Elín Metta: „Þetta er ekkert auðvelt“ Tómas Þór Þórðarson í Ermelo skrifar 19. júlí 2017 10:52 Harpa Þorsteinsdóttir huggar Elínu Mettu Jensen eftir leik. vísir/vilhelm Elín Metta Jensen, framherji íslenska landsliðsins í fótbolta, var sú sem fékk dæmda á sig vítaspyrnu á 85. mínútu á móti Frakklandi í gærkvöldi sem varð til þess að stelpurnar töpuðu í fyrsta leik á EM, 1-0. Elín fékk þá frönsku Amandine Henry í fangið og víti var dæmt þegar Henry féll til jarðar við litla snertingu. Elín Metta og herbergisfélagi hennar og liðsfélagi úr Val, Málfríður Erna Sigurðardóttir, fóru yfir þetta allt saman fyrir svefninn í gær.Sjá einnig:Dagný lét Henry heyra það eftir leik „Það gekk alveg ágætlega að sofna. Ég er með svo frábæran herbergisfélaga. Við náðum aðeins að spjalla saman fyrir svefn og róa hvora aðra niður. Svo vorum við bara frekar þreyttar eftir ferðalagið frá leikstað þannig það gekk bara ágætlega að sofna,“ sagði Elín Metta við Vísi fyrir æfingu liðsins í morgun en hún var ekki send í viðtöl eftir leikinn í gærkvöldi. „Mér fannst þetta ekki vera víti,“ segir hún enn fremur. „Mér fannst leikmaðurinn bara bakka inn í mig. Hún hefur fundið einhverja snertingu og mín upplifun var sú að hún lét sig bara detta. Ég gat ekki horfið frá þessum stað. Ég varð að reyna að dekka þennan mann þannig mér fannst þetta ekki víti.“ Elín Metta viðurkennir að lokaflautið var erfitt og fyrstu tímarnir eftir leik en leið henni sem skúrk inn á vellinum þegar leiknum var lokið? „Nei, auðvitað var þetta samt hundfúlt og það voru miklar tilfinningar í þessu. Liðið var búið að leggja þvílíka vinnu á sig fyrir þennan leik. Þetta er ekkert auðvelt en liðsheildin í þessu liði er bara þannig að við vinnum og töpum saman,“ sagði Elín Metta sem þakkaði liðsfélögum sínum fyrir stuðninginn í gær. „Ég er ótrúlega stolt af því að vera í svona liði. Mér finnst liðsheildin mjög sérstök. Það er ekkert sjálfgefið að liðsheild sé svona í stórum hópi kvenna sem koma allar úr sitthvorri áttinni. Mér finnst þetta magnað,“ sagði Elín Metta Jensen. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Fimm mínútum frá fullkomnun Stelpurnar okkar voru aðeins fimm mínútum frá því að ná frábærum úrslitum á móti einu besta liði heims í fyrsta leik liðsins á EM 2017. Umdeildur vítaspyrnudómur gerði út um vonir stelpnanna sem sýndu að þær eru meira en tilbúnar í þetta mót. 19. júlí 2017 06:00 Stelpurnar þakklátar fyrir ómetanlegan stuðning: „Þetta var eins og að spila heimaleik“ Íslenskir stuðningsmenn eignuðu sér Koning Willem II-völlinn í Tilburg í gær. 19. júlí 2017 09:00 Maria var með tárin í augunum fyrir fyrsta leikinn á EM María Þórisdóttir segist hafa verið með tárin í augunum fyrir leik Noregs og Hollands á EM kvenna í fótbolta á sunnudaginn. 19. júlí 2017 09:30 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Sjá meira
