafi eldri köttur hennar verið fangaður og þá hafi hún og eiginmaður hennar fengið hann lausan gegn 16 þúsund króna gjaldi. Kötturinn sem týndist í liðinni viku er læða sem er með fjóra kettlinga á spena. „Það gerðist á föstudagsmorguninn að við sáum ekki köttinn. Það var svo sem ekkert óvanalegt því hann rápar inn og út og liggur svo með kettlingunum. Á föstudaginn hvarf hann alveg og á föstudagskvöldið dettur okkur í hug að athuga á veiðisíðu Árborgar,“ segir Helga Guðrún Eiríksdóttir í samtali við Vísi. „Þar er mynd af kettinum, með ólina og allt.“ Helga segir að hún og eiginmaður hennar hafi ekki náð í dýraeftirlitsmann sveitarfélagsins fyrr en á laugardagsmorgun. Þá hafi kettlingarnir verið mjög hungraðir. „Ég var svo reið að ég gólaði á hann að skila kettinum, þetta væri heimilisköttur með kettlinga. Hann hlyti að sjá það ef hann hefði einhverja sjón að kötturinn væri að springa úr mjólk og væri þar af leiðandi með kettlinga á spena,“ segir Helga.Kettlingar læðunnar voru orðnir ansi hungarðir þegar móðir þeirra kom heim að lokum.Einar ErlingssonDýraeftirlitsmaðurinn hafi ekki fallist á það en þau hafi að endingu mælt sér mót og Helga fengið köttinn aftur í hendurnar. „Hann hefur sennilega verið smeykur við mig því hann sagði að í þetta skiptið skyldi hann láta okkur fá köttinn frítt, eins og hann væri að gera okkur einhvern greiða.“ Hún segist hafa farið í dag á bæjarskrifstofur Árborgar og sótt skráningarskírteini katta sinna. „Þetta er heimilisköttur með hálsól og skráður hér á Selfossi. Inni í ólinni er bæði skráð símanúmer og númerið á kettinum. Bara ef hann hefði gefið sér tíma í að taka af henni ólina og gá inn í hana þá hefði hann getað séð allar upplýsingar. En auðvitað gat hann sagt sér það sjálfur að köttur með hálsól er enginn flækingsköttur. Þetta væri heimilisköttur sem hefði brugðið sér út af heimilinu og væri að flækjast um hverfið, eins og þeir gera.“ Lausaganga katta er ekki bönnuð í sveitarfélaginu Árborg en í 8. grein samþykktar um kattahald í sveitarfélaginu segir að bæjarstjórn sé heimilt að láta fanga ómerkta ketti. Þá segir að einnig:Ef merktir kettir sem lenda á flækingi eru handsamaðir af dýraeftirlitsmanni skal hann strax hafa samband við skráðan eiganda sem fær köttinn afhentan gegn greiðslu áfallins kostnaðar. Hafi kattarins ekki verið vitjað innan 7 sólarhringa af réttum eiganda og hann greitt áfallinn kostnað vegna handsömunar og vörslu dýrsins, skal dýrinu lógað. Við endurtekna handsömun sama kattar skal að auki greiða sekt samkvæmt gjaldskrá. Þar kemur þó ekki fram hver kostnaðurinn við handsömun katta sé. „Ég ætla að fá á úr þessu skorið hvort þetta má eða ekki. Ef þetta má þá er eitthvað að á Selfossi,“ segir Helga.
Dýr Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður dæmdur í átta ára fangelsi í stóra kristal-amfetamínmálinu Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Sjá meira