Líklegt byrjunarlið Íslands: Þrjár berjast á kantinum Tómas Þór Þórðarson í Tilburg skrifar 18. júlí 2017 12:30 Hverjar byrja í kvöld? vísir/vilhelm Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, var með jákvæðan hausverk fyrir valið á byrjunarliðinu gegn Frakklandi í kvöld en stelpurnar okkar hefja leik á EM 2017 gegn stórliði Frakklands í Tilburg klukkan 18.45. Freyr ákvað liðið á laugardagskvöldið og tilkynnti leikmönnum það fyrir æfingu liðsins í Tilburg í gær. „Ég hef verið með ákveðin plön síðustu daga og vikur en í gær tók ég ákvörðun,“ sagði Freyr á blaðamannafundi á sunnudaginn. „Ef það væri júlí 2016 hefðuð þið getað sagt mér byrjunarliðið en þannig er það ekki núna,“ bætti Freyr við en hann spilaði meira og minna alltaf á sama byrjunarliðinu í undankeppni EM áður en hver leikmaðurinn á fætur öðrum heltist úr lestinni vegna meiðsla.Enginn hreyfir við Guggu í markinu.vísir/vilhelmVarnarlínan fastmótuð Nokkrir leikmenn eru öruggir sama hvað gerist og einn af þeim er markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir. Guðbjörg er ekki bara besti markvörðurinn í hópnum heldur sá langbesti og stendur því vaktina í marki íslenska liðsins. Glódís Perla Viggósdóttir er einnig sjálfvalin í þriggja manna miðvarðasveit liðsins sem og Sif Atladóttir. Anna Björk Kristjánsdóttir var meidd í síðasta verkefni landsliðsins og þá nýtti Ingibjörg Sigurðardóttir sér tækifærið og spilaði svo vel að hún tryggði sér EM-farseðil. Anna er þó mjög líklega að fara að endurheimta stöðu sína í kvöld. Hallbera Gísladóttir verður vinstri vængbakvörður í 3-4-3 kerfinu og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir mjög líklega hægra megin en Freyr byrjaði að prófa hana þar fyrr á árinu. Á meðan Rakel Hönnudóttir er frá vegna meiðsla er Gunnhildur nánast sjálfvalin þar í fyrsta leik.Sara Björk á sitt sæti á miðjunni.vísir/vilhelmFrábær miðja Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði, á sinn stað á miðjunni og Dagný Brynjarsdóttir verður væntanlega við hlið hennar. Dagný hefur lítið spilað á árinu en Freyr má illa við því að hvíla hana í kvöld þar sem Rangæingurinn er svo líkamlega sterkur og ótrúlega góður leikmaður. Katrín Ásbjörnsdóttir var fremsti maður í síðustu leikjum Íslands en tæpt er að Harpa Þorsteinsdóttir byrji leikinn þar sem Freyr veit að hann þarf að taka hana út af ef hún verður í byrjunarliðinu. Líklegra er að Harpa komi inn á í seinni hálfleik. Katrín byrjar því líklega í kvöld enda Freyr búinn að breyta útfærslunni á leikkerfinu í kringum hennar styrkleika. Fanndís Friðriksdóttir hefur verið frábær í Pepsi-deildinni og spilað vel fyrir landsliðið undanfarin misseri. Nánast er öruggt að hún byrji á öðrum kantinum en þá er spurningin hver byrjar á hinum vængnum.Elín Metta skoraði í síðasta sigurleik Íslands.vísir/vilhelmElín Metta líklegust Þar berjast þrjár um eina stöðu; Sandra María Jessen, Elín Metta Jensen og nýliðinn Agla María Albertsdóttir. Freyr er mikill Elínar Mettu-maður enda þekkt hana lengi og þá skoraði Elín Metta í síðasta sigurleik Íslands á móti Slóvakíu í apríl. Það var líka síðast sem Ísland skoraði mark. Elín Metta hefur einnig verið að spila vel í Pepsi-deildinni og er mjög dugleg að hlaupa fram og aftur og hjálpa til í varnarleiknum. Agla María hefur komið sterk inn og er algjörlega óhrædd og þá hefur Sandra María líkamlega yfirburði yfir þær báðar þannig möguleikarnir eru góðir.Líklegt byrjunarlið er því: Guðbjörg Gunnarsdóttir; Glódís Perla Viggósdóttir, Sif Atladóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir; Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Hallbera G. Gísladóttir; Fanndís Friðriksdóttir, Elín Metta Jensen, Katrín Ásbjörnsdóttir. