Guðmundur Benediktsson hitti fimm fimm landsliðskonur á Mathúsi Garðabæjar á dögunum og þar var farið yfir gengi íslenska kvennalandsliðsins sem er á leiðinni á sitt þriðja Evrópumót í röð.
Afraksturinn af viðtali Gumma Ben við stelpurnar okkar má sjá í í þættinum 1á1 með Gumma Ben með hefst klukkan 22.00 í kvöld á Stöð 2 Sport.
Gestir Gumma Ben voru þær Sara Björk Gunnarsdóttir, Guðbjörg Gunnarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Fanndís Friðriksdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir.
Allar voru þær með á EM í Svíþjóð fyrir fjórum árum þegar íslenska liðið komst alla leið í átta liða úrslitin.
Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá brot úr þættinum þar sem Guðmundur spyr Söru Björk fyrirliða meðal annars um það hvernig sé að lesa fréttir um einkalífið sitt í fjölmiðlum.
1á1 í kvöld: Stelpurnar okkar með Gumma Ben á Mathúsi Garðabæjar
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mest lesið

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn




„Bæði svekktur en líka stoltur“
Íslenski boltinn

„Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“
Körfubolti

„Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“
Körfubolti

„Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“
Körfubolti

„Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“
Íslenski boltinn