Elín Metta Jensen, framherji íslenska landsliðsins í fótbolta, var sú sem fékk dæmda á sig vítaspyrnu á 85. mínútu á móti Frakklandi í gærkvöldi sem varð til þess að stelpurnar töpuðu í fyrsta leik á EM, 1-0. Elín fékk þá frönsku Amandine Henry í fangið og víti var dæmt þegar Henry féll til jarðar við litla snertingu. Elín Metta og herbergisfélagi hennar og liðsfélagi úr Val, Málfríður Erna Sigurðardóttir, fóru yfir þetta allt saman fyrir svefninn í gær.Sjá einnig:Dagný lét Henry heyra það eftir leik „Það gekk alveg ágætlega að sofna. Ég er með svo frábæran herbergisfélaga. Við náðum aðeins að spjalla saman fyrir svefn og róa hvora aðra niður. Svo vorum við bara frekar þreyttar eftir ferðalagið frá leikstað þannig það gekk bara ágætlega að sofna,“ sagði Elín Metta við Vísi fyrir æfingu liðsins í morgun en hún var ekki send í viðtöl eftir leikinn í gærkvöldi. „Mér fannst þetta ekki vera víti,“ segir hún enn fremur. „Mér fannst leikmaðurinn bara bakka inn í mig. Hún hefur fundið einhverja snertingu og mín upplifun var sú að hún lét sig bara detta. Ég gat ekki horfið frá þessum stað. Ég varð að reyna að dekka þennan mann þannig mér fannst þetta ekki víti.“ Elín Metta viðurkennir að lokaflautið var erfitt og fyrstu tímarnir eftir leik en leið henni sem skúrk inn á vellinum þegar leiknum var lokið? „Nei, auðvitað var þetta samt hundfúlt og það voru miklar tilfinningar í þessu. Liðið var búið að leggja þvílíka vinnu á sig fyrir þennan leik. Þetta er ekkert auðvelt en liðsheildin í þessu liði er bara þannig að við vinnum og töpum saman,“ sagði Elín Metta sem þakkaði liðsfélögum sínum fyrir stuðninginn í gær. „Ég er ótrúlega stolt af því að vera í svona liði. Mér finnst liðsheildin mjög sérstök. Það er ekkert sjálfgefið að liðsheild sé svona í stórum hópi kvenna sem koma allar úr sitthvorri áttinni. Mér finnst þetta magnað,“ sagði Elín Metta Jensen.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Fimm mínútum frá fullkomnun Stelpurnar okkar voru aðeins fimm mínútum frá því að ná frábærum úrslitum á móti einu besta liði heims í fyrsta leik liðsins á EM 2017. Umdeildur vítaspyrnudómur gerði út um vonir stelpnanna sem sýndu að þær eru meira en tilbúnar í þetta mót. 19. júlí 2017 06:00 Stelpurnar þakklátar fyrir ómetanlegan stuðning: „Þetta var eins og að spila heimaleik“ Íslenskir stuðningsmenn eignuðu sér Koning Willem II-völlinn í Tilburg í gær. 19. júlí 2017 09:00 Maria var með tárin í augunum fyrir fyrsta leikinn á EM María Þórisdóttir segist hafa verið með tárin í augunum fyrir leik Noregs og Hollands á EM kvenna í fótbolta á sunnudaginn. 19. júlí 2017 09:30 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Sjá meira
Fimm mínútum frá fullkomnun Stelpurnar okkar voru aðeins fimm mínútum frá því að ná frábærum úrslitum á móti einu besta liði heims í fyrsta leik liðsins á EM 2017. Umdeildur vítaspyrnudómur gerði út um vonir stelpnanna sem sýndu að þær eru meira en tilbúnar í þetta mót. 19. júlí 2017 06:00
Stelpurnar þakklátar fyrir ómetanlegan stuðning: „Þetta var eins og að spila heimaleik“ Íslenskir stuðningsmenn eignuðu sér Koning Willem II-völlinn í Tilburg í gær. 19. júlí 2017 09:00
Maria var með tárin í augunum fyrir fyrsta leikinn á EM María Þórisdóttir segist hafa verið með tárin í augunum fyrir leik Noregs og Hollands á EM kvenna í fótbolta á sunnudaginn. 19. júlí 2017 09:30