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Íslendingar sem gista í stórborgunum geta ekki fagnað of lengi í kvöld Síðasta lestarferð frá Tilburg til Amsterdam og Rotterdam er á miðnætti. 18. júlí 2017 09:00 Annað tækifæri til að heilla Stelpurnar okkar hefja leik á EM í Hollandi í kvöld þegar þær mæta Frakklandi í fyrsta leik í Tilburg. 18. júlí 2017 06:00 Á bak við tjöldin með liðsstjórunum og gleðigjöfunum Laufeyju og Margréti Við vorum ekki að koma með allt þetta dót til þess að fara heim. Það er á hreinu! segir liðsstjórinn Laufey Ólafsdóttir. 18. júlí 2017 12:00 Glódís Perla: „Nú er þetta í okkar höndum“ Undirbúningi er lokið og nú er komið að stóru stundinni í Tilburg í kvöld. 18. júlí 2017 11:00 Fyrirliði Frakka: Þurfum að vinna litlu úrslitaleikina okkar Það verður við ramman reip að draga fyrir stelpurnar okkar í Tilburg í kvöld enda franska landsliðið eitt það allra besta í heimi. Wendy Renard, fyrirliði Frakklands, talaði um litlu úrslitaleikina sem bíða liðsins á næstu átta dögum. 18. júlí 2017 07:00 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, var með jákvæðan hausverk fyrir valið á byrjunarliðinu gegn Frakklandi í kvöld en stelpurnar okkar hefja leik á EM 2017 gegn stórliði Frakklands í Tilburg klukkan 18.45. Freyr ákvað liðið á laugardagskvöldið og tilkynnti leikmönnum það fyrir æfingu liðsins í Tilburg í gær. „Ég hef verið með ákveðin plön síðustu daga og vikur en í gær tók ég ákvörðun,“ sagði Freyr á blaðamannafundi á sunnudaginn. „Ef það væri júlí 2016 hefðuð þið getað sagt mér byrjunarliðið en þannig er það ekki núna,“ bætti Freyr við en hann spilaði meira og minna alltaf á sama byrjunarliðinu í undankeppni EM áður en hver leikmaðurinn á fætur öðrum heltist úr lestinni vegna meiðsla.Enginn hreyfir við Guggu í markinu.vísir/vilhelmVarnarlínan fastmótuð Nokkrir leikmenn eru öruggir sama hvað gerist og einn af þeim er markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir. Guðbjörg er ekki bara besti markvörðurinn í hópnum heldur sá langbesti og stendur því vaktina í marki íslenska liðsins. Glódís Perla Viggósdóttir er einnig sjálfvalin í þriggja manna miðvarðasveit liðsins sem og Sif Atladóttir. Anna Björk Kristjánsdóttir var meidd í síðasta verkefni landsliðsins og þá nýtti Ingibjörg Sigurðardóttir sér tækifærið og spilaði svo vel að hún tryggði sér EM-farseðil. Anna er þó mjög líklega að fara að endurheimta stöðu sína í kvöld. Hallbera Gísladóttir verður vinstri vængbakvörður í 3-4-3 kerfinu og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir mjög líklega hægra megin en Freyr byrjaði að prófa hana þar fyrr á árinu. Á meðan Rakel Hönnudóttir er frá vegna meiðsla er Gunnhildur nánast sjálfvalin þar í fyrsta leik.Sara Björk á sitt sæti á miðjunni.vísir/vilhelmFrábær miðja Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði, á sinn stað á miðjunni og Dagný Brynjarsdóttir verður væntanlega við hlið hennar. Dagný hefur lítið spilað á árinu en Freyr má illa við því að hvíla hana í kvöld þar sem Rangæingurinn er svo líkamlega sterkur og ótrúlega góður leikmaður. Katrín Ásbjörnsdóttir var fremsti maður í síðustu leikjum Íslands en tæpt er að Harpa Þorsteinsdóttir byrji leikinn þar sem Freyr veit að hann þarf að taka hana út af ef hún verður í byrjunarliðinu. Líklegra er að Harpa komi inn á í seinni hálfleik. Katrín byrjar því líklega í kvöld enda Freyr búinn að breyta útfærslunni á leikkerfinu í kringum hennar styrkleika. Fanndís Friðriksdóttir hefur verið frábær í Pepsi-deildinni og spilað vel fyrir landsliðið undanfarin misseri. Nánast er öruggt að hún byrji á öðrum kantinum en þá er spurningin hver byrjar á hinum vængnum.Elín Metta skoraði í síðasta sigurleik Íslands.vísir/vilhelmElín Metta líklegust Þar berjast þrjár um eina stöðu; Sandra María Jessen, Elín Metta Jensen og nýliðinn Agla María Albertsdóttir. Freyr er mikill Elínar Mettu-maður enda þekkt hana lengi og þá skoraði Elín Metta í síðasta sigurleik Íslands á móti Slóvakíu í apríl. Það var líka síðast sem Ísland skoraði mark. Elín Metta hefur einnig verið að spila vel í Pepsi-deildinni og er mjög dugleg að hlaupa fram og aftur og hjálpa til í varnarleiknum. Agla María hefur komið sterk inn og er algjörlega óhrædd og þá hefur Sandra María líkamlega yfirburði yfir þær báðar þannig möguleikarnir eru góðir.Líklegt byrjunarlið er því: Guðbjörg Gunnarsdóttir; Glódís Perla Viggósdóttir, Sif Atladóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir; Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Hallbera G. Gísladóttir; Fanndís Friðriksdóttir, Elín Metta Jensen, Katrín Ásbjörnsdóttir.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Íslendingar sem gista í stórborgunum geta ekki fagnað of lengi í kvöld Síðasta lestarferð frá Tilburg til Amsterdam og Rotterdam er á miðnætti. 18. júlí 2017 09:00 Annað tækifæri til að heilla Stelpurnar okkar hefja leik á EM í Hollandi í kvöld þegar þær mæta Frakklandi í fyrsta leik í Tilburg. 18. júlí 2017 06:00 Á bak við tjöldin með liðsstjórunum og gleðigjöfunum Laufeyju og Margréti Við vorum ekki að koma með allt þetta dót til þess að fara heim. Það er á hreinu! segir liðsstjórinn Laufey Ólafsdóttir. 18. júlí 2017 12:00 Glódís Perla: „Nú er þetta í okkar höndum“ Undirbúningi er lokið og nú er komið að stóru stundinni í Tilburg í kvöld. 18. júlí 2017 11:00 Fyrirliði Frakka: Þurfum að vinna litlu úrslitaleikina okkar Það verður við ramman reip að draga fyrir stelpurnar okkar í Tilburg í kvöld enda franska landsliðið eitt það allra besta í heimi. Wendy Renard, fyrirliði Frakklands, talaði um litlu úrslitaleikina sem bíða liðsins á næstu átta dögum. 18. júlí 2017 07:00 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Sjá meira
Íslendingar sem gista í stórborgunum geta ekki fagnað of lengi í kvöld Síðasta lestarferð frá Tilburg til Amsterdam og Rotterdam er á miðnætti. 18. júlí 2017 09:00
Annað tækifæri til að heilla Stelpurnar okkar hefja leik á EM í Hollandi í kvöld þegar þær mæta Frakklandi í fyrsta leik í Tilburg. 18. júlí 2017 06:00
Á bak við tjöldin með liðsstjórunum og gleðigjöfunum Laufeyju og Margréti Við vorum ekki að koma með allt þetta dót til þess að fara heim. Það er á hreinu! segir liðsstjórinn Laufey Ólafsdóttir. 18. júlí 2017 12:00
Glódís Perla: „Nú er þetta í okkar höndum“ Undirbúningi er lokið og nú er komið að stóru stundinni í Tilburg í kvöld. 18. júlí 2017 11:00
Fyrirliði Frakka: Þurfum að vinna litlu úrslitaleikina okkar Það verður við ramman reip að draga fyrir stelpurnar okkar í Tilburg í kvöld enda franska landsliðið eitt það allra besta í heimi. Wendy Renard, fyrirliði Frakklands, talaði um litlu úrslitaleikina sem bíða liðsins á næstu átta dögum. 18. júlí 2017 07:00
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